Eftirfarandi voru valdir í hæfileikamótunarhóp BFSÍ 2021:
| Nafn | Bogaflokkur | Félag | Aldur 2021 | 
| Sara Sigurðardóttir | Trissubogi | Boginn | 18 | 
| Freyja Dís Benediktsdóttir | Trissubogi | Boginn | 16 | 
| Daníel Már Ægisson | Trissubogi | Boginn | 17 | 
| Halla Sól Þorbjörnsdóttir | Sveigbogi | Boginn | 17 | 
| Valgerður Einarsdóttir Hjaltested | Sveigbogi | Boginn | 19 | 
| Melissa Tanja Pampoulie | Sveigbogi | Boginn | 16 | 
| Pétur Már Birgirsson | Sveigbogi | Boginn | 16 | 
| Sigfús Björgvin Hilmarsson | Trissubogi | Boginn | 15 | 
| Daníel Hvidbro Baldursson | Trissubogi | Skaust | 16 | 
| Nóam Óli Stefánsson | Trissubogi | Hrói Höttur | 16 | 
10 október var sendur póstur á öll íþróttafélög innan BFSÍ og leitað meðmæla félagana á íþróttafólki í hæfileikmótunarhóp BFSÍ. Fresturinn sem gefinn var til þess að senda inn meðmæli var 30 október.
Áætlað var að velja um 10 einstaklinga í hópinn. 10 meðmæli bárust frá 3 íþróttafélögum. Íþróttastjóri BFSÍ taldi alla sem mælt var með standast viðmið fyrir hæfileikamótunarhóp og valdi því alla 10 sem mælt var með í hópinn.
Fyrir þá sem vita ekki hvað hæfileikamótun er þá væri stutt lýsing á því: einstaklingar sem talið er að með markvissri þjálfun geti náð viðmiðum ungmennalandsliðs í framtíðinni.
Megin markmið hæfileikamótunar BFSÍ er því að þróa íþróttafólk í stöður ungmennalandsliðs BFSÍ.
Einnig er hægt að horfa á hæfileikamótunarhóp sem varamannabekk fyrir ungmennalandslið. Mögulegt er að íþróttafólki í hæfileikamótun verði boðið að taka þátt í alþjóðlegum mótum með ungmennalandsliði t.d. til að fylla í lið. Kostnaður tengt slíkri þátttöku leggst á íþróttafólkið og/eða félögin að fjármagna.
Meðal verkefna sem áætlað er að bjóða upp á er:
- Tvær til þrjár æfingarbúðir með ungmennalandsliði (eftir því hvað Covid leyfir í samkomum og hópamyndun)
 - Fyrirlestrar og Q&A með erlendu afreksíþróttafólki (eins og Evrópu/heims/Ólympíumedalíuhöfum)
 - Aðgengi að heilbrigðisteymi (eftir þörfum hvers og eins)
 - Einkaþjálfun til að þróa einstaklinga í hópnum.
 - Möguleikar á þátttöku í ýmsum öðrum verkefnum eins og t.d. fjarverkefnum á vegum World Academy of sports, WorldArchery og ÍSÍ í samstarfi við BFSÍ.
 
BFSÍ mun gera sitt besta við að þátttökugjöld í þessum verkefnum verði lág.
Hæfileikamótun 2020 skilaði góðum árangri, um helmingur þeirra sem skilgreindir voru í hópinn náðu viðmiðum fyrir ungmennalandsliðshóp. Flestir íþróttamanna sem skipa ungmennalandsliði 2021 voru skilgreindir í hæfileikamótun 2020.
Hæfileikamótun BFSÍ mun þróast í takt við þróun bogfimiíþrótta á Íslandi. Líklegt telst að lögð verði meiri áhersla á yngra íþróttafólk í framtíðinni, eftir því sem barnastarf eykst innan félagana.
