Íslandsmeistaramótið innandyra í berboga og langboga/hefðbundnum bogum, var að ljúka í dag í Bogfimisetrinu og margt um spennandi úrslitaleiki sem enduðu oft á óvæntum sigurvegurum.
Mjög góð þátttaka var á mótinu og jafnmargar skráningar voru í berboga og langboga/hefðbundnumbogum, sem sýnir að það er greinlega mikill áhugi fyrir þátttöku í gamal dags bogategundum.
Fyrstu Íslandsmeistaratitlar voru veittir í meistaraflokki í langboga/hefðbundnum bogum. En þeim bogaflokki var bætt við í regluverk BFSÍ seinni hluta ársins 2024 og er þetta því fyrsta Íslandsmeistaramót þar sem keppt er um formlegann titil í meistaraflokki í greininni.
Endurvakning Langbogafélagsins Freyju gengur vel og félagið með meira en 30% keppenda á mótinu, enda hefðbundnir bogar þeirra sérsvið. Það sást vel þar sem að félagið tók 75% af verðlaunapeningum í langboga/hefðbundnumbogum (Gull, silfur og brons samanlagt) og ÍF Freyja tóku fyrsta sætið á mótinu í heildar verðlaunatölu. ÍF Akur endaði í öðru sæti í heildar verðlaunatölu.
BF Boginn tók óvæntan sigur á medal standings með 3 af 8 gull verðlaunum á mótinu, en Akur og Freyja voru talin líklegri til þess að toppa listann á þessu móti.
Allir langbogatitlarnir voru nýjir og því allir að hreppa þá í fyrsta sinn, en tveir nýjir tóku sína fyrstu Íslandsmeistaratitla í meistaraflokki berboga og yfirhöfuð Sölvi BFB og Helgi ÍFA. Guðbjörg BFHH varði titil sinn í berboga kvenna frá síðasta ári og eftir því sem best er vitað vann SkotÍs sinn fyrsta „flottari“ verðlaunapening sem veittir eru í meistaraflokkum á ÍM af BFSÍ þegar Kristjana Rögn tók bronsið í berboga kvenna.
ÍF Akur og LF Freyja slógu tvö Íslandsmet hvort og BF Boginn eitt á mótinu.
Íslandsmeistarar í meistaraflokki einstaklinga urðu:
- Langbogi karla – Sveinn Sveinbjörnsson – BFB Kópavogi
- Langbogi kvenna – Margrét Lilja Guðmundsdóttir – LFF Reykjavík
- Langbogi (óháð kyni) – Sveinn Sveinbjörnsson – BFB Kópavogi
- Berbogi karla – Sölvi Óskarsson – BFB Kópavogi
- Berbogi kvenna – Guðbjörg Reynisdóttir – BFHH Hafnarfjörður
- Berbogi (óháð kyni) – Helgi Már Hafþórsson – ÍF Akur Akureyri
Íslandsmeistaratitlar í meistaraflokki félagsliðakeppni hrepptu:
- Langboga félagsliðakeppni – LF Freyja Reykjavík
- Margrét Lilja Guðmundsdóttir
- Haukur Hallsteinsson
- Guðmundur Ingi Pétursson
- Berboga félagsliðakeppni – ÍF Akur Akureyri
- Valgeir Árnason
- Helgi Már Hafþórsson
- Izaar Arnar Þorsteinsson
Íslandsmet sem slegin voru á mótinu:
- Izaar Arnar Þorsteinsson – ÍF Akur – Berboga karla meistaraflokkur – 510 stig (metið var áður 508 stig)
- Margrét Lilja Guðmundsdóttir – LF Freyja – Langboga kvenna meistaraflokkur – 474 stig (metið var áður 454 stig)
- Ragnar Smári Jónasson – BF Boginn – Berboga karla U21 – 462 stig (metið var áður 375 stig)
- LF Freyja – Langboga félagsliðakeppni meistaraflokkur – 1462 stig
- Margrét Lilja Guðmundsdóttir
- Haukur Hallsteinsson
- Guðmundur Ingi Pétursson
- ÍF Akur – Berboga félagsliðakeppni meistaraflokkur – 1469 stig (metið var áður 1404 stig)
- Valgeir Árnason
- Helgi Már Hafþórsson
- Izaar Arnar Þorsteinsson
ÍM í berboga og langboga var haldið í Bogfimisetrinu sunnudaginn 13 apríl 2025.
Keppt er um 4 Íslandsmeistaratitla í hverri íþróttagrein (bogaflokki)
- Einstaklings karla
- Einstaklings kvenna
- Einstaklings (óháð kyni)
- Félagsliða (óháð kyni)
Mögulegt er að finna frekari upplýsingar hér:
- Streymi undankeppni https://www.youtube.com/watch?v=kP_VWnYiXOk
- Streymi gull úrslitaleikir https://www.youtube.com/watch?v=9LYdPXf_IrU
- Niðurstöður https://www.ianseo.net/Details.php?toId=21365
- Myndir https://bogfimi.smugmug.com/