You are currently viewing Íslandsmót U16 – 13 titlar 6 met og 1 afmæli

Íslandsmót U16 – 13 titlar 6 met og 1 afmæli

Íslandsmót U16 innandyra 2025 (ÍM-I-U16) var haldið í Bogfimisetrinu í dag og var gaman. Það er alltaf gaman að sjá fleiri ný andlit bætast við á hverju ári í staðin fyrir þá sem halda í eldri flokka.

Boginn í Kópavogi (9 titlar), Akur á Akureyri (3 titlar) og SkotÍs á Ísafirði með (1 titill) tóku 13 titlana sem voru veittir á mótinu. Boginn voru með yfirburði á verðlaunatölu líka (17 samtals), eins og við var að búast þar sem félagið er stærsta félag á Norðurlöndum. En Akur og Afturelding á Reykhólum sýndu einnig sterka frammistöðu jöfn í öðru sæti á heildarverðlaunatölu bæði með 5 verðlaun hvort. Frekar flott hjá Reykhólamönnum, Reykhólar er þorp með 108 íbúum og samtals 246 íbúar í öllum hreppnum, sem er ansi mikið minna en í byggðum annarra íþróttafélaga sem voru að keppa. Ísland keppir alltaf á höfðatölu við önnur lönd, Reykhólar sigra höfðatölu höfðatalnanna.

Boginn sló 6 af 7 Íslandsmetum sem vitað er til að voru slegin á mótinu og Akur tók það sjöunda.

24 keppendur úr 6 félögum tóku þátt. Berboga flokkurinn var stærstur með 10 keppendur.

Manuel Arnar Logi Ragnarsson úr Skaust átti afmæli á deginum, Ragnar pabbi hans kom með köku og allir á staðnum sungu afmælissönginn í hléinu milli undankeppni og útsláttarleikja og fengu smá sykur b0ost fyrir langann keppnisdag.

Íslandsmeistarar í einstaklingskeppni U16:

  • Sveigboga U16 kvenna – Eva Kristín Sólmundsdóttir – ÍFA Akureyri
  • Sveigbogi U16 (óháð kyni) – Eva Kristín Sólmundsdóttir – ÍFA Akureyri
  • Trissubogi U16 karla – Magnús Darri Markússon – BFB Kópavogur
  • Trissubogi U16 kvenna – Sóldís Inga Gunnarsdóttir – BFB Kópavogur
  • Trissubogi U16 (óháð kyni) – Magnús Darri Markússon – BFB Kópavogur
  • Berbogi U16 karla – Henry Snæbjörn Johnston – BFB Kópavogur
  • Berbogi U16 kvenna – Julia Galinska – SFÍ Ísafjörður
  • Berbogi U16 (óháð kyni) – Henry Snæbjörn Johnston – BFB Kópavogur
  • Langboga U16 kvenna – Vala Lovísa Andersen Daníelsdóttir – BFB Kópavogur
  • Langboga U16 (óháð kyni) – Vala Lovísa Andersen Daníelsdóttir – BFB Kópavogur

Mögulegt er að finna lista af öllum verðlaunahöfum á þessum hlekk hér 

Íslandsmeistarar í félagsliðakeppni U16:

  • Sveigboga félagsliðakeppni U16 – ÍF Akur Akureyri
    • Emma Rakel Björnsdóttir
    • Eva Kristín Sólmundsdóttir
  • Trissuboga félagsliðakeppni U16 – BF Boginn Kópavogi
    • Magnús Darri Markússon
    • Sóldís Inga Gunnarsdóttir
  • Berboga félagsliðakeppni U16 – BF Boginn Kópavogi
    • Henry Snæbjörn Johnston
    • Húni Georg Douglas Valgeirsson

Íslandsmet sem slegin voru á ÍM U16:

  • Sveigboga félagsliðakeppni U16 – ÍF Akur – 1089 stig (metið var 919)
    • Emma Rakel Björnsdóttir
    • Eva Kristín Sólmundsdóttir
  • Trissuboga félagsliðakeppni U16 – BF Boginn – 1135 stig (metið var 1124)
    • Sóldís Inga Gunnarsdóttir
    • Magnús Darri Markússon
  • Vala Lovísa Andersen Daníelsdóttir – BF Boginn – Langboga U16 – 306 stig (metið var 90)
  • Vala Lovísa Andersen Daníelsdóttir – BF Boginn – Langboga U18 – 306 stig (metið var 90)
  • Vala Lovísa Andersen Daníelsdóttir – BF Boginn – Langboga U21 – 306 stig (metið var 90)
  • Magnús Darri Markússon – BF Boginn – Trissuboga U16 útsláttarkeppni – 146 stig (metið var 142 og Magnús sló það í raun tvisvar á mótinu með skorið 143 og 146 þó að það telist aðeins sem eitt met þar sem þau eru slegin á sama degi, hann jafnaði það líka með 142 í öðrum leik)

Heildar niðurstöður mótsins er mögulegt að finna hér: https://www.ianseo.net/Details.php?toId=21364 og sýnt var beint frá gull úrslitaleikjum mótsins á Archery TV Iceland rásinni https://www.youtube.com/@ArcheryTVIceland/streams

Nokkrir áttu sinn best dag og slógu personal best og við erum gífurlega stolt af öllum sem höfðu kjarkinn til þess að taka þátt og höfðu gaman af. Það byrjar enginn á toppnum, þeir sem æfa mest og endast lengst í íþróttinni enda alltaf á því að vera með þeim bestu.

Næst á dagskrá hjá BFSÍ er Íslandsmeistaramót í berboga og langboga/hefbundnum bogum á sunnudaginn 12 apríl.