Bikarmótaröð BFSÍ innandyra var að ljúka um helgina með síðasta Bikarmóti tímabilsins.
Eftirfarandi urðu Íslandsbikarmeistararar 2025 (2024-2025 tímabilið).
Sveigbogameistari 2025:
Valgerður Hjaltested í Boganum
Topp tveir í sveigboga voru Vala 1096 stig og Anna Yu 1075 stig. Það er ekki mikill munur en nokkuð öruggur sigur í vetur hjá Valgerði í flokknum.
Trissubogameistari 2025:
Ragnar Smári Jónasson í Boganum
Mjög hörð samkeppni var í trissuboga þar sem að Anna og Ragnar voru jöfn á stigum fyrir lokamótið. En Ragnar tryggði sér sigurinn með nýju Íslandsmet í U21 flokki á lokamótinu 582 stig. Ragnar með 1152 stig og Anna með 1138 stig í mótaröðinni.
Berbogameistari 2025:
Izaar Arnar Þorsteinsson í Akur
Izaar og Guðbjörg tóku topp 2 sætin í mótaröðinni í berboga og mátti ekki miklu muna, Izaar með 985 stig og Guðbjörg með 975
Langbogameistari 2025:
Jonas Björk í Akur
Þetta er í fyrsta sinn sem er veittur titill í langboga/hefðbundnum bogum. En keppnisgreininni var bætt við fyrir upphafi tímabilsins 2024. Jonas tók þar öruggann sigur með 1076 stig yfir Hauk í öðru sæti með 999 stig.
Þetta var í fyrsta sinn sem Izaar, Jonas og Ragnar unnu Bikarmeistaratitil í sínum keppnisgreinum. Valgerður varð Bikarmeistari innandyra í fyrsta sinn, en hún hafði einu sinni verið Bikarmeistari utandyra 2023.
Bikarmót og Bikarmótaröð BFSÍ eru kynlaus og því aðeins einn sem getur staðið uppi sem sigurvegari í hverjum bogaflokki. Sigurvegari mótaraðarinnar í hverjum bogaflokki vann 50.000.kr styrk upp í íþróttalegan kostnað.