You are currently viewing Spennandi ÍM-U21 og ÍM-U18 um helgina

Spennandi ÍM-U21 og ÍM-U18 um helgina

Íslandsmót U18 og U21 voru haldin síðustu helgi. Íslandsmót U18 innandyra 2025 var haldið laugardaginn 8 mars og Íslandsmót U21 innandyra var haldið 9 mars.

Margir bráðabanar og ýmis atriði sem gerðust sem gáfu lýsendum í úrslitaleikjunum spennuáfall þó að keppendurnir væru sultuslakir.

Bogfimifélagið Boginn í Kópavogi og Íþróttafélagið Akur á Akureyri unnu alla Íslandsmeistaratitla U18 og U21 á mótunum.

BF Boginn sýndi yfirburðar frammistöðu á báðum mótum og vann 23 af 26 Íslandsmeistaratitlum á mótunum (5 af 6 félagsliðatitlum og 18 af 20 einstaklingstitlum). Ásamt því að slá 8 af 8 Íslandsmetum sem slegin voru á mótunum.

Íþróttafélagið Akur tók þrjá titla, 2 einstaklingstitla og 1 félagsliðatitil.

Afturelding á Reykhólum tóku eitt silfur og 2 brons. En félagið vann sína fyrstu Íslandsmeistaratitla í 100 ára sögu félagsins á 100 ára afmæli félagsins á síðasta ári. Að vísu var sá titill í U16 flokki þannig að félagið getur en endurtekið leikinn á Íslandsmóti U16 í apríl.

BF Hrói Höttur í Hafnarfirði tók 2 silfur og 1 brons og Jóhannes á líklega skot ársins í gull úrslitaleik U21 trissuboga karla á síðustu sekúndunni.

Keppt er um titla í kvenna, karla og óháð kyni. Allir keppa í óháð kyni og þar voru stelpurnar sterkari og tóku 5 af 7 Íslandsmeistaratitlum óháð kyni. Íslensku stelpurnar eru sterkar.

Úrslitunum var streymt beint í á Archery TV Iceland Youtube rásinni 

Íslandsmeistaratitlar í einstaklingskeppni U18:

  • Sveigbogi U18 karla: Baldur Freyr Árnason BFB
  • Sveigbogi U18 kvenna: Anna Guðrún Yu Þórbergsdóttir BFB
  • Sveigbogi U18 (óháð kyni): Anna Guðrún Yu Þórbergsdóttir BFB
  • Trissubogi U18 karla: Magnús Darri Markússon BFB
  • Trissubogi U18 kvenna: Þórdís Unnur Bjarkadóttir BFB
  • Trissubogi U18 (óháð kyni): Þórdís Unnur Bjarkadóttir BFB
  • Berbogi U18 karla: Henry Johnston BFB
  • Berbogi U18 kvenna: Lóa Margrét Hauksdóttir BFB
  • Berbogi U18 (óháð kyni): Lóa Margrét Hauksdóttir BFB
  • Langbogi U18 karla: Patrek Hall Einarsson BFB
  • Langbogi U18 (óháð kyni): Patrek Hall Einarsson BFB

Íslandsmeistaratitlar í einstaklingskeppni U21:

  • Sveigbogi U21 karla: Ari Emin Björk ÍFA
  • Sveigbogi U21 kvenna: Anna Guðrún Yu Þórbergsdóttir BFB
  • Sveigbogi U21 (óháð kyni): Ari Emin Björk ÍFA
  • Trissubogi U21 karla: Ragnar Smári Jónasson BFB
  • Trissubogi U21 kvenna: Freyja Dís Benediktsdóttir BFB
  • Trissubogi U21 (óháð kyni): Þórdís Unnur Bjarkadóttir BFB
  • Berbogi U21 karla: Henry Johnston BFB
  • Berbogi U21 kvenna: Heba Róbertsdóttir BFB
  • Berbogi U21 (óháð kyni): Heba Róbertsdóttir BFB

Íslandsmeistarar í félagsliðakeppni um helgina:

  • Sveigbogi U21 félagslið: ÍF Akur (Ari/Eva)
  • Trissubogi U21 félagslið: BF Boginn (Ragnar/Þórdís)
  • Berbogi U21 félagslið: BF Boginn (Heba/Henry)
  • Sveigbogi U18 félagslið: BF Boginn (Anna/Baldur)
  • Trissubogi U18 félagslið: BF Boginn (Þórdís/Magnús)
  • Berbogi U18 félagslið: BF Boginn (Lóa/Henry)

Íslandsmet sem slegin voru á mótunum:

  • Sveigbogi U21 félagslið – BF Boginn (Baldur/Anna) 1122 stig (var áður 1062 stig)
  • Trissubogi U21 félagslið undankeppni – BF Boginn (Ragnar/Freyja/Þórdís) 1130 stig (var 1129 stig áður)
  • Trissubogi U21 félagslið útsláttarleik – BF Boginn (Ragnar/Þórdís) 151 stig (var 150 stig áður)
  • Trissubogi U18 félagslið undankeppni – BF Boginn 1148 stig (Þórdís/Magnús)
  • Berbogi U21 félagslið 754 stig (Heba/Henry)
  • Langbogi U21 karla einstaklinga – Patrek Hall Einarsson BFB 375 stig
  • Sveigbogi U18 karla einstaklinga – Baldur Freyr Árnason BFB 575 stig (var áður 537 stig áður)
  • Trissubogi U15WA karla einstaklinga útsláttarleikur – Magnús Darri Markússon BFB 119 stig (var áður 112 stig)

Flott frammistaða hjá öllum sem tóku þátt og frábært að sjá góða þátttöku á mótunum. Samtals voru 38 skráningar á Íslandsmótin í U18 og U21.

Til að gefa samanburð þá er landsmeistaramót ungmenna í Austurríki og Svíþjóðar næstu helgi þar sem eru 47 skráðir til keppni í öllum ungmennaflokkum í Austurríki (frá U8 upp í U21 flokka) og í Svíþjóð eru 166 skráðir til keppni í U13 til U21 flokkum. Í báðum tilfellum um 10 millljón manna þjóðir með mikla reynslu og sögu í íþróttinni.

Vöxtur íþróttarinnar á Íslandi hefur gengið vel og það sést greinilega á tölfræðinni og þátttökunni.

Næstu Íslandsmeistaramót eru ÍM í trissuboga og í sveigboga meistaraflokki 22-23 mars. ÍM í berboga og langboga meistaraflokki og ÍM U16 verða svo 12-13 apríl.

https://mot.bogfimi.is/