BFSÍ veitir árlega titla til þeirra sem hafa staðið sig best í sínum keppnisgreinum. Hér er listi yfir þá sem hrepptu titlana 2024 ásamt stuttum upplýsingum um hvern og einn. Nánari fréttir verða birtar á archery.is síðar um hvern og einn íþróttamann.
Sveigbogamaður árins: Ragnar Þór Hafsteinsson BFB Kópavogur
Ragnar Þór átti flott ár og tók bæði Íslandsmeistaratitil karla utandyra og innandyra í einstaklingskeppni í greininni. Hann vann einnig Íslandsmeistaratitilinn með félagsliði sínu innandyra og utandyra, og sló Íslandsmetið í undankeppni með félagsliði sínu á báðum mótum. Ragnar var einnig efstur karla í sveigboga í keppni óháð kyni. Ragnar var í hléi frá íþróttinni um skeið m.a. vegna barneigna og vinnu, en er að snúa aftur.
Þetta er í fyrsta sinn sem Ragnar hreppir titilinn sveigbogamaður ársins af BFSÍ.
Sveigbogakona ársins: Marín Aníta Hilmarsdóttir BFB Kópavogur
Marín Aníta átti magnað ár, hún vann Norðurlandameistaratitilinn í U21 flokki á NM ungmenna í Danmörku og keppti um brons á EM í liðakeppni í Króatíu í febrúar. Hún vann Íslandsmeistaratitilinn utandyra og skoraði hæsta skor ársins í sveigbogaflokki bæði innandyra og utandyra. Ásamt því átti hún góða frammistöðu í Evrópubikarmótaröð ungmenna og stóð sig í raun bara flott í öllum innlendum og erlendum mótum.
Þetta er í fimmta árið í röð sem Marín er valin sveigbogakona ársins af BFSÍ.
Trissubogamaður ársins: Alfreð Birgisson ÍFA Akureyri
Alfreð Birgisson var með fullt húsi af árangri innanlands á árinu. Alfreð vann bæði Íslandsmeistaratitil karla innandyra og utandyra, ásamt því að vera bikarmeistari innandyra og utandyra. Hann var leiddi undankeppni allra Íslandsmeistaramóta og Bikarmótaraðar BFSÍ í trissuboga. Yngri kynslóðin veitti honum mótspyrnu í keppni óháð kyni, en Alfreð ætlar sér ekki að sleppa titlinum. Alþjóðlega gekk honum einnig vel, á EM inni náði hann 6 sæti í liða og 17 sæti í einstaklings og á EM úti náði hann 17 sæti í liða og 33 sæti í einstaklings.
Þetta er þriðja árið í röð sem Alfreð er valinn trissubogamaður ársins af BFSÍ.
Trissubogakona ársins: Þórdís Unnur Bjarkadóttir BFB Kópavogur
Þórdís átti frábært ár í alþjóðlegri keppni. Hún var meðal 8 efstu í Evrópubikarmótaröð U21 sem gerir hana eina af 8 efnilegustu í Evrópu. Á NM ungmenna vann hún silfur í einstaklings og liðakeppni. Þórdís náði í nóvember 6 sæti á World Series U21 í Lausanne. Hún endaði í 9 sæti á EM U21 inni og 17 sæti á EM U21 úti, og var í 5 og 6 sæti í liða á mótunum. Þórdís endaði einnig í 9 sæti á EM utandyra með meistaraflokks liðinu. Hún vann einnig til verðlauna á nokkrum öðrum landsliðsverkefnum t.d. Evrópubikarmóti ungmenna og Bulgarian Open.
Þetta er í fyrsta sinn sem Þórdís er valin trissubogakona ársins. Þórdís er 16 ára sem gerir hana yngstu konu sem hefur hreppt titilinn í sinni keppnisgrein.
Berbogamaður ársins: Baldur Freyr Árnason BFB Kópavogur
Baldur Freyr átti frábært ár. Hann vann fyrstu einstaklings brons verðlaun Íslands á EM U21 á árinu, ásamt því að vinna fyrstu gull verðlaun Íslands á EM U21 með berboga karla U21 liðinu. Baldur vann bæði Norðurlandameistaratitlinn í einstaklingskeppni og liðakeppni í U18 flokki af miklu öryggi. Baldur sló Íslandsmetið í meistaraflokki sem hefur staðið frá síðasta áratug og sló 8 önnur Íslandsmet á árinu í U18 og U21 flokki.
Þetta er í fyrsta sinn sem Baldur er valinn berbogamaður ársins. Baldur er 16 ára sem gerir hann yngsta karl sem hefur hreppt titilinn í sinni keppnisgrein.
Berbogakona ársins: Guðbjörg Reynisdóttir BFHH Hafnarfjörður
Guðbjörg skilaði sterkum niðurstöður á árinu, hún keppti um bronsið á EM í Króatíu í liðakeppni á árinu og endaði í 6 sæti í einstaklingskeppni. Guðbjörg vann Íslandsmeistaratitil kvenna bæði innandyra og utandyra og varð Bikarmeistari innandyra. Guðbjörg sló einnig Íslandsmetið í berboga kvenna meistaraflokki.
Þetta er í fimmta árið í röð sem Guðbjörg er valin berbogakona ársins af BFSÍ.
Annað
Verðlaunagripurinn fyrir bogfimifólk ársins verður veittur á úrslitamóti Bikarmótaraðar BFSÍ í janúar.
Áhugaverðir punktar um bogfimifólk ársins 2024
- 50% eru að verja titil sinn frá fyrra ári og 50% eru að vinna titilinn í fyrsta sinn
- 2 af 6 hafa unnið titilinn í sinni grein öll ár frá því að verðlaunagripurinn var fyrst afhentur 2020
- 3 af 6 eru undir 21 árs (U21), einn er milli 20-30 ára, einn er milli 30-40 ára og einn 40-50 ára, sem sýnir að yngri kynslóðin leiðir íþróttina.
- 2 af 6 eru 16 ára, sem gerir þau að yngsta íþróttafólkinu sem unnið hefur titilinn í sögu íþróttarinnar
Árið 2025 verða veittar viðurkenningar fyrir Langbogamann og Langbogakonu ársins. Þar sem að langboga var bætt við sem formlegri keppnisgrein á Íslandsmeistaramótum frá og með árinu 2025.
Íþróttafólk ársins óháð keppnisgrein verður tilkynnt síðar. Þar sem að þetta er efsta fólkið í sinni keppnisgrein, eru miklar líkur á því að einhver af þeim verði tilnefnd af BFSÍ sem íþróttamaður og íþróttakona ársins.
BFSÍ óskar öllum þeim sem hrepptu titlana til hamningju með árangurinn.
You must be logged in to post a comment.