Íþróttamannanefnd ÍSÍ hefur stofnað Facebook-hóp undir nafninu Íþróttamannanefnd ÍSÍ. Hópurinn er ætlaður fyrir allt íþróttafólk á Íslandi; alla iðkendur, keppendur, og íþróttafólk sem eru í verkefnum sem heyra undir sérsambönd Íslands s.s. BFSÍ.
Tilgangur hópsins er að vera vettvangur þar sem íþróttafólk getur haft samband við nefndina og nefndarmeðlimi, deilt pælingum og skoðunum, haft aðgang að alls konar fræðsluefni og fróðleik og verið í beinu sambandi við meðlimi nefndarinnar ásamt því að geta tekið þátt í þeim umræðum sem þar skapast.
Facebook hóp nefndarinnar er hægt að nálgast hér.
Hlutverk íþróttamannanefndar ÍSÍ er að vera málsvari íþróttamanna í samskiptum við ÍSÍ. Markmið þeirra eru m.a. að:
- fjalla um málefni sem tengjast íþróttafólki og koma með tillögur til ÍSÍ
- gæta réttinda og hagsmuna íþróttafólks og koma með tillögur til ÍSÍ
- viðhalda sambandi við íþróttamannanefnd IOC, EOC og annarra landa
- taka til umræðu tillögur sem ÍSÍ sendir nefndinni til umsagnar og snúa að hagsmunum íþróttafólks á afreksstigi.