Lengsta óbrotna sigurröð Íslandsmeistaratitla í sögu íþróttarinnar lauk á Íslandsmeistaramótinu um helgina þegar að Heba Róbertsdóttir tók Íslandsmeistaratitilinn í berboga kvenna með 6-2 sigri í úrslita leiknum gegn Guðbjörgu Reynisdóttir. En Guðbjörg hefur unnið síðust 11 Íslandsmeistaratitla berboga kvenna í röð frá árinu 2018!!!
Berbogi kvenna Íslandsmeistaratitlar
2023 Innandyra Heba Róbertsdóttir – BF Boginn – Kópavogi
2022 Utandyra Guðbjörg Reynisdóttir – BF Hrói Höttur – Hafnarfirði
2022 Innandyra Guðbjörg Reynisdóttir – BF Hrói Höttur – Hafnarfirði
2021 Víðavangi Guðbjörg Reynisdóttir – BF Hrói Höttur – Hafnarfirði
2021 Utandyra Guðbjörg Reynisdóttir – BF Hrói Höttur – Hafnarfirði
2021 Innandyra Guðbjörg Reynisdóttir – BF Hrói Höttur – Hafnarfirði
2020 Utandyra Guðbjörg Reynisdóttir – BF Hrói Höttur – Hafnarfirði
2020 Innandyra Guðbjörg Reynisdóttir – BF Hrói Höttur – Hafnarfirði
2019 Utandyra Guðbjörg Reynisdóttir – BF Hrói Höttur – Hafnarfirði
2019 Innandyra Guðbjörg Reynisdóttir – BF Hrói Höttur – Hafnarfirði
2018 Utandyra Guðbjörg Reynisdóttir – BF Hrói Höttur – Hafnarfirði
2018 Innandyra Guðbjörg Reynisdóttir – ÍF Freyja – Reykjavík
Guðbjörg var talin mun sigurstranglegri fyrir úrslitaleikinn til að gefa smá upplýsingar um keppendurna:
Guðbjörg setti Íslandsmetið í undankeppni berboga kvenna með 503 stig í undankeppni mótsins og var einnig hæst í undankeppni. Guðbjörg hefur unnið alla leiki á síðustu 11 Íslandsmeistaramótum í íþróttinni síðustu 5 ár, hún var í 5 sæti á EM 2022, er tvöfaldur Norðurlandameistari og var í öðru sæti á World Series heimslista alþjóðabogfimisambandsins (World Archery – WA) í berboga kvenna eftir 2022-2023 innandyra tímabilið.
Heba byrjaði í íþróttinni fyrir rúmu ári síðan, er aðeins 17 ára gömul (verður 18 í mars), var í þriðja sæti á NM ungmenna 2022 í júlí og var að taka þátt á sínu fyrsta Íslandsmeistaramóti fullorðinna innandyra. Því gífurlega mikil framför á stuttum tíma og enginn sem áætlaði að hún myndi taka titilinn gegn svona sterkum andstæðing.
Einstaklega vel af sér vikið af Hebu, ungum og efnilegum keppanda sem er búin að sýna gífurlega framför á stuttum tíma og ekki síður ótrúlegur árangur hjá Guðbjörgu sem setti lengstu óbrotnu sigurröð Íslandsmeistaratitla í íþróttinni sem enginn mun mögulega geta leikið eftir.
Einnig er vert er að geta að lengsta óbrotna sigurröð Íslandsmeistaratitla karla í bogfimi var einnig brotin á Íslandsmeistaramótinu. Izaar Arnar Þorsteinsson átti þá sigurröð með sjö Íslandsmeistaratitla í röð, en hann þurfti að sætta sig við brons á mótinu í þetta sinn. Gummi Guðjónsson var efstur í undankeppni og sló Izaar út í undanúrslitum mótsins 6-0, það er eini leikur sem Izaar hefur tapað á síðustu sjö Íslandsmeistaramótum í röð í berboga. Gummi tók titilinn að þessu sinni með 6-2 sigri í úrslitaleiknum þar sem Sveinn Sveinbjörnsson hreppti silfrið.
Berbogi karla
2023 Innandyra Gummi Guðjónsson – BF Boginn – Kópavogi
2022 Utandyra Izaar Arnar Þorsteinsson – ÍF Akur – Akureyri
2022 Innandyra Izaar Arnar Þorsteinsson – ÍF Akur – Akureyri
2021 Víðavangi Izaar Arnar Þorsteinsson – ÍF Akur – Akureyri
2021 Utandyra Izaar Arnar Þorsteinsson – ÍF Akur – Akureyri
2021 Innandyra Izaar Arnar Þorsteinsson – ÍF Akur – Akureyri
2020 Utandyra Izaar Arnar Þorsteinsson – ÍF Akur – Akureyri
2020 Innandyra Izaar Arnar Þorsteinsson – ÍF Akur – Akureyri
2019 Utandyra Ólafur Ingi Brandsson – BF Boginn – Kópavogi
2019 Innandyra Ólafur Ingi Brandsson – BF Boginn – Kópavogi
2018 Utandyra Ólafur Ingi Brandsson – BF Boginn – Kópavogi
2018 Innandyra Izaar Arnar Þorsteinsson – ÍF Akur – Akureyri
Áhugavert er að nefna Gummi er fyrsti keppandi sem hefur unnið einstaklings Íslandsmeistaratitla í öllum keppnisgreinum innan BFSÍ, trissuboga, sveigboga og nú berboga í fyrsta sinn. Astrid Daxböck var fyrst til þess að vinna Íslandsmeistaratitla í félagsliðakeppni í öllum keppnisgreinum (berboga, trissuboga og sveigboga). Talið er mjög ólíklegt að aðrir keppendur leiki það eftir að standa á einhverjum tímapunkti á toppi allra keppnisgreina. Gummi hefur einnig unnið til verðlauna alþjóðlega í sveigboga og trissuboga og keppt til úrslita á EM í sveigboga og trissuboga. Er berboginn þá næstur og við sjáum hann með verðlaun á EM innandyra 2024? Hver veit. Nokkrir keppendur keppa í tveim keppnisgreinum en aðeins er vitað um tvo sem keppa í öllum þremur. Flestir keppendur keppa aðeins í einni keppnisgrein.
Einnig er vert að nefna að Heba og Gummi tóku svo titilinn í parakeppni á mótinu líka.
Mikið fréttnæmt gerðist á Íslandsmeistaramótinu enda eru margar keppnisgreinar í íþróttinni og því nánast eins og að fjalla um Íslandsmeistaramót í borðtennis, tennis og badminton samtímis.
Því er aldrei hægt að gefa öllum árangri viðeigandi umfjöllun og það tekur tíma að taka saman upplýsingar um helsta árangur keppenda í mörgum keppnisgreinum eftir 23 klukkustundir af spennandi keppni. En talið var vel vert að skrifa sér fréttagrein um þessi tímamót í íþróttinni, þar sem að það verður líklega langt þar til að þessar Íslandsmeistaratitla sigurraðir verða slegnar, ef það gerist nokkurtíma.
Frekari fréttir af mótinu koma út á næstu dögum á bogfimi.is og archery.is
You must be logged in to post a comment.