Ótrúlegt gengi var hjá 8 Íslensku keppendunum á Evrópubikarmóti ungmenna í Sofia Búlgaríu 12-17 maí. 256 þátttakendur voru samtals á mótinu frá 20 Evrópuþjóðum í 3 keppnisgreinum (sveigboga, trissuboga og berboga) og tveim aldursflokkum (U18 og U21).
Ísland vann samtals þrjá Evrópubikarmeistaratitla (Gull), tvö silfur og tvö brons á Evrópubikarmóti ungmenna. Íslendingar settu eitt heimsmet, eitt Evrópumet og 10 Íslandsmet (óstaðfest heimsmet/Evrópumet en hefur verið tilkynnt til WA/WAE, staðfesting tekur venjulega viku – 20 daga).
Ótrúlegt er að allir 8 keppendur Íslands unnu til verðlauna á mótinu. Frá vinstri Baldur, Eydís, Heba, Magnús, Elísabet, Þórdís, Sóldís og Ragnar.
Ísland hefur aðeins unnið til tveggja liðaverðlauna á Evrópubikarmótum ungmenna í sögu íþróttarinnar og hefur aldrei unnið til einstaklingsverðlauna á Evrópubikarmótum.
- 2023 silfur í trissuboga kvenna U21 liðakeppni
- 2024 brons í trissuboga kvenna U21 liðakeppni
Nú á einu móti tekur Ísland 3 einstaklings verðlaun og 4 liðaverðlaun!! Stórt stökk í árangri!! Það er því vægast sagt að um ótrúlegann tímamóta árangur er að ræða og það má áætla að það verði mjög erfitt að toppa þennan árangur í náinni framtíð.
Það er of mikið sem mögulegt er að fjalla um í fréttinni enda viku löng keppni. Við reynum að stikla á stóru og fjöllum um þá þrjá sem unnu til einstaklingsverðlauna, heildarframmistöðu Íslands og samantekt á árangri mótsins.
Sýnt var beint úr úrslitaleikjunum á Youtube rás Evrópska bogfimisambandsins (World Archery Europe – WAE), en ýmis vandamál komu upp með streymið í blandaðri liðakeppni vegna vonds veðurs á liða úrslita deginum og því vantar hluta þess inn á Youtube. Vonast er til þess að gefið verði leyfi til þess að birta úrslitaleiki Íslands á Archery TV Iceland Youtube rásinni á næstu dögum. Okkur skylst að upptakan sé í lagi þó að streymið hafi klúðrast.
Evrópska Bogfimisambandið birti mjög stutta frétt um mótið sem er hægt að lesa hér https://www.archeryeurope.org/news/sofia-youth-cup-2025-the-results-of-the-first-stage/
Smá ævintýri var að koma hópnum út þar sem flugum var aflýst. En utan þess gekk mótið og ferðin í heild sinni vel, fjallað er nánar um það neðar.
Baldur Freyr Árnason v/m, Heba Róbertsdóttir h/m með gull verðlaunin sem þau unnu í einstaklings og liðakeppni. Ísland vann allann berboga flokkinn í heild sinni, 3 af 3 verðlaunum sem mögulegt er.
Baldur Freyr Árnason og Heba Róbertsdóttir unnu öll þrjú gull verðlaunin fyrir Íslands hönd í berboga, í öllum tilfellum á móti heimamönnum frá Búlgaríu sem tóku silfurverðlaunin í úrslitaleikjunum. Baldur varð Evrópubikarmeistari karla og Heba varð Evrópubikarmeistari kvenna og saman urðu þau Evrópubikarmeistarar í blandaðri liðakeppni (mixed team).
Ásamt því settu þau heimsmetið og Evrópumetið í berboga blandaðri liðakeppni U21 á mótinu (óstaðfest) og slógu landsliðsmet í berboga blandaðri liðakeppni U21 og berboga blandaðri liðakeppni meistaraflokks. Baldur sló einnig öll Íslandsmetin í berboga karla (Meistaraflokki, U21 og U18). Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland og Íslendingur vinnur Evrópubikarmót í sögu íþróttarinnar.
Gert var ráð fyrir góðu gengi hjá Baldri og Hebu, þar sem Baldur vann silfur á EM-U21 innandyra 2025 og Heba vann brons á EM-U21 innandyra 2025. Þau voru því bæði talin sigurstrangleg á Evrópubikarmótinu. En ekki var gert ráð fyrir því að þau tækju öll gullin í berboga á mótinu yfirhöfuð.
Þórdís Unnur eftir verðlauna afhendingu í einstaklingskepppni í dag. Silfur í einstaklingskeppni, silfur í liðakeppni (3kvk) og brons í blandaðri liðakeppni (1kk/1kvk). Algerlega frábær árangur, fyrstu einstaklingsverðlaun Íslands á EBU, fyrsti einstaklingur til þess að vinna fleiri en ein verðlaun á EBU
Þórdís Unnur Bjarkadóttir stóð sig langt umfram væntingar í trissuboga einstaklingskeppni U18 kvenna og var ekki langt frá því að tryggja Íslandi fjórða Evrópubikarmeistaratitilinn á mótinu.
Fyrir upphaf mótsins var hennar markmið að komast í topp 8 sem taldist mjög líkleg niðurstaða fyrir mótið. En hún vonaðist til þess að eiga góðann leik í 8 manna úrslitum komast kannski í undanúrslit og þaðan í brons úrslit mótsins, sem var draumurinn. Þórdís náði að vinna sigurstranglegri keppanda frá AIN (International Neutral Athlete líklega frá Rússlandi) í 8 manna úrslitum og annan sigurstranglegri Þýskum keppanda í undanúrslitum og vann sig óvænt upp í gull úrslitaleikinn!!! En þar mætti hún sigurstranglegri Ítölskum keppanda sem var efst í undankeppni mótsins sem tók úrslitaleikinn á móti Þórdísi, en fyrir utan eina umferð var leikurinn nánast jafn sem kom á óvart og verður spennandi að fylgjast með Þórdísí í framtíðinni.
Þórdís tók því fyrstu einstaklingsverðlaun Íslands á Evrópubikarmóti í sögu íþróttarinnar. Þó að það met hafi ekki staðið lengi þar sem að Baldur og Heba unnu sín einstaklings gull verðlaun sama dag, en úrslitaleikirnir í þeirra keppnisgreinum voru seinna um daginn. Þórdís vann einnig silfrið í trissuboga kvenna U18 liðakeppni ásamt liðsfélögum sínum Elísabet Fjólu og Sóldísi Ingu, en sterkara lið Ítalíu tók sigurinn í gull úrslitaleiknum, en leikurinn var mun jafnari vegna vondra veðuraðstæðna en fyrst var áætlað. Þórdís vann líka brons í blandaðri liðakeppni (1kk+1kvk) ásamt Magnúsi Darra í brons úrslitaleik gegn Portúgal.
Heildarfjöldi verðlauna þeirra þjóða sem unnu til verðlauna á Evrópubikarmótinu í Búlgaríu. Hvað er Ísland að gera svona hátt á þessum lista?
Ísland endaði í 3 sæti þjóða í heildarfjölda verðlauna á mótinu (medal standings, samantekt af öllum þjóðum sem unnu til verðlauna í öllum keppnisgreinum). Sem er ótrúlega hátt sæti fyrir smáþjóð. Venjan er sú að Ísland sést ekki einu sinni á töflunni yfir heildarfjölda verðlaunahafa á stórmótum, enda þarf að vinna til verðlauna til þess að komast inn á listann.
Ekki bara það að vera minnsta þjóðin sem tók þátt í mannfjölda, heldur líka með fæstann fjölda keppenda af öllum þjóðum sem unnu til verðlauna á mótinu. Aðeins helmingur þjóða sem keppti á mótinu komst yfirhöfuð á verðlaunapall í nokkurri keppnisgrein, (sem er venjulega staðan sem Ísland er í á Evrópubikarmótum). Algerlega ótrúlegt og frábærlega gert hjá Íslendingum á þessu móti. Það var mikið tekið eftir árangri Íslands meðal annarra þjóða, heimamanna og mótastarfsfólki og hrós bárustu úr öllum áttum á árangrinum.
Ragnar Smári og Eydís Elide í brons úrslitaleiknum gegn Búlgaríu í trissuboga U21. Ísland vann leikinn mjög örugglega 141-122 og tók bronsið
Lokaniðurstöður Íslensku keppendanna í einstaklingskeppni:
- Baldur Freyr Árnason – Evrópubikarmeistari (Gull) – Berbogi U21 karla (sigur í gull úrslitaleik gegn Búlgörskum keppanda)
- Heba Róbertsdóttir – Evrópubikarmeistari (Gull) – Berbogi U21 kvenna (Sigur í gull úrslitaleik gegn Búlgörskum keppanda)
- Þórdís Unnur Bjarkadóttir – Silfur – Trissuboga U18 kvenna (Tap í gull úrslitum gegn Ítölskum keppanda)
- Ragnar Smári Jónasson – 9 sæti – Trissubogi U21 karla (Sleginn út af Portúgölskum keppanda í 16 manna úrslitum)
- Magnús Darri Markússon – 9 sæti – Trissuboga U18 karla (Sleginn út af Ítölskum keppanda í 16 manna úrslitum)
- Eydís Elide Sæmundsdóttir Sartori – 9 sæti – Trissuboga U21 kvenna (Slegin út af Búlgörskum keppanda í 16 manna úrslitum)
- Elísabet Fjóla Björnsdóttir – 9 sæti – Trissuboga U18 kvenna (Slegin út af Íslenskum keppanda í 16 manna úrslitum)
- Sóldís Inga Gunnarsdóttir – 9 sæti – Trissuboga U18 kvenna (Slegin út af Ítölskum keppanda í 16 manna úrslitum)
- Baldur Freyr Árnason – 33 sæti – Sveigbogi U18 karla (Sleginn út af Rúmenskum keppanda í 48 manna leikjum)
Alltaf mikið stolt að sjá sinn fána reistann við verðlauna afhendingu. Þó að Þórdísi hafi langað mikið að heyra þann Íslenska.
Lokaniðurstöður Íslenskra liða á Evrópubikarmótinu:
- Barebow U21 mixed team – Evrópubikarmeistarar (Gull, Heba og Baldur) – Sigur í gull úrslitaleiknum gegn Búlgaríu 6-2
- Compound U18 women team – Silfur (Þórdís, Sóldís og Elísabet Fjóla) – Tap í gull úrslitaleiknum gegn Ítalíu 203-181
- Compound U18 mixed team – Brons (Magnús og Þórdís) – Sigur í brons úrslitaleiknum gegn Portúgal – 138-135
- Compound U21 mixed team – Brons (Ragnar og Eydís) – Sigur í brons úrslitaleiknum gegn Búlgaríu 141-122
Fögnuður eftir 138-135 sigur gegn Portúgal í brons úrslitum í trissuboga blandaðri liðakeppni U18. Þau eru öll mjög blaut enda ömurlegt veður á liða úrslita deginum. Frá vinstri, Gummi Guðjónsson (íþróttastjóri BFSÍ), Magnús Darri Markússon og Þórdís Unnur Bjarkadóttir.
Ýmis tímamóta árangur Íslands á Evrópubikarmóti ungmenna (EBU) í Búlgaríu:
- Mesti fjöldi verðlauna Íslands á EBU – Var áður 1 verðlaun, er núna 7 verðlaun!!!
- Fyrstu verðlaun í einstaklingskeppni á EBU – besti árangur áður var 4 sæti 2023 í Slóveníu
- Fyrstu verðlaun í liðakeppni mixed team á EBU – besti árangur Íslands áður var 4 sæti 2023 í Sviss
- Fyrstu gull verðlaun í einstaklingskeppni á EBU – besti árangur áður var 4 sæti 2023 í Slóveníu
- Fyrstu silfur verðlaun í einstaklingskeppni á EBU – besti árangur áður var 4 sæti 2023 í Slóveníu
- Fyrstu gull verðlaun í berboga karla á EBU – fyrsta sinn sem berbogi er partur af Evrópubikarmóti ungmenna
- Fyrstu gull verðlaun í berboga kvenna á EBU – fyrsta sinn sem berbogi er partur af Evrópubikarmóti ungmenna
- Fyrstu gull verðlaun í berboga mixed team á EBU – fyrsta sinn sem berbogi er partur af Evrópubikarmóti ungmenna
- Fyrstu silfur verðlaun liða í trissuboga U18 kvenna á EBU – í fyrsta sinn sem Íslands skipar U18 liði trissuboga kvenna á EBU
- Hæsta staða Íslands á Medal standings (heildarverðlaunatöflu) á EBU – Einu tvö önnur tilfellin sem Ísland hefur komist inn á fjölda verðlaunahafa listann á Evrópubikarmótum ungmenna var 11 sæti árið 2023 og 14 sæti 2024, og hæsta staða Íslands yfirhöfuð var 7 sæti á EM innandyra í febrúar 2025.
- Hæsta staða Íslands í Evrópubikarmótaröð ungmenna (mótaröðinni er ekki lokið, en þó að Ísland myndi ekki taka þátt í restinni af mótaröðinni þá væri það samt met staða Íslands út af genginu á mótinu)
- Og svo mætti lengi telja
Baldur Freyr á æfingavelli mótsins að hita upp fyrir gull útsláttarleik Evrópubikarmótsins
Met sem slegin voru á EBU
- Íslandsmet Berbogi karla meistaraflokkur – Baldur Freyr Árnason – 553 stig (metið var áður 531 stig frá árinu 2019)
- Íslandsmet Berbogi U21 karla – Baldur Freyr Árnason – 553 stig (metið var áður 511 stig)
- Íslandsmet Berbogi U18 karla – Baldur Freyr Árnason – 553 stig (metið var áður 511 stig)
- Íslandsmet Trissubogi U21 karla – Ragnar Smári Jónasson – 679 stig (metið var áður 669 stig)
- Íslandsmet Trissubogi U18 kvenna – Þórdís Unnur Bjarkadóttir – 142 stig (metið var áður 140 stig)
- Landsliðsmet í trissuboga U18 kvenna lið undankeppni – 1670 stig
- Þórdís Unnur Bjarkadóttir
- Sóldís Inga Gunnarsdóttir
- Elísabet Fjóla Björnsdóttir
- Landsliðsmet í trissuboga U18 kvenna lið útsláttarleik – 181 stig
- Þórdís Unnur Bjarkadóttir
- Sóldís Inga Gunnarsdóttir
- Elísabet Fjóla Björnsdóttir
- Landsliðsmet í trissuboga U18 mixed team útsláttarkeppni – 138 stig (metið var 137 stig frá árinu 2019)
- Þórdís Unnur Bjarkadóttir
- Magnús Darri Markússon
- Landsliðsmet í berboga Meistaraflokki mixed team undankeppni – 1046 stig
- Baldur Freyr Árnason
- Heba Róbertsdóttir
- Landsliðsmet í berboga U21 mixed team undankeppni – 1046 stig
- Baldur Freyr Árnason
- Heba Róbertsdóttir
- Evrópumet (unofficial/óstaðfest) í berboga U21 mixed team undankeppni – 1046 stig
- Baldur Freyr Árnason
- Heba Róbertsdóttir
- Heimsmet (unofficial/óstaðfest) í berboga U21 mixed team undankeppni – 1046 stig
- Baldur Freyr Árnason
- Heba Róbertsdóttir
Magnús Darri djúpt hugsi í undankeppni mótsins. Magnús var næst yngsti keppandi á mótinu en hann varð 14 ára í janúar.
Ýmislegt um mótið og keppendur Íslands:
Ferðin til Búlgaríu var fjörug og byrjaði á því að flug hópsins frá Keflavík til Vínarborgar um miðnætti 9-10 maí var aflýst. Ástæðan var að flugmennirnir gátu ekki lent í Keflavík út af vindi. Eftir tvær lendingar tilraunir í KEF þurftu þeir að diverta til Egilstaða vara flugvallar þeirra.
Flugin voru endurbókuð fljótt og Íslenski hópurinn settur á Hotel Cabin í Borgartúni til þess að gista nóttina. Semsagt meirihluti hópsins var lengra frá Búlgaríu eftir fyrstu 12 tíma ferðalagsins en þeir voru áður en þeir lögðu af stað upprunalega að heiman. Mögulegt var að koma hópnum í 10:30 flug frá Icelandair út til Amsterdam, þaðan til Vínarborgar og þaðan til Búlgaríu. Smá ping-pong um flugvelli í Evrópu til þess að komast til Búlgaríu í tæka tíð fyrir mótið, en það heppnaðist.
Vert er að nefna að Austrian Air (sem upprunalega bókunin var hjá) stóðu sig með prýði að við að finna leið fyrir hópinn til þess að komast í tæka tíð til Búlgaríu og voru snöggir að finna lausn. Að sögn íþróttastjóra BFSÍ besta upplifun sem hann hefur lent í tengt aflýsingu/endurbókun flugs til dags. (Icelandair/Turkish air í öðru sæti vegna EM 2023 sem var aflýst vegna nátttúruhamfara í Tyrklandi og Lufthansa 2019 í þriðja sæti vegna gjaldþrots Adria Airways samstarfs flugfélags þess á leið á EM 2019 í Slóveníu).
Trissuboga U18 kvenna liðið með silfrið, eftir að vera búnar að þurrka sig eftir helli dembuna Frá vinstri Elísabet Fjóla, Þórdís Unnur og Sóldís Inga.
Veðrið í Búlgaríu var almennt mjög gott meirihluta tímans. Sjaldan vindur og flesta daga nánast þægilegt innandyra veður, en bara utandyra, þó að nokkrir hafi sólbrunnið. En hörmulegt veður var liða úrslita daginn, mikil rigning, kalt og vindur. Hópurinn var mjög almennt ánægður með ferðina og sína frammstöðu sem var umfram allar vonir. En eins og eðlilegt og algengt er þegar mikil spenna er og mikið í húfi þá brjóta tilfinningar keppenda oft upp á yfirborðið hvort sem það er í sigri eða tapi.
Elísabet Fjóla og Sóldís Inga í búnaðarskoðun á fyrsta degi viku langs móts.
Ísland tók fyrst þátt á Evrópubikarmóti ungmenna árið 2018 og svo ekki aftur fyrr en árið 2022 (Covid hafði einhver áhrif á það 2020, 2021 og 2022). Síðan 2023 hefur Ísland tekið þátt á öllum Evrópubikarmótum ungmenna og þátttaka og árangur verið að stig magnast í takt.
Af 8 keppendum Íslands á Evrópubikarmótinu voru 6 af 8 að keppa á sínu fyrst Evrópubikarmóti ungmenna en 7 af 8 höfðu fyrri reynslu af Evrópumeistaramótum.
Þórdís og Ragnar voru einu reynsluboltarnir á EBU í hópnum. En þau kepptu á Evrópubikarmótaröð ungmenna 2023 og 2024. Þórdís endaði í 8 sæti mótaraðarinnar í heild sinni 2024 og í 6 sæti 2023 í U21 flokki (til að fylla í lið, en var að keppa í U18 flokki í ár). Þórdís var í U21 liðinu sem vann einu tvö verðlaun sem Ísland hefur unnið á Evrópubikarmótum ungmenna í fortíðinni, og bætti við safnið 3 verðlaunum í viðbót. Ragnar hefur einnig náð góðum árangri á EBU og var í 4 sæti EBU mótaraðarinnar 2023 og í 16 sæti 2024 og hefur keppt um brons verðlaun í mixed team liðakeppni á Evrópubikarmótum fortíðar. Hann var einnig í 7 sæti trissuboga U21 karla á EM innandyra og tók silfur með berboga U21 liðinu.
Urðum að ná einni nærmynd af Baldri og Hebu á pallinum með bæði gull verðlaunin. Number 1
Þórdís, Eydís og Sóldís settu heimsmetið og Evrópumetið í trissuboga kvenna U18 útsláttarleik liða á EM innandyra 2025. Þórdís, Sóldís og Elísabet Fjóla voru svo í trissuboga U18 liðinu sem tóku silfrið á móti Ítalíu í úrslitum EBU núna. Eydís keppti í U21 flokki til að vera með í U21 mixed team með reynsluboltanum Ragnari sem heppnaðist vel þar sem þau unnu bronsið á móti Portúgal í trissuboga U21 mixed team.
Sóldís, Eydís og Magnús voru að taka þátt í sínu fyrsta Evrópubikarmóti ungmenna, en hafa keppt áður á Evrópumeistaramótum innandyra. Elísabet Fjóla var að taka þátt í sínu fyrst stórmóti ungmenna. Heba og Baldur voru einnig að taka þátt í sínu fyrst Evrópubikarmóti (þar sem berbogi er ný keppnisgrein á EBU) en þau hafa bæði unnið til verðlauna á síðustu tveim EM U21 innandyra í berboga (2024 og 2025)
Þetta var fyrsta sinn á Evrópubikarmóti ungmenna þar sem mögulegt var að keppa í berboga keppnisgreinni. Hver þjóð má nú senda eitt blandað lið (mixed team 1 kk og 1 kvk) á Evrópubikarmót ungmenna ásamt því að keppt er í einstaklingskeppni karla og kvenna. Viðbót berboga á Evrópubikarmótum ungmenna kom til vegna tillögu íþróttastjóra BFSÍ til Evrópska Bogfimisambandsins um mitt ár 2024 og World Archery Europe samþykkti á fundi í nóvember 2024. En íþróttastjóri BFSÍ hefur unnið að viðbót berboga á Evrópubikarmótin frá árinu 2022. Í Evrópu eru Ítalía og Svíþjóð almennt álitnar sterkustu þjóðir í berboga, en útlit er fyrir að Íslands sé að skríða upp listann.
Heba Róbertsdóttir á skotlínu á meðan Baldur Freyr Árnason gefur þjálfaranum fimmu. Íslendingar í gull úrslitaleik mótsins í liðakeppni, sem Ísland vann 6-2 gegn Búlgaríu. Þetta er í fyrsta sinn sem keppt er í berboga á Evrópubikarmótum og Ísland vann því fyrsta Evrópubikarmeistara titil karla, fyrsta Evrópubikarmeistarartitil kvenna og fyrsta Evrópubikarmeistaratitilinn í liða í sögu íþróttarinnar.
Evrópubikarmótið í Búlgaríu er einnig hluti af Evrópubikarmótaröð ungmenna. Sem samanstendur af tveim mótum árlega og mótið í Búlgaríu var fyrra mótið í mótaröðinni.
Ísland er í 3 sæti mótaraðarinnar sem stendur sem er ótrúlegur árangur. Stig í mótaröðinni byggjast á árangri liða í undankeppni Evrópubikarmótanna, hærra sæti í undankeppni Evrópubikarmóts gefur hærri stig í mótaröðinni.
Seinna mótið verður haldið í júlí í Slóveníu. En miðað við niðurstöður Íslands í fyrra móti mótaraðarinnar (sem sjá má á myndinni fyrir neðan) þá mun Ísland vafalaust ná besta árangri sínum í lokaniðurstöðum mótaraðarinnar í ranking landa (European Youth Cup Final Ranking). Óháð því hvernig gengur á seinna Evrópubikarmótinu í Slóveníu. En við vonum að sjálfsögðu góðu gengi Íslensku keppendanna á EBU í Slóveníu líka eins og var á Evrópubikarmótinu í Búlgaríu, en það verður erfitt að toppa þessar niðurstöður 😊
Frekari upplýsingar er hægt að finna í fréttum á archery.is fréttamiðlinum. Þar sem skrifaðar verða fréttir um hvern og einn þátttakanda Íslands á mótinu og nánar um þeirra árangur, þar sem að erfitt er að fara náið í allt í einni stórri frétt og aðeins verið að stikla á stóru í þessari frétt.
ÁFRAM ÍSLAND!!!! GO TEAM ICELAND!!!!
You must be logged in to post a comment.