Íslandsmót ungmenna utandyra var haldið 29 júní 2024 í Hafnarfirði á Hamranesvelli, heimavelli Bogfimifélagsins Hróa Hattar.
Eftirfarandi hrepptu Íslandsmeistaratitla einstaklinga á mótinu:
- Dagur Ómarsson – BFB – Berbogi U16 karla
- Ragnheiður Íris Klein – BFHH – Berbogi U16 kvenna
- Ragnheiður Íris Klein – BFHH – Berbogi U16 Unisex
- Lóa Margrét Hauksdóttir – BFB – Berbogi U18 kvenna
- Lóa Margrét Hauksdóttir – BFB – Berbogi U18 Unisex
- Heba Róbertsdóttir – BFB – Berbogi U21 kvenna
- Heba Róbertsdóttir – BFB – Berbogi U21 Unisex
- Magnús Darri Markússon – BFB – Trissubogi U16 karla
- Magnús Darri Markússon – BFB – Trissubogi U16 Unisex
- Þórdís Unnur Bjarkadóttir – BFB – Trissubogi U18 kvenna
- Þórdís Unnur Bjarkadóttir – BFB – Trissubogi U18 Unisex
- Ragnar Smári Jónasson – BFB – Trissubogi U21 karla
- Freyja Dís Benediktsdóttir – BFB – Trissubogi U21 kvenna
- Eowyn Marie Mamalias – BFHH – Trissubogi U21 Unisex
- Dagur Logi Rist Björgvinsson – BFHH – Sveigbogi U16 karla
- Jenný Magnúsdóttir – BFB – Sveigbogi U16 kvenna
- Jenný Magnúsdóttir – BFB – Sveigbogi U16 Unisex
- Anna Guðrún Yu Þórbergsdóttir – BFB – Sveigbogi U18 kvenna
- Anna Guðrún Yu Þórbergsdóttir – BFB – Sveigbogi U18 Unisex
- Marín Aníta Hilmarsdóttir – BFB – Sveigbogi U21 kvenna
- Marín Aníta Hilmarsdóttir – BFB – Sveigbogi U21 Unisex
- Patrek Hall Einarsson – BFB – Langbogi karlaU18#
- Patrek Hall Einarsson – BFB – Langbogi Unisex U18#
Eftirfarandi Íslandsmeistaratitlar voru veittir í félagsliðakeppni:
- Sveigbogi U16 (unisex) – BFB (Jenný og Elías)
- Sveigbogi U18 lið (unisex) – BFB (Anna og Stella)
- Trissubogi U18 lið (unisex) – BFB (Þórdís og Eydís)
- Trissubogi U21 lið (unisex) – BFB (Freyja og Ragnar)
27 titlar í heild og allir teknir af BFB (BF Boginn í Kópavogi) eða af BFHH (BF Hrói Höttur í Hafnarfirði). Um helmingur aðildarfélaga BFSÍ (sem eru með skráða iðkendur) kepptu á mótinu, og þau unnu öll til verðlauna (gull/silfur eða brons). En BFB og BFHH voru yfirgnæfandi í ár og tóku öll gullin. Sem var mjög óvenjulegt og eftir því sem best vitað í fyrsta sinn sem 2 félög deila milli sín öllum gullunum á Íslandsmóti ungmenna og því vel vert að nefna það.
Eftirfarandi Íslandsmet voru sett á mótinu:
- Anna Guðrún Yu Þórbergsdóttir BFB – Sveigbogi U18 kvenna 500 stig undankeppni. Metið var áður 447.
- Þórdís Unnur Bjarkadóttir BFB – Trissubogi U18 kvenna – 630 stig undankeppni, Metið var áður 555.
- Þórdís Unnur Bjarkadóttir BFB – Trissubogi U18 kvenna – 139 stig útsláttarkeppni. Metið var áður 116 stig.
- BFB (Jenný og Elías) – Sveigboga U16 félagslið undankeppni – 937 stig (nýtt met)
- BFB (Anna og Stella) – Sveigboga U18 félagslið undankeppni – 546 stig (nýtt met)
- BFB (Þórdís og Eydís) – Trissuboga U18 félagslið undankeppni – 1129 stig (nýtt met)
- BFB (Ragnar og Freyja) – Trissuboga U21 félagslið undankeppni – 1215 stig (nýtt met)
Þetta er flottur árangur hjá bæði Þórdís og Önnu. Anna bætti eigin Íslandsmet en bæði Íslandsmet Þórdísa voru met sem aðrir áttu áður. Félagsliðakeppni var breytt um áramótin 23/24 í keppni óháð kyni, meðal annars svo að auðveldara væri fyrir smærri félög að skipa liðum og til þess að auka samkeppni. En þó er vert að nefna að þetta eru bráðabirgða upplýsingar um met og við hvetjum alla til að tilkynna sín met í gegnum formið á bogfimi.is og fá þau staðfest.
Mótið gekk almennt vel fyrir sig, en þátttakan er ekki en búin að ná að fullu þeim fjölda sem var fyrir Covid, þó að þátttakan sé að batna. Það var frekar kalt og en ekki mikill vindur
Íslandsmót ungmenna var haldið helgina fyrir NM ungmenna í Danmörku eins og fyrri ár, með þeirri hugsun að krakkarnir gætu notað mótið sem undirbúnings mót fyrir NM. En svo tíð ferðalög með skömmum fyrirvara hentar mögulega illa þeim sem búa út á landi og þurfa að gera sér tvær ferðir í bæinn með littlu millibili og líklegt að gert verði tilraun með að halda Íslandsmót ungmenna utandyra á næsta ári síðar á árinu til að sjá hvort að mögulegt sé að auka þátttöku á mótinu í framtíðinni. Sífelld markviss þróun er alltaf jákvæð og hefur verið mikið um slíka þróun hjá BFSÍ á síðasta áratug, bæði í Íslandsmótum sem og öllum öðrum sviðum sambandsins.
Næsta á dagskrá hjá BFSÍ er NM ungmenna 3-8 júlí í Odense Danmörku, þar sem BFSÍ er með 36 keppendur að keppa fyrir Íslands hönd. Með fylgdarfólki eru það yfir 50 manns sem munu leggja för sína á NM í Danmörku.