Bogfimisamband Íslands boðar hér með til bogfimiþings 13. Mars 2021 í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal kl. 13:00.
Á bogfimiþingi hafa fulltrúar þeirra sambandsaðila sem eru skuldlaus við BFSÍ fjórum vikum fyrir bogfimiþing einir atkvæðisrétt, en rétt til setu á þinginu, með málfrelsi og tillögurétt hafa allir eftirfarandi þingfulltrúar:
1.
2.
3.
4.
5.
6.
stjórn BFSÍ;
framkvæmdastjórn og framkvæmdastjóri ÍSÍ;
héraðssambönd og íþróttabandalög;
fastráðnir starfsmenn BFSÍ;
allir nefndarmenn/fulltrúar BFSÍ;
fulltrúi menntamálaráðherra;
Auk þess getur stjórn BFSÍ boðið öðrum aðilum þingsetu telji hún ástæðu til.
Málefni sem sambandsaðilar óska að tekin verði fyrir á þinginu og framboð skulu berast stjórn BFSÍ minnst 3 vikum fyrir þing, þ.e. 20. febrúar.
Eigi síðar en tveimur vikum fyrir þingið, þ.e. 27. febrúar, skal BFSÍ senda sambandsaðilum síðara fundarboð í tölvupósti með dagskrá þings og upplýsingum um tillögur og mál sem leggja á fyrir þingið ásamt kjörbréfi.