Vegna hamfarana sem dundu yfir Tyrklandi í þessari viku þegar að jarðskjálftahrina gekk yfir landið hefur Evrópumeistaramótinu innanhúss verið aflýst.
Upprunalega átti hópur BFSÍ að vera að fljúga út á mótið á morgun en mótinu var frestað um 6 daga og öllum landssamböndum leiðbeint að af mótshaldaranum (Tyrkneskabogfimisambandsins) og Evrópubogfimisambandinu (WorldArcheryEurope – WAE) að endurbóka flug og breyta gistingu. BFSÍ var nýbúið að klára þær endurbókanir með tilheyrandi kostnaði í samræmi við þær leiðbeiningar þegar ítrekun barst um að klára það sem fyrst frá WAE. Klukkutíma síðar barst bréf frá mótshöldurum að mótinu verið aflýst.
BFSÍ var með 33 skráningar á mótið og 4 fylgdarmenn sem er lang stærsti hópur sem BFSÍ sem skráður hefur verið á nokkuð mót. Þetta mun valda einhverju fjárhagslegu tjóni á sambandið, líklegast mest tengt ferðalaginu og mest tengt kostnaði við Icelandair, en þar sem þessar upplýsingar eru en svo nýlegar þá er ekki hægt að meta að svo stöddu hve mikið tjónið verður og hve mikið er hægt að fá endurgreitt eða endurbókað. Kosntaður við EM innandyra var í heildina um 20% af áætlaðri heildarveltu BFSÍ fyrir árið 2023 og því engin smá biti af starfinu sem raskast.
Engar upplýsingar eru komnar út um hvort að EM innandyra verði haldið á þessu ári, en það er raunhæft að segja að það sé ólíklegt. Bæði þar sem stutt er í að utandyra tímabilið hefjist, alþjóðlega mótaskipulagið er mjög þétt á þessu ári og EM innandyra á að halda næst samkvæmt eðlilegu skipulagi í febrúar 2024.
Þetta eru gífurleg vonbrigði fyrir BFSÍ og alla Íslensku keppendurna, þar sem líklegt var talið að þetta yrði fyrst Evrópumeistaramót þar sem Ísland myndi vinna til verðlauna, enda er mikil bogfimi stunduð innandyra á Íslandi. Það verður þá að bíða til næsta EM innandyra í Króatíu 2024.
BFSÍ er ekki gamalt sérsamband, það var stofnað formlega í desember 2019. Síðan þá hafa dunið yfir sambandið eitt áfallið eftir annað. Vonast var til þess að kórónuveirufaraldurinn yrði síðasta stóra höggið en greinilegt er að lögmál Murphy’s stendur fyrir sínu, allt sem getur farið úrskeiðis mun fara úrskeiðis 😂. Þó má telja merkilegt hvað sambandið hefur náð að standa uppi sterkt þrátt fyrir álagsprófið sem það hefur fengið á fyrstu árum og því sambandið byggt á góðum grunni.
Evrópusambandið var að staðfesta fyrir mínútu síðan að mótinu væri aflýst og gjöld sem greidd voru til mótshaldara yrðu endurgreidd, en þeir hafa ekki tilkynnt slíkt þegar þessi frétt er skrifuð til landssambanda á vefsíðu sinni eða samfélagsmiðlum.
Bréf frá Tyrkneska bogfimisambandinu : To Attention of all participant countries
Íslandsmeistaramóti innanhúss var frestað þar sem að dagsetningar þess stönguðust á við færslu Evrópumeistaramótsins. En þar sem Evrópumeistaramótinu hefur verið aflýst verður Íslandsmeistaramótið haldið eins og áætlað var upprunallega 25-26 febrúar. Frekari fréttir og tilkynningar tengt Íslandsmeistaramótinu munu fara í loftið eins fljótt og auðið er.