You are currently viewing Ísland meðal 23 virkust aðildarþjóða World Archery á 55 heimsþingi Alþjóðabogfimisambandsins

Ísland meðal 23 virkust aðildarþjóða World Archery á 55 heimsþingi Alþjóðabogfimisambandsins

55 heimsþing Alþjóðabogfimisambandsins World Archery (WA) var haldið 27-28 júlí í Berlín Þýskalandi í aðdraganda HM sem haldið verður vikuna eftir 29 júlí til 6 ágúst. 110 af 170 aðildarþjóðum WA áttu fulltrúa á heimsþinginu.

Á heimsþingum WA er svo kallað „weighted voting system“ og byggist atkvæðafjöldi þjóða á virkni þjóða í þátttöku heimsþinga WA, alþjóðlegri mótaþátttöku og innanlendu mótahaldi. Hver þjóð getur að hámarki haft 4 atkvæði á heimsþingum. Ísland er meðal þeirra 23 þjóða sem hafa hámarks atkvæða vægi af 170 aðildarþjóðum WA .

Þingið gekk vel fyrir sig og ýmislegt var á dagskrá þó að fátt af því snerti Íslenska þátttakendur/keppendur. Að mestu voru tillögurnar tiltekt og uppfærslur á lögum og reglum WA, kosningar í stöður og slíkt. Hér er dæmi um nokkrar breytingar sem gerðar voru á heimsþinginu:

  • Sett voru viðmið fyrir U15 flokk fyrir þjóðir sem eru ekki þegar með slíkt. Ekki verður haldið HM eða heimsmet fyrir U15 og aðeins um að ræða viðmið fyrir aldursflokkinn til að reyna að samræma keppnisfyrirkomulag í heiminum fyrir aldursflokkinn. BFSÍ mun en fylgja Norðurlöndunum með U16 flokk. Fjarlægðir og skífustærðir sem samþykktar voru fyrir U15 voru nánast þær sömu og eru fyrir U16 á Íslandi og hjá Norðurlandasambandinu fyrir NM ungmenna.
  • HM í field og HM í 3D verða nú haldin bæði á sléttum árum og EM í field og EM í 3D verða haldin á odda árum.
  • Umsóknir þriggja nýrra aðildarþjóða að World Archery voru samþykktar á þinginu og taka gildi samstundis.
  • 2 umsóknum þjóða að World Archery var frestað til þingsins 2025.
  • 3 þjóðum var vísað brott úr World Archery fyrir að mæta ekki virknis og samskipta viðmiðum sambandsins og höfðu þegar fengið lokaviðvörun á þingi 2021.
  • Samþykkt var að vísa 5 þjóðum úr World Archery sem hafa þegar fengið loka viðvörun, ef þær þjóðir mæta ekki kröfum WA um aðild (virkni , samskipti og greiðslu gjalda) fyrir 1 mars 2024.
  • 8 þjóðir fengu loka viðvörun um brottvísun ef þau mæta ekki kröfum WA um aðild fyrir næsta heimsþing.
  • Ekki var komist að niðurstöðu um að leyfa þátttöku hlutlausra Rússneskra og/eða Hvíta-Rússneskra íþróttamanna í íþróttinni. Erfitt er að skilgreina hver gæti talist hlutlaus frá stríðinu í Úkraínu og gæti því fengið slíka undanþágu. Því er en öllum íþróttamönnum frá þeim þjóðum meinuð þátttaka í íþróttinni og nokkuð skýrt að þeim þjóðum verði ekki heimiluð þátttaka í íþróttinni á meðan á stríðinu stendur undir eigin fána.

Mögulegt er að finna allt sem tekið var fyrir á þinginu í þingskjölunum hér https://extranet.worldarchery.sport/documents/index.php/?dir=1001 og beint streymi af þinginu og ákvörðunum sem teknar voru hér https://www.youtube.com/@worldarcherycommunications2564/streams

Gaman er að geta þess að formaður BFSÍ Guðmundur Örn Guðjónsson (Gummi) var verðlaunaður af World Archery fyrir störf sín í þágu jafnréttis kynjana. En mögulegt er að finna frekari upplýsingar um það í þessari frétt.

 

Ýmsar aðrar fréttir og myndir frá 55 heimsþingi WA:

https://www.worldarchery.sport/news/201308/brokamp-elected-first-vice-president-world-archery-congress-berlin

https://www.worldarchery.sport/news/201307/delegates-approve-under-15-age-group-format-first-day-congress

https://www.worldarchery.sport/news/201306/update-eligibility-athletes-russianbelarusian-passport-issued-world-archery-congress

https://www.worldarchery.sport/competition/25643/world-archery-congress/news?photos_tag=DAY%201

https://worldarchery.smugmug.com/WORLD-ARCHERY-CONGRESS/2023-BERLIN