Sjö keppendur kepptu fyrir hönd Bogfimisambands Íslands á Evrópumeistaramóti ungmenna utandyra 2022 í síðustu viku. Mótið var haldið í Lilleshall Bretlandi 15-20 ágúst, yfir 300 keppendur frá fleiri en 30 þjóðum tóku þátt.
Samantekt af lokaniðurstöðum Íslenskra liða og keppenda:
- Trissuboga kvenna landslið 5 sæti
- Trissuboga blandað landslið 9 sæti
- Sveigboga kvenna landslið 9 sæti
- Marín, Valgerður og Halla voru slegnar út í 1/24 (48 manna) lokakeppni og enduðu því allar í 33 sæti í einstaklingskeppni
- Freyja, Anna, Eowyn, Ragnar voru öll slegin út í 1/16 (32 manna) lokakeppni og enduðu því öll í 17 sæti í einstaklingskeppni
Trissuboga kvenna liðinu gekk vel og endaði í fimmta sæti eftir tap gegn Ítalíu sem sló heimsmet í leiknum gegn okkar stelpum í átta liða úrslitum. Ísland var hæst skorandi liðið sem slegið var út í átta liða úrslitum og því í fimmta sæti. Stelpurnar okkar slóu einnig landsliðsmet í útsláttarkeppni í opnum flokki og U21 en það dugði ekki gegn heims- og Evrópumeti Ítalíu. Í trissuboga kvenna landsliðinu voru Anna María Alfreðsdóttir úr ÍF Akur á Akureyri, Eowyn Marie Mamalias í BF Hrói Höttur Hafnarfirði og Freyja Dís Benediktsdóttir – BF Boginn Kópavogi.
Í einstaklingskeppni trissuboga kvenna voru allar stelpurnar slegnar út í 32 manna lokakeppni. Allar þeirra stóðu sig flott og voru að skora svipað og flestir keppendur á vellinum en voru bara óheppnar með andstæðinga sem voru bæði sterkir og komu inn með sterka leiki gegn þeim. Þær enduðu því allar í 17 sæti í einstaklingskeppni.
Sveigboga kvenna liðið stóð sig vel í 16 liða úrslitum gegn Austurríki en þær Austurrísku voru með eina bestu frammistöðu í útsláttarkeppni í sögu liðsins og stelpurnar okkar þurftu að sætta sig við 6-0 tap þrátt fyrir jafnan leik og enduðu í 9 sæti í lokaniðurstöðum mótsins. Stelpurnar stóðu sig samt flott og slóu m.a. Íslandsmet í U21 og Opnum flokki í undankeppni mótsins. Í sveigboga kvenna landsliðinu voru Valgerður Einarsdóttir Hjaltested, Marín Aníta Hilmarsdóttir og Halla Sól Þorbjörnsdóttir allar þrjár úr BF Boginn í Kópavogi.
Í einstaklingskeppni voru sveigboga stelpurnar slegnar út í 48 manna lokakeppni og enduðu því allar í 17 sæti. En þær náðu allar stigum og allir leikirnir voru mjög jafnir og bara hrein óheppni að þær héldu ekki áfram lengra í keppninni.
Í trissuboga blandaðri liðakeppni (mixed team) mætti Íslenska liðið heimalandinu Bretlandi í 16 liða úrslitum þar sem Bretarnir skoruðu hæsta skor allra liða á öllu mótinu gegn Íslandi. Kannski er Ísland lukkuland til að keppa á móti og allir skora sitt besta skor í leikjum gegn okkur 😂, það væri allavega góð samantekt af mótinu í heild sinni. Í trissuboga blandaða liðinu voru Ragnar Smári Jónasson og Freyja Dís Benediktsdóttir bæði úr BF Boganum í Kópavogi. Ragnar var eini karlkyns keppandi Íslands á EM og stóð sig flott, vann fyrsta útsláttinn þar sem hann var aðeins 4 stigum frá Íslandsmeti U18 en var svo sleginn út í 32 manna lokakeppni og endaði í 17 sæti í einstaklingskeppni.
Mikil eftirtekt og áhugi var veittur Íslenska liðinu á mótinu, þar sem mjög óvenjulegt er að sjá svo mikla þátttöku frá smáþjóð á EM ungmenna. Samtals voru tíu keppendur úr GSSE þjóðum, sjö af þeim keppendum voru frá Íslandi.
Frekari fréttir og upplýsingar um mótið er hægt að finna á archery.is fréttavefnum.
You must be logged in to post a comment.