Lokamót um þátttökurétt á Ólympíuleika (World Final Qualification Tournament FWQT) var haldið í Antalya Tyrklandi 13-17 júní
Ísland var með 2 keppendur á mótinu sem voru að reyna að ná sæti á Ólympíuleikana 2024. Marín Aníta Hilmarsdóttir og Valgerður Hjaltested. Báðar stelpurnar stóðu sig flott og voru ekki langt frá Ólympíulágmarkinu í undankeppni mótsins, þrátt fyrir að hitabylgja væri í gangi í Tyrklandi og hitinn á vellinum nánast óbærilegur. En það gekk ekki eins vel í útsláttum á mótinu sjálfu þar sem þær voru báðar slegnar út í fyrsta útslætti.
Marín Aníta Hilmarsdóttir hafði náð lágmörkum fyrir Ólympíuleika áður og hefði verið möguleg til þess að fá boðssæti á Ólympíuleikana. En Ísland getur sótt um takmarkaðan fjölda af slíkum boðssætum og ákveðið var að sækja ekki um fyrir bogfimi að þessu sinni.
Fimm umsækjendur voru á slíku boðssæti í bogfimi kvenna, tvö boðssæti eru í boði, en aðeins 2 af 5 umsækjendum voru búnir að ná Ólympíulágmörkum. Marín hefði því verið meðal þeirra þriggja sem voru í valinu um þessi 2 boðssæti ef Ísland hefði sótt um boðssæti í bogfimi, þannig að við getum áætlað að það væri ágætis líkur á því að fá slíkt boðssæti. Sem er jákvæð framför á stuttum tíma sem íþróttin hefur verið í uppvexti á Íslandi.
Undankeppni um þátttökurétt á Ólympíuleikana 2024 var gífurlega hörð. Það er sérstaklega hægt að sjá á því að þetta er í fyrsta sinn í sögu íþróttarinnar sem að engin Norðurlanda þjóð vinnur þátttökurétt á Ólympíuleikana. En venjan hefur verið sú að 3 af 5 Norðurlandaþjóðum hafa náð að minnsta kosti einum keppanda inn á Ólympíuleika í bogfimi. Svíþjóð og Finnland almennt alltaf og svo annað hvort (eða bæði) Danmörk og Noregur. Íþróttin er mjög ung í uppvexti á Íslandi og Ísland reyndi í raun ekki við þátttökurétt á Ólympíuleika fyrr en fyrst árið 2015 fyrir 2016 leikana. Ísland hefur því aldrei keppt á Ólympíuleikum í bogfimi en sem komið er.
Listi af verðlaunum sem Norðurlandaþjóðir hafa unnið til á Ólympíuleikum frá því að bogfimi kom inn í „núverandi mynd“ 1972 (bogfimi var fyrst á Ólympíuleikum árið 1900)
- 1972 Silfur einstaklingskeppni karla Svíþjóð
- 1972 Brons einstaklingskeppni karla Finnland
- 1980 Gull einstaklingskeppni karla Finnland
- 1992 Silfur liðakeppni karla Finnland
- 1992 Silfur einstaklingskeppni kvenna Finnland
- 1996 Silfur einstaklingskeppni karla Svíþjóð
Mikill uppvöxtur hefur verið meðal margra þjóða í íþróttinni og allt að færast meira og meira í átt að atvinnumennsku. Aukinn samkeppni og skortur á möguleikum að stunda íþróttina sem fulla atvinnu hefur mögulega skilið Norðurlandaþjóðirnar eftir á hakanum í þróun íþróttarinnar. Því mætti segja að það sé bjartsýnt að Ísland ætli sér að ná inn á Ólympíuleika þegar að aðstæður hér á landi bjóða ekki upp á að búa til samkeppnishæft íþróttafólk við atvinnumenn erlendis. Það þýðir samt ekki að við munum ekki reyna.
UPPFÆRSLA 27.06.2024: Danmörk og Finnlanda fengu á endanum þátttökurétt á Ólympíuleika út frá afgangs þátttökuréttum sem urðu aflögu í úthlutunarferlinu og var þeim þátttökuréttum því úthlutað byggt á stöðu á heimslista. Það getur komið fyrir að eftir að öllum úrtöku mótum er lokið að einhverjar þjóðir t.d. hafni sínum þátttökuréttum eða hafi unnið þátttökurétt en nái ekki lágmarksskorviðmiðum (oftast eru fáir slíkir þátttökuréttir 0-3 eftir aðstæðum sem koma upp í aðdraganda hverra Ólympíuleika). Þeim afgangs þátttökuréttum er þá dreift miðað við stöðu á heimslista, þar sem að Danmörk og Finnland fengu bæði sinn eina þátttökurétt í bogfimi á ÓL 2024.
You must be logged in to post a comment.