You are currently viewing Mjótt á munum á Bikarmeisturum 2024 eftir síðasta Bikarmót í Íslandsbikarmótaröð BFSÍ utandyra

Mjótt á munum á Bikarmeisturum 2024 eftir síðasta Bikarmót í Íslandsbikarmótaröð BFSÍ utandyra

Íslandsbikarmótaröð BFSÍ utandyra lauk í dag með síðasta móti mótaraðarinnar í dag 27 júlí 2024 á Hamranesvelli í Hafnarfirði.

Bikarmeistarar utandyra árið 2024 eru eftirfarandi:

  • Trissuboga: Alfreð Birgisson ÍF Akur Trissuboga (ÍFA)
  • Sveigboga: Astrid Daxböck BF Boginn Kópavogi (BFB)
  • Berboga: Guðbjörg Reynidsdóttir BF Hrói Höttur Hafnarfirði (BFHH)

Akureyri, Hafnarfjörður og Kópavogur hver með einni titil. Bikarmeistari er titlaður sá sem skorar hæstu 2 skor í undankeppni Bikarmóta ársins í sinni keppnisgrein. Almennt eru haldin 3-4 Bikarmót á hverju ári eftir því hvernig það passar best við alþjóðlega móta dagatalið. Bikarmótaröðin er keppni óháð kyni til að hámarka samkeppni og samkeppnin var töluverð í sumum keppnisgreinum og úrslit réðust í öllum keppnisgreinum á lokamótinu.

Alfreð vann titilinn í trissuboga nokkuð örugglega með 57 stiga mun með 1303 stig á móti 1246 sem Þórdís Unnur Bjarkadóttir í BFB sem var í öðru sæti. En Alfreð vann einnig Bikarmeistaratitilinn innandyra fyrr á árinu og er því óvéfengjanlegur Bikarmeistari í sinni íþrótt.

Það munaði minna í berboganum þar sem að Guðbjörg Reynisdóttir tók titilinn með 27 stigum með skorið 1025 á móti 998 stigum frá Hebu Róbertsdóttir úr BFB . En þær skoruðu báðar sama skor á lokamótinu 527, sem er aðeins 4 stigum frá Íslandsmetinu í meistaraflokki berboga kvenna. Því ansi hörð samkeppni þar og þær hafa verið að skiptast á Bikarmeistaratitlum innandyra og utandyra síðustu ár.

Það var mest spennandi keppni um titilinn í sveigboga þar sem að Astrid Daxböck tók titilinn með aðeins 8 stigum 867 á móti 859 stigum hjá Valgerði E. Hjaltested BFB sem var í öðru sæti. Það mætti segja að munurinn á því að vera Bikarmeistari eða ekki í sveigboganum hafi ráðist á einni ör af 144 bestu sem töldust til stiga í mótaröðinni. En þetta er fyrsti titill (Íslandsmeistara eða Bikarmeistara) frá árinu 2018.

Bikarmótaröð BFSÍ utandyra 2024 samanstóð af þremur mótum og hér er mögulegt að finna upplýsingar um sigurvegara hvers móts eftir útsláttarkeppni á tímabilinu:

  • Bikarmót BFSÍ 31 maí
    • Sigurvegarar:
      • Trissubogi: Alfreð Birgisson ÍFA
      • Sveigbogi: Anna Guðrún Yu Þórbergsdóttir BFB
      • Berbogi: Guðbjörg Reynisdóttir BFHH
  • Bikarmót BFSÍ 23 júní
    • Sigurvegarar:
      • Trissubogi: Anna María Alfreðsdóttir ÍFA
      • Sveigbogi: Valgerður E. Hjaltested BFB
      • Berbogi: Rakel Arnþórsdóttir ÍFA
  • Bikarmót BFSÍ 27 júlí
    • Sigurvegarar:
      • Trissubogi: Ragnar Smári Jónasson BFB
      • Sveigbogi: Georg Elfarsson ÍFA
      • Berbogi: Guðbjörg Reynisdóttir BFHH

Guðbjörg var eini keppandinn sem náði að vinna fleiri en eitt Bikarmót á tímabilinu í lokaniðurstöðum hvers móts eftir útsláttarleiki.

Þetta var síðasta utandyra mót BFSÍ á árinu og mætti kalla þetta lok utandyra tímabilsins á Íslandi. Áætlað er að Íslandsbikarmótaröðin innandyra hefjist í September með fyrsta Bikarmóti BFSÍ innandyra fyrir 2024-2025 tímabilið https://mot.bogfimi.is/