Ný reglugerð með enn frekari tilslökunum á fyrri takmörkunum tóku gildi að miðnætti í dag, 15. Júni og gilda til 29. júní næst komandi.
Helstu breytingar á reglugerð sem hafa áhrif á okkar starf eru:
- Heimilt verður að hafa að hámarki 300 þátttakendur í hverju rými á æfingum og í keppni.
- Grímur skal nota innandyra þar sem húsnæði er ekki vel loftræst eða ekki unnt að tryggja 1 metra nálægðartakmörk.
Covid-19 leiðbeiningar BFSÍ hafa verið uppfærðar í samræmi við þessar breytingar.
Hvert félag er með sóttvarnarfulltrúa sem hægt er að leita til ef einhverjar spurningar vakna varðandi reglugerðina.
Reglur BFSÍ varðandi framkvæmd æfinga og keppni er að finna hér.