You are currently viewing Sjö Íslandsmeistarar krýndir níu titlum á Íslandsmeistaramóti í Hafnarfirði

Sjö Íslandsmeistarar krýndir níu titlum á Íslandsmeistaramóti í Hafnarfirði

Íslandsmeistaramót utandyra var haldið helgina 15-16 júlí síðastliðinn á Hamranevelli í Hafnarfirði.

Á heildina litið gekk mótið vel þó að þátttaka hafi verið óvenju lág á mótinu í ár miðað við fyrri ár. Það kemur mögulega að hluta til vegna þess að takmörkunum vegna kórónuveirufaldursins er lokið og því hefur fjölda landsliðsverkefna erlendis og verkefnum á Íslandi fjölgað töluvert. En það er alltaf gaman að vera með eldgos í 15 km fjarlægð frá keppnisvellinum, en sem betur fer var vindáttin í okkar hag á mótinu og blés gasmenguninni frá vellinum.

Eftirfarandi unnu Íslandsmeistaratitla einstaklinga utandyra:

  • Sveigbogi karla: Haraldur Gústafsson – Skaust
  • Sveigbogi kvenna: Valgerður E. Hjaltested – Boginn
  • Sveigbogi (unisex): Marín Aníta Hilmarsdóttir – Boginn
  • Berbogi karla: Izaar Arnar Þorsteinsson – Akur
  • Berbogi kvenna: Guðbjörg Reynisdóttir – Hrói
  • Berbogi (Unisex): Izaar Arnar Þorsteinsson – Akur
  • Trissubogi karla: Alfreð Birgisson – Akur
  • Trissubogi kvenna: Freyja Dís Benediktsdóttir – Boginn
  • Trissubogi (Unisex): Freyja Dís Benediktsdóttir – Boginn

Haraldur endurheimti Íslandsmeistaratitilinn utandyra 2023, en hann vann árið 2020 og 2021 en Oliver Ormar Ingvarsson tók titilinn 2022. Valgerður hélt áfram sigurgöngu sinni og tók sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil kvenna utandyra gegn Marín Anítu Hilmarsdóttir en þetta hefði verið þriðji sveigboga kvenna titil Marínar utandyra í röð hefði hún unnið. Marín tók þó fyrsta Íslandsmeistaratitilinn utandyra óháð kyni og mögulegt að lesa meira um þann titil hér https://bogfimi.is/islandsmeistarar/ þannig að keppnin þar sem mjög jöfn. Izaar Arnar tók fimmta titil sinn utandyra í röð í berboga og Guðbjörg tók sjöunda titil sinn í röð í berboga kvenna utandyra. Alfreð er kominn í þrjá titla í röð í trissuboga karla utandyra og Freyja Dís kom sér á blað sem nýliði með því að taka fyrsta og annan Íslandsmeistaratitil sinn í meistaraflokki með því að sigra titlana í trissuboga kvenna og trissuboga kynlausum.

Einnig var keppt í langbogaflokki sem óformlegri keppnisgrein á Íslandsmeistaramótinu, eftirfarandi unnu gull í langbogaflokki:

  • Langbogi karla: Haukur Hallsteinsson – Boginn/Rimmugýgur
  • Langbogi (Unisex): Haukur Hallsteinsson – Boginn/Rimmugýgur

Fjögur Íslandmet voru slegin á mótinu.

  • Izaar Arnar Þorsteinsson úr Akur sló metið í berboga meistaraflokki með 540 stig en metið var áður 531 stig
  • Patrek Hall Einarsson úr Boganum setti WA U18 metið í berboga með skorið 140
  • Hrói setti U21 metið í útsláttarkeppni trissuboga blandaðri liðakeppni með 125 stig
  • Boginn setti U21 metið í undankeppni berboga blandaðri liðakeppni með skorið 561

BFSÍ óskar þeim öllum til hamingju með árangurinn. Og minnir keppendur/lið á að til þess að met teljist gild, formleg og verði skráð í Íslandsmetaskrá þá þarf að tilkynna þau í gegnum formið hér í síðasta lagi 30 dögum eftir að móti lýkur.

Frekari upplýsingar um mótið er hægt að finna hér: