Fyrsta mót Indoor World Series (IWS) mótaraðarinnar var haldið 1-3 nóvember í Lausanne Sviss. Þórdís Unnur Bjarkadóttir og Freyja Dís Benediktsdóttir stóðu sig flott á mótinu, þær eru báðar úr BFB í Kópavogi og báðar voru að keppa í trissuboga U21 kvenna.
Þórdís Unnur stóð sig mjög vel í undankeppni mótsins þar sem hún endaði í 6 sæti með 569 stig og komst því áfram í 8 manna úrslit mótsins. Í fyrsta leik útsláttarkeppni endaði Þórdís á móti Emma Zvart frá Hollandi. Leikurinn var mjög jafn en endaði með 138-139 sigri þeirrar Hollensku og Þórdís því slegin út og endaði í 6 sæti í loka niðurstöðum mótsins. Flottur árangur á hennar fyrsta heimsbikarmóti.
Freyja Dís sýndi frábæra frammistöðu á World Series mótinu í fyrra þar sem hún tók silfur. En á þessu ári endaði Freyja í 9 sæti í undankeppni mótsins og rétt missti hún af því að komast 8 manna úrslit. Freyja stóð sig samt vel í undankeppni mótsins og það munaði aðeins 2 stigum 559 á móti 561 stig að hún hefði komist í topp 8. Það kom þó ekki að mikilli sök þar sem að Freyja sigraði auka keppnina (second chance tournament) auðveldlega. Eftir því sem er best vitað er þetta í fyrsta sinn sem Íslendingur vinnur „secondary tournament“ á World Series móti.
Vegna fjölda keppenda á World Series mótum þá er almennt eitthvað form af auka keppni „secondary tournament“, þar sem að þeir sem komast ekki áfram eftir undankeppni mótsins keppa um einhvers konar verðlaun t.d. búnað eða annað. Þar sem að allt mótið fer fram á einni helgi, í stað heillar viku eins og venjulega, þá þarf að þjappa skipulaginu saman svo að allt komist fyrir tímanlega. Það er meðal annars gert með því að fækka fjölda þeirra sem komast áfram eftir undankeppni.
Þórdís er í 6 sæti Elite U21 ranking heimslista mótaraðarinnar og Freyja í 9 sæti sem stendur. En endanleg niðurstaða mótaraðarinnar verður ekki ljós fyrr en í febrúar.
https://www.worldarchery.sport/events/indoor/elite-ranking?category=Compound%20Under%2021%20Women
Fyrir þá sem þekkja ekki til. World Series mótaröðin hét áður World Cup. Nafninu var breytt 2019 þar sem að HM innandyra var að mestu sameinað við innandyra mótaröðina. Einnig til þess að gera greinilegri mun á milli utandyra og innandyra mótaraða World Archery. Innandyra=World Series , utandyra=World Cup. World Series Champion er því æðsti titill í innandyra markbogfimi í dag.
Næsta mót í mótaröðinni er í Strassen Lúxemborg 15-17 nóvember þar sem að fjórir Íslendingar munu keppa.
- Freyja Dís Benediktsdóttir trissubogi U21
- Eowyn Mamalias trissubogi U21
- Anna María Alfreðsdóttir trissubogi
- Alfreð Birgisson trissubogi
Áfram Ísland!
You must be logged in to post a comment.