Nýjar reglur um takmarkanir á samkomum tóku gildi Sunnudaginn 25. Júlí og hafa Covid-19 leiðbeiningar BFSÍ því verið uppfærðar og birtar á ný.
Covid-19 Leiðbeiningar BFSÍ er að finna hér.
Helstu atriði er varða íþróttahreyfinguna eru:
- Almennar fjöldatakmarkanir verða 200 manns. Börn fædd 2016 og síðar eru undanþegin.
- Nándarregla verður almennt 1 metri. Börn fædd 2016 og síðar verði undanþegin.
- Grímuskylda verður tekin upp innanhúss og þar sem ekki er unnt að viðhafa 1 metra reglu. Börn fædd 2006 og síðar eru undanþegin.
- Íþróttaæfingar og -keppnir barna og fullorðinna heimilar með og án snertinga. Hámarksfjöldi þeirra sem fæddir eru 2005 og fyrr verður 100 manns í rými. Hámarksfjöldi áhorfenda verður 200 manns í rými sem skulu skráðir í númeruð sæti með nafni, kennitölu og símanúmeri. Mögulegt er að hafa fleiri en eitt rými, þ.e. með sérinngangi fyrir hvert rými og að komið sé í veg fyrir blöndun fyrir og eftir viðburð. Veitingasala óheimil á keppnisstöðum.