You are currently viewing Íslendingar á NM ungmenna taka heim 4 gull, 9 silfur og 6 brons

Íslendingar á NM ungmenna taka heim 4 gull, 9 silfur og 6 brons

Norðurlandameistaramóti ungmenna í bogfimi var haldið í Boras Svíþjóð 3-6 júlí. Í heildina voru yfir 500 þátttakendur á mótinu og gengi Íslands var gott.

285 keppendur kepptu á NM ungmenna að þessu sinni, 35 af þeim keppendum voru frá Íslandi. 206 aðrir þátttakendur voru skráðir (t.d. þjálfarar, liðsstjórar og dómarar).

Mikið og margt gerðist á mótinu og aldrei hægt að gefa öllu og öllum viðeigandi umfjöllun í einni stuttri samantekt sérstaklega þegar að margir keppendur eru og margir eru með góðann árangur. En fjallað verður nánar um hvern og einn keppanda í fréttum á archery.is fréttavefnum á næstu dögum.

En mögulegt er að setja „spotlight“ á flottasta árangurinn í einstaklingskeppni, liðakeppni og metum (hlutlægt mat miðað við árangur, styrk andstæðinga og spennandi úrslit).

Í einstaklingskeppni vann Þórdís Unnur Bjarkadóttir Norðurlandameistaratitilinn í trissuboga U18 flokki í mjög erfiðum flokki í gífurlega jöfnum leik.

Í liðakeppni setjum við spotlight á að Ísland og Danmörk kepptu í gull úrslitaleik trissuboga U21 liðakeppni, þar sem leikurinn endaði í jafntefli 217-217 og þurfti bráðabana til að skera úr um sigurvegarann þar sem Danir tóku naumann sigur 29-28 í bráðabananum. En Danir eru meðal sterkustu þjóða í heiminum í keppnisgreininni og eru m.a. öðru sæti á heimslista trissuboga karla liða meistaraflokks og einstaklinga.

Mikill meta árangur var í trissuboga U16 flokki á mótinu. Magnús Darri Markússon sló öll Íslandsmetin í trissuboga U15 og U16, bæði í undankeppni og útsláttarkeppni, samtals fjögur einstaklings Íslandsmet á mótinu (öll metin sem hann gat slegið). Magnús og liðsfélagar hans, Sóldís Inga Gunnarsdóttir og Bergur Freyr Geirsson, slógu einnig landsliðsmetið í undankeppni liða og landsliðsmetið í útsláttarleik liða þrivar á mótinu. Sóldís tortímdi einnig Íslandsmetinu í trissuboga U16 kvenna og Bergur sló einnig bæði U16 Íslandsmetin líka, en Magnús sló þau bara betur á sama móti.

 

Íslenskir Norðurlandameistarar á NM ungmenna 2025:

  • Þórdís Unnur Bjarkadóttir – Norðurlandameistari einstaklinga trissuboga kvenna U18
  • Jenný Magnúsdóttir – Norðurlandameistari einstaklinga sveigboga kvenna U21 open
  • Stella Wedholm Albertsdóttir – Norðurlandameistari liðakeppni Sveigboga U21 Open (Nordic Team)
  • Þórunn Erla Harðardóttir – Norðurlandameistari liða Sveigboga U21 Open (Nordic Team)

Samantekt af öllum verðlaunahöfum á NM ungmenna 2025

  • Þórdís Unnur Bjarkadóttir – BFB Kópavogi
    • Norðurlandameistari Trissuboga U18 kvenna einstaklingskeppni
  • Sóldís Inga Gunnarsdóttir – BFB Kópavogi
    • Brons Trissuboga U16 kvenna
  • Ragnar Smári Jónasson – BFB Kópavogi
    • Brons Trissuboga U21 karla einstaklingskeppni
    • Silfur Trissuboga U21 lið (Ísland)
  • Freyja Dís Benediktsdóttir – BFB Kópavogi
    • Brons Trissuboga U21 kvenna einstaklingskeppni
    • Silfur Trissuboga U21 lið (Ísland)
  • Jenný Magnúsdóttir – BFB Kópavogi
    • Norðurlandameistari sveigboga U21 Open kvenna einstaklingskeppni
    • Silfur Sveigboga U21 Open lið (Ísland)
  • Elías Áki Hjaltason – BFB Kópavogi
    • Silfur sveigboga U21 Open karla einstaklingskeppni
    • Silfur Sveigboga U21 Open lið (Ísland)
  • María Kozak – SFÍ Ísafirði
    • Silfur sveigboga U21 Open kvenna einstaklingskeppni
    • Silfur – Sveigboga U21 Open lið (Ísland)
  • Stella Wedholm Albertsdóttir – BFB Kópavogi
    • Brons sveigboga U21 Open kvenna einstaklingskeppni
    • Norðurlandameistari Sveigboga U21 Open lið (Nordic Team)
  • Þórunn Erla Harðardóttir – SFÍ Ísafjörður
    • Norðurlandameistari Sveigboga U21 Open lið (Nordic Team)
  • Heba Róbertsdóttir – BFB Kópavogi
    • Silfur Berboga U21 lið (Nordic Team)
  • Kaewmungkorn Yuangthong – BFHH Hafnarfirði
    • Silfur Trissuboga U21 lið (Ísland)
  • Jóhannes Karl Klein – BFHH Hafnarfirði
    • Brons Trissuboga U21 lið (Nordic team)
  • Natan Eir Skov Jensen – BFB Kópavogi
    • Brons Trissuboga U21 lið (Nordic team)

Einstaklings niðurstöður allra Íslenskra keppenda á NUM 2025 skipt eftir keppnisgreinum:

Trissuboga:

  • Þórdís Unnur Bjarkadóttir – Gull (Norðurlandameistari) – Trissuboga U18 kvenna – BFB
  • Sóldís Inga Gunnarsdóttir – Brons (3 sæti) – Trissuboga U16 kvenna – BFB
  • Ragnar Smári Jónasson – Brons (3 sæti) – Trissuboga U21 karla – BFB
  • Freyja Dís Benediktsdóttir – Brons (3 sæti) – Trissuboga U21 kvenna – BFB
  • Theo Hrafns – 4 sæti – Trissuboga U21 kvenna – BFHH
  • Kaewmungkorn Yuangthong – 4 sæti – Trissuboga U21 karla – BFHH
  • Elísabet Fjóla Björnsdóttir – 5 sæti – Trissuboga U16 kvenna – BFB
  • Jóhannes Karl Klein – 5 sæti – Trissuboga U21 karla – BFHH
  • Natan Eir Skov Jenssen – 6 sæti – Trissuboga U21 karla – BFB
  • Eyrún Eva Arnardóttir – 8 sæti – Trissuboga U18 kvenna – BFB
  • Birkir Björnsson – 9 sæti – Trissuboga U16 karla – BFB
  • Bergur Freyr Geirsson – 9 sæti – Trissuboga U16 karla – BFB
  • Magnús Darri Markússon – 9 sæti – Trissuboga U16 karla – BFB
  • Sigurbjörg Katrín Marteinsdóttir – 9 sæti – Trissuboga U16 kvenna – ÍFA
  • Eydís Elide Sartori – 9 sæti – Trissuboga U18 kvenna – BFB

Sveigboga:

  • Jenný Magnúsdóttir – Gull (Norðurlandameistari) – sveigboga U21 Open kvenna – BFB
  • Elías Áki Hjaltason – Silfur (2 sæti) – sveigboga U21 Open karla – BFB
  • María Kozak – Silfur (2 sæti) – sveigboga U21 Open kvenna – SFÍ
  • Stella Wedholm Albertsdóttir – Brons (3 sæti) – sveigboga U21 Open kvenna – BFB
  • Þórunn Erla Harðardóttir – 4 sæti – sveigboga U21 Open kvenna – SFÍ
  • Eva Kristín Sólmundsdóttir – 7 sæti – sveigboga U16 kvenna – ÍFA
  • Ari Björk – 7 sæti – sveigboga U21 karla – ÍFA
  • Anna Guðrún Yu Þórbergsdóttir – 9 sæti – sveigboga U18 kvenna – BFB
  • Emma Rakel Björnsdóttir – 17 sæti – sveigboga U16 kvenna – ÍFA
  • Júlía Fanney Samúelsdóttir – 17 sæti – sveigboga U16 kvenna – ÍFA
  • Salka Þórhallsdóttir – 17 sæti – sveigboga U16 kvenna – BFB
  • Nanna Líf Gautadóttir Presburg – 17 sæti – sveigboga U18 kvenna – ÍFA
  • Freydís Jóna Jing Bergsveinsdóttir – 17 sæti – sveigboga U21 kvenna – ÍFA
  • Alís Janey Elmarsdóttir – 17 sæti – sveigboga U21 kvenna – ÍFA

Berboga:

  • Heba Róbertsdóttir – 7 sæti – Berboga U21 kvenna – BFB
  • Henry Johnston – 9 sæti – Berboga U16 karla – BFB
  • Dagur Ómarsson – 9 sæti – Berboga U16 karla – BFB
  • Lóa Margrét Hauksdóttir – 9 sæti – Berboga U18 kvenna – BFB
  • Ragnheiður Íris Klein – 9 sæti – Berboga U18 kvenna – BFHH
  • Kristjana Rögn Anderssen – 9 sæti – Berboga U21 kvenna – SFÍ

Til skýringar fyrir þá sem þekkja ekki til:

  • 17 sæti : Keppandi sem sleginn var út í 32 manna úrslitum
  • 9 sæti : Keppandi sem sleginn var út í 16 manna úrslitum
  • 5-8 sæti eru keppendur sem slegnir voru út í 8 mann úrslitum og þeim er raðað eftir fjölda stiga sem þeir náðu í leiknum sem þeir voru slegnir út í.

Liða niðurstöður allra Íslenskra keppenda á NUM 2025 skipt eftir keppnisgreinum:

Trissuboga:

  • Freyja Dís Benediktsdóttir – Silfur (2 sæti) –  Trissuboga U21 lið (Ísland)
  • Ragnar Smári Jónasson – Silfur (2 sæti) –  Trissuboga U21 lið (Ísland)
  • Kaewmungkorn Yuangthong – Silfur (2 sæti) –  Trissuboga U21 lið (Ísland)
  • Jóhannes Karl Klein – Brons (3 sæti) –  Trissuboga U21 lið (Nordic team)
  • Natan Eir Skov Jensen – Brons (3 sæti) –  Trissuboga U21 lið (Nordic team)
  •  Sóldís Inga Gunnarsdóttir – 4 sæti – Trissuboga U16 lið (Ísland)
  • Bergur Freyr Geirsson – 4 sæti – Trissuboga U16 lið (Ísland)
  • Magnús Darri Markússon – 4 sæti – Trissuboga U16 lið (Ísland)
  • Eyrún Eva Arnardóttir – 4 sæti – Trissuboga U18 lið (Ísland)
  • Þórdís Unnur Bjarkadóttir – 4 sæti – Trissuboga U18 lið (Ísland)
  • Eydís Elide Sartori – 4 sæti – Trissuboga U18 lið (Ísland)
  • Elísabet Fjóla Björnsdóttir – 7 sæti – Trissuboga U16 lið (Ísland 2)
  • Sigurbjörg Katrín Björnsdóttir – 7 sæti – Trissuboga U16 lið (Ísland 2)
  • Birkir Björnsson – 7 sæti – Trissuboga U16 lið (Ísland 2)

Sveigboga:

  • Stella Wedholm Albertsdóttir – 1 sæti – Sveigboga U21 Open lið (Nordic Team)
  • Þórunn Erla Harðardóttir – 1 sæti – Sveigboga U21 Open lið (Nordic Team)
  • María Kozak – 2 sæti – Sveigboga U21 Open lið (Ísland)
  • Jenný Magnúsdóttir – 2 sæti – Sveigboga U21 Open lið (Ísland)
  • Elías Áki Hjaltason – 2 sæti – Sveigboga U21 Open lið (Ísland)
  • Anna Guðrún Yu Þórbergsdóttir – 9 sæti – Sveigboga U18 lið (Nordic Team)
  • Freydís Jóna Jing Bergsveinsdóttir – 9 sæti – Sveigboga U21 lið (Ísland)
  • Alís Janey Elmarsdóttir – 9 sæti – Sveigboga U21 lið (Ísland)
  • Ari Björk – 9 sæti – Sveigboga U21 lið (Ísland)
  • Emma Rakel Björnsdóttir – 9 sæti – Sveigboga U16 lið (Ísland)
  • Eva Kristín Sólmundsdóttir – 9 sæti – Sveigboga U16 lið (Ísland)
  • Salka Þórhallsdóttir – 9 sæti – Sveigboga U16 lið (Ísland)
  • Nanna Líf Gautadóttir Presburg – 15 sæti – Sveigboga U18 lið (Nordic Team 3)
  • Júlía Fanney Samúelsdóttir – 17 sæti – Sveigboga U16 lið (Nordic Team 2)

Berbogi: 

  • Heba Róbertsdóttir – Silfur (2 sæti) – Berboga U21 lið (Nordic Team)
  • Kristjana Rögn Andersen – 5 sæti – Berboga U21 lið (Nordic Team)
  • Lóa Margrét Hauksdóttir – 5 sæti – Berboga U18 lið (Nordic Team)
  • Ragnheiður Íris Klein – 5 sæti – Berboga U18 lið (Nordic Team)
  • Henry Johnston – 7 sæti – Berboga U16 lið (Nordic Team)
  • Dagur Ómarsson – 9 sæti – Berboga U16 lið (Nordic Team 2)

Til skýringa: Keppendum er fyrst raðað í 3 manna lið óháð kyni eftir löndum. Þeim sem eftir standa sem er ekki mögulegt að koma fyrir í landslið eru færðir í svo kallað „Nordic pool“ og þeim er raðað í lið óháð landi (Nordic Team) til þess að tryggja að allir keppendur fái að taka þátt í liðakeppni (t.d. ef aðeins einn keppandi er í flokki frá Íslandi þá er ekki nægilegur fjöldi þátttakenda til að búa til 3 manna lið frá Íslandi, sá keppandi fer því í Nordic Pool og er raðað í lið óháð landi með öðrum sem sitja eftir þegar að búið er að skapa landsliðin).

Því miður á NUM á þessu ári fóru mótshaldarar ekki eftir reglum mótsins, og fjarlægðu niðurstöður ákveðinna keppenda í liðakeppni þvert á reglur. Þegar mótshöldurum var bent á það neituðu þeir að laga niðurstöðurnar. Úr því kom kæra frá Danmörku í samstarfi við Ísland, dómnefnd mótsins var kölluð saman sem góðkenndi að fara þyrfti eftir reglum, hagræðing niðurstaðna í þágu mótshaldara væri ekki leyfileg og laga yrði undankeppni liða áður en lengra væri haldið í liðakeppni. Þeirri niðurstöðu dómnefndar var ekki fylgt að fullu.

Íslandsmet sem slegin voru á mótinu:

  • Magnús Darri Markússon – trissubogi U15 karla undankeppni (WA) – 593 stig – Metið var áður 513
  • Magnús Darri Markússon – trissubogi U16 karla undankeppni (BFSÍ) – 593 stig – Metið var áður 513
    • Bergur Freyr Geirsson – trissubogi U16 karla undankeppni (BFSÍ) – 581 stig – Metið var áður 513 (En Magnús sló metið hærra með 593)
  • Sóldís Inga Gunnarsdóttir – trissubogi U16 kvenna undankeppni (BFSÍ) – 629 stig – Metið var áður 568
  • Magnús Darri Markússon – trissubogi U16 karla útsláttarleikur (BFSÍ) – 119 stig – Metið var áður 112
    • Bergur Freyr Geirsson – trissubogi U16 karla (BFSÍ) – 118 stig – Metið var áður 112 (En Magnús sló metið 1 stigi betur með 119)
  • Magnús Darri Markússon – trissubogi U15 karla útsláttarleikur (WA) – 119 stig – Metið var áður 112
  • Salka Þórhallsdóttir – sveigbogi U15 kvenna (WA) – 344 stig – Metið var áður 327
  • Lóa Margrét Hauksdóttir – berbogi U18 kvenna (WAN) – 517 stig – Metið var áður 483
  • Trissuboga U16 lið undankeppni – 1803 stig – Metið var áður 1647
    • Sóldís Inga Gunnarsdóttir
    • Bergur Freyr Geirsson
    • Magnús Darri Markússon
  • Trissubogi U16 lið útsláttarleikur – 215 stig – Metið var áður 185 stig
    • Sóldís Inga Gunnarsdóttir
    • Bergur Freyr Geirsson
    • Magnús Darri Markússon
    • (Þau slógu metið tæknilega séð þrisvar með 215, 205 og 200 stig í útsláttarleikjunum á NUM)
  • Trissubogi U21 lið útsláttarleikur – 217 stig – Metið var áður 207 stig
    • Ragnar Smári Jónasson
    • Freyja Dís Benediktsdóttir
    • Kaewmungkorn Yuangthong
  • Trissubogi U18 lið útsláttarleikur – 204 stig – Metið var áður 201 stig
    • Eyrún Eva Arnardóttir
    • Þórdís Unnur Bjarkadóttir
    • Eydís Elide Sartori
    • (Þau slógu metið tæknilega séð tvisvar með 204 og 203 stig í útsláttarleikjum á NUM)
  • Verðugt viðbót Eva Kristín Sólmundsdóttir var mjög stutt frá Íslandsmetinu í sveigboga U16 kvenna með 570 vs 573 núverandi met.

Mögulegt er að fleiri Íslandmet hafi verið slegin á mótinu. Við minnum keppendur og félög að tilkynna Íslandsmetin sín.

BFSÍ streymdi beint frá mótinu á Archery TV Iceland og World Archery Nordic Youtube rásirnar. En vegna sérstaklega lélegs skipulags mótsins (sem var einnig gert af Sænska skorskráningarteyminu) þá var nánast öllum sjónvörpuðum úrslitaleikjum af NUM aflýst á síðustu stundu til þess að spara tíma. Einnig er mögulegt að finna myndir af mótinu á Smugmug BFSÍ.

Ísland endaði í 4 sæti í medal standings raðað eftir heildar fjölda gull/silfur/brons verðlauna (3/3/4) sem unnust fyrir landið. En í þriðja sæti á heildarfjölda verðlauna. Sem er flott niðurstaða miðað við fjölda keppenda frá Íslandi.

Þar sem keppendur geta einnig endað í blönduðu landa liði (Nordic Team í samræmi við skýringar ofar í greininni, sem er aðeins gert á NM ungmenna og engum öðrum alþjóðlegum mótum) þá er fjöldi Íslenskra keppenda sem unnu til verðlauna á NUM fleiri (4/9/6). Þar sem að sumir unnu til sinna verðlauna með blönduðu landaliði og koma því ekki fram í listanum á myndinni fyrir ofan undir Íslandi.

Til þess að tryggja að við gefum öllum Íslensku keppendunum sem unnu til verðlauna á NM ungmenna viðeigandi umfjöllun fyrir sín afrek, listum við nöfn verðlaunahafa í liðakeppni í greinni og teljum þann fjölda, frekar en að telja liðin sem unnu til verðalauna.

Ef árangur Íslands á mótinu er metinn á skalanum 0-100 og 50 væri akkúrat sá árangur sem mætti vænta miðað við tölfræði þá væri þetta NUM í kringum 40, aðeins minni árangur en mætti vænta að meðaltali. Hér er hægt að sjá fjölda verðlauna sem Ísland hefur unnið á NM ungmenna (talið í fjölda verðlaunapeninga í samræmi texta fyrir ofan).

  • NUM 2017 og fyrr ekkert
  • NUM 2018: 2 gull, 1 silfur og 1 brons
  • NUM 2019: 2 silfur og 1 brons
  • NUM 2021: 2 gull og 2 brons
  • NUM 2023: 4 gull, 12 silfur og 15 brons
  • NUM 2024: 6 gull, 13 silfur og 4 brons
  • NUM 2025: 4 gull, 9 silfur og 6 brons

Veðrið var frábært fyrsta dag mótsins og nokkrir sem sólbrunnu, en svo var mikil rigning sem kom í hörðum dembum á laugardaginn og sunnudaginn og þó að allir hafi verið frekar blautir voru keppendur almennt ánægðir með mótið.

Mótið sjálft var í raun frábært (fyrir utan skipulag og liða skor vandamálin). Keppnisvöllurinn var vel settur upp og merktur, skotmörkin voru góð, merkingar til að komast að keppnisvellinum voru mjög góðar, maturinn var vel skipulagður og gekk merkilega hratt, baðherbergi voru næg fyrir fjöldann. Tjöld, búðir, áhorfendastandar og fleira var allt vel gert. Þannig að þó að þetta hafi verið eitt versta mót í skipulagi og skorskráningu í manna minnum var þetta með betri aðstöðum sem NUM hefur verið haldið í hingað til.

Næsta NM ungmenna verður haldið í Finnlandi 2026 og er líklegast að það verði haldið í borginni Tampere. En það er óstaðfest að svo stöddu hvar í Finnlandi það verður haldið.