Iðkenda tölfræði BFSÍ
Nokkuð jafn vöxtur BFSÍ síðasta áratug. 2019 skráði Skotíþróttafélag Ísafjarðar óvart alla sína iðkendur í bogfimi, sem útskýrir óeðlilega hoppið 2019. Ef tekið er tillit til þeirra mistaka þá er vöxturinn búinn að vera mjög jafn milli ára. Fallið 2016 var fyrsta tiltekt í iðkendaskrám hjá Boganum og Freyju sem var svo viðhaldið árlega til að sýna betur rauntölur. Iðkendatölur BF Bogans koma fyrst inn í tölur 2014, en félagið var stofnað 2012 og var í umsóknarferli að ÍSÍ og UMSK upp að þeim punkti sem útskýrir stórt hopp 2014. Enda er BF Boginn í dag stærsta aðildarfélag BFSÍ.
Mikil aukning hefur verið meðal ungmenna, þrátt fyrir stutt fall vegna kórónuveirufaraldursins og að hluta þar sem stærstu aðildarfélög BFSÍ færðu starfsemi sína í Nóra/Sportabler á sama tíma og endurspeglaði því betur rauntölur iðkenda. 2018 breyttust áherslur úr því að miða mest á fullorðins starf í það að miða mest á ungmenna starf. Sem hefur skilað góðum árangri. 2023 gleymdi BF Boginn að hreinsa til í iðkendaskrá á milli ára og því voru tölur á því ári hærri en ætla mætti, þar sem meirihluti ungmennastarfs á Íslandi er í því félagi. Stelpum er að fjölga hraðar en strákum og útlit að ef þróunin heldur áfram að stelpur yfirtaki stráka í íþróttinni á þessum áratug.
Kórónuveirufaraldurinn hafði mun meiri áhrif á eldri iðkendur en þá yngri. Það er bæði vegna faraldursins og vegna þess áherslur BFSÍ og flestra aðildarfélaga var að einbeita sér að ungmennastarfi og lágmarka áhrif faraldursins á ungmenni. 2019 hoppið er að stórum hluta villa skýrsluskilum iðkenda frá SkotÍs og ekki um gífurlega aukningu raunverulegra iðkenda. Það er þó útlit fyrir að fullorðnum iðkendum sé að fjölga aftur.
Hlutfall Íslandsmeistaratitla og Íslandsmeta stemmir nokkuð vel við iðkenda tölur bogfimifélaga, sem bendir til þess að félögin eru að skila nokkuð réttum tölum Vert er að geta að BF Boginn er stærsta bogfimifélag á Norðurlöndum bæði í iðkendafjölda og keppendafjölda, með töluverðum mun. Það ætti því ekki að nota Bogann sem staðal til samanburðar við önnur bogfimifélög á Íslandi, sem eru flest mun nær venjulegum iðkendafjölda annarra bogfimifélaga á Norðurlöndum. Ef fleiri aðildarfélög BFSÍ tileinka sér aðferðafræði og nálgun BF Bogans að fjölgun iðkenda og starfi félagsins (sem er byggt meira upp eins og íþróttafélag í hópaíþrótt) þá er gífurlega björt framtíð fyrir Bogfimi á Íslandi. Á heimsvísu eru algengast að bogfimifélög séu á milli 20-200 einstaklingar
BFSÍ er um 35% af stærð Finnlands og Danmerkur, þrátt fyrir að Ísland sé aðeins um 6% af stærð þeirra landa í íbúatölum.
Það sést en betur á iðkendum eftir höfðatölu að vel er staðið að starfi á Íslandi. Og Norðurlöndin almennt á pari við eða hærri en meðaltölur í Evrópu. Vinnur Ísland ekki alltaf alla á „höfðatölu“ 😉
Landsliðsverkefni tölfræði BFSÍ
Árið 2011 og fyrr voru 0 íþróttamenn skráðir í bogfimi í iðkenda tölfræði ÍSÍ. Þó að ýmis íþróttafélög og áhugamenn hafi stundað íþróttina sér til dægrardvalar í áratugi þá var ekkert skipulagt afreksstarf í íþróttinni. Skipulagt afreksstarf í íþróttinni hófst í raun á árunum 2012-2013 og því aðeins haldið utan um tölfræði Íslensks afreksstarfs í bogfimi frá árinu 2013. En vert að geta að BFSÍ var ekki stofnað fyrr en í desember 2019.
Á heildina litið (ef horft er framhjá Covid högginu) er mjög jafn vöxtur búinn að vera í þátttöku Íslands í erlendum vettvangi síðasta áratug. Þegar allar niðurstöður í landsliðsverkefnum eru teknar saman í eitt graf er áhugavert að sjá þróun getustigs Íslenskra keppenda og liða og hve langt þau hafa náð í keppni. Tölfræðin gefur til kynna að getustig þeirra sem eru að keppa á erlendum vettvangi hafi einnig aukist á síðasta áratug, þar sem fleiri komast lengra í keppni og vinna jafnvel til verðlauna. Við vonum svo að fjöldi verðlaunahafa fylgi svo því trendi í framtíðartölfræði. (Vert er að geta að 2017 var bogfimi tekin inn sem aukagrein á Smáþjóðaleikum. Þar sem erfiðleikastig þess móts er lágt m.v. önnur mót í Evrópu og heiminum (þar sem aðeins 9 minnstu þjóðir í Evrópu keppa þar) og þátttaka Íslenskra keppenda var há, þá var úrslita og verðlaunahafa tala hærri á því ári en venjulega mætti ætla. Ef það mót væri fjarlægt úr tölfræði er mjög jafn vöxtur og árið 2017 liggur nánast mitt á milli 2016 og 2018 í öllum þáttum.)
Covid setti stórt strik í tölfræðina og sýnir því illa vöxtinn á íþróttinni 2020-21. Sveifla var lengi á þátttökufjölda eftir því hvar í heiminum HM/EM voru haldin, þar sem enginn fjárstuðningur var í boði fyrir íþróttafólk áður en BFSÍ var stofnað í desember 2019 og þar sem HM/EM utandyra skiptast á árum (EM slétt ár og HM odda ár). EM innandyra var aflýst 2020 og 2021 vegna Covid og svo 2023 vegna náttúruhamfara í Tyrklandi (jarðskjálfta). En það var haldið 2022 sem sýnir óvenjulega mikið hopp í þátttöku það ár. Það verður því langt þar til að þessar tölur munu sína markverðan samanburð á þróun þátttökutalna HM/EM. Aðra en þá þróun að tölfræðin bendir til þess að getustig á HM/EM í meistaraflokki hafi aukist mikið út frá því hve langt Ísland er að ná í keppni, en ekki næg tölfræði til að sjá langtíma trends og mikið af því hægt að rekja til aukinnar áherslu á markbogfimi innandyra.
Ísland í áratuga tölfræðinni er nánast nýbyrjað að taka þátt á HM/EM ungmenna. Eins og ætla mætti miðað við að áhersla í íþróttinni var nánast einungis á fullorðins starf til ársins 2017. Áhersla á afreksstarf í ungmennastarfi byrjaði ekki fyrr en 2017 að einhverju leiti, og svo tekur eðlilega tíma að skapa íþróttafólk sem er á því leveli að þeir séu tilbúnir að keppa á HM/EM. Kórónuveirufaraldurinn og nátttúruhamfarir höfðu svo áhrif tölfræðina 2020-2023. 2024 er í raun fyrsta árið með að mestu ótrufluðu starfi frá árinu 2019. Því er ekki mikið hægt að lesa í langtíma þróun tölfræði um HM/EM ungmenna að svo stöddu, annað en að tölfræði virðist lofa mjög góðu.
Fyrsti kepppandi á EM ungmenna var Guðbjörg Reynisdóttir 2019 og keppti hún um brons á EM í víðavangsbogfimi 2019 í U21 flokki berboga. 2022 jafnaði Anna María Alfreðsdóttir árangurinn á EM U21 innandyra og tapaði bronsleiknum í trissuboga. Fyrstu verðlaun Íslands á hæsta stigi voru á Indoor World Series U21 var Freyja Dís Benediktsdóttir 2023 (IWS finals telst hæsta stig innandyra og því ígildi HM innandyra í skilgreiningum ÍSÍ á þeim tíma). Fyrstu verðlaun Íslands á EM voru 1 gull, 2 silfur og 1 brons sem komu öll á sama EM innandyra 2024, Lóa Margrét Hauksdóttir með silfur, Baldur Freyr Árnason með brons, berboga karla lið með gull og berboga kvenna lið með silfur, góð uppskera þar.
Það væri ekki rangt að segja að mögulegt er að rekja nánast allan árangur í bogfimi á erlendum vettvangi í meistaraflokki og ungmennaflokkum, til baka til ákvörðuninnar að breyta áherslum í afreksstarf ungmenna 2017. Árangur í afreksstarfi í meistaraflokki, er afleiðing af árangri í afreksstarfi ungmenna, því ætti stærsta áherslu atriðið í afreksstarfi að vera á afreksstarf ungmenna og að skapa framtíðar kynslóðir afreksfólks, en of lítil áhersla og stuðningur er almennt lögð á afreksstarf ungmenna á Íslandi.
2017 var eina skiptið sem keppt var í bogfimi á Smáþjóðaleikum (eða EM Smáþjóða eins og sum sérsambönd virðast kalla það). Sem útskýrir óvenjulega sveiflu eitt árið þar sem mun fleiri komast í úrslit og vinna til verðlauna en venjulega væri í mótum með þátttöku á heimsvísu.
Áherslum var breytt 2016-17 og meiri áhersla sett á hæfileikamótun og ungmenna landsliðsverkefni. Með því fylgja hærri þátttökutölur og árangur í C landsliðsverkefnum á árunum þar á eftir. Sérstaklega þegar horft er til Norðurlandameistaramóts ungmenna, sem Ísland tók fyrst þátt í 2018. Svo kemur sama gamla tuggan að sjálfsögðu setti kórónuveirufaraldurinn gott strik í reikninginn 2020-2022.
Staða á heimslista og Evrópulista
Staða besta liðsins hefur staðið í stað í 7 sæti í Evrópu og 21 sæti í heiminum, en staða einstaklinga hefur fallið mikið. Það er miklu leiti hægt að rekja til þess að oft eru ekki sömu einstaklingar í liðunum vegna kostnaðar við þátttöku í landsliðsverkefnum. Margir af þeim einstaklingum eru einnig enþá að keppa í ungmennaflokkum og engin stig eru gefin á utandyra heimslista og Evrópulista fyrir árangur á HM/EM/Evrópubikarmótum ungmennna og t.d. EM fullorðinna innandyra o.fl.
Þar sem að bogfimiíþróttir eru margar og víðar settum við upp fyrir ofan einfalda samantekt af stöðu hæsta liðs Íslands og hæsta einstaklingi Íslands á heimslista og Evrópulista. Til að auðvelda fyrir almennum iðkendum og áhugamönnum að fá grófa hugmynd um stöðu BFSÍ í heiminum og í Evrópu. Öll stig á heimslistum og Evrópulistum fyrnast á 12-24 mánuðum og því gefa listarnir nokkuð góða af núverandi stöðu.
Samtals eru 42 ranking listar sem heimssambandið heldur utan um. 10 heimslistar og 10 Evrópulistar, 16 World Series heimslistar og 6 World Cup heimslistar, Evrópusambandið heldur einnig utan um U21 og U18 lista í Evrópubikarmótaröð ungmenna og svo eru um 22 ranking listar fatlaðra. BFSÍ er með einstaklinga sem eru hærri á sumum af þeim listum, en til einföldunar var ákveðið að nota þetta fyrirkomulag fyrir ofan með klassíska utandyra heimslista og Evrópulista. Mismunandi fyrirkomulag er einnig tengt mismunandi heims- og/eða Evrópulistum. (einstaklinga, liða, blandað lið, kyn, keppnisgrein, íþróttagrein, aldursflokkur). Því getur verið erfitt að framsetja efnið á veg sem er auðveldan hátt fyrir þá sem eru ekki tengdir íþróttinni.
https://www.worldarchery.sport/rankings/world-ranking?category=Compound%20Women&event=Team
Innlend móta tölfræði BFSÍ
Þáttaka á mótum er að aukast aftur eftir kórónuveirufaraldurinn, en fjöldi móta sem haldin eru á ári hefur einnig hjálpað til við að fjölga þátttökum á mótum.
Félög og íþróttafólk er mismunandi þátttökumiðað og meiri hluti iðkenda í íþróttinni hefur ekki áhuga á því að taka þátt í „alvöru“ mótum. Verið er að vinna að nýjum viðburðum 2025 sem höfða meira til almennra iðkenda, eins og Vertu memm!! sem er online lýðheilsuverkefni til þess að stuðla að þátttöku áhugamanna í mótum.
Langboga var bætt við sem formlegri keppnisgrein frá og með árinu 2025, en langbogi hefur verið óformleg keppnisgrein á Íslandsmótum og fleiri minni mótum síðustu 2 ár á meðan á innleiðingarferli greinarinnar stóð. Fyrstu Íslandsmeistaratitlar í langboga verða afhentir 2025. Þátttaka í berboga hefur verið að aukast hratt, en þátttaka í sveigboga, trissuboga og berboga er nokkuð jöfn í dag.
Bogfimi er langmest stunduð innandyra á Norðurlöndum, eins og eðlilegt mætti teljast miðað við veðurfar. En þó er meiri þátttaka í Víðavangsbogfimi á öðrum Norðurlöndum heldur en í utandyrabogfimi, sú þróun hefur dregist á eftir á Íslandi. Sem er þó undaralegt þar sem við höfum átt íþróttafólk sem keppt hefur til verðlauna á Evrópumeistaramótum í víðavangsbogfimi. En erfitt hefur reynst að byggja upp áhuga á víðavangsbogfimi meðal almennra iðkenda og skortur er á aðstöðu til að stunda bæði víðavangsbogfimi og utandyrabogfimi á Íslandi.
Þátttaka á Íslandsmótum ungmenna er að aukast á ný eftir að kórónuveirufaraldurinn setti stopp á fyrri vöxt í íþróttinni.
Þátttaka á Íslandsmótum öldunga (30+, 40+, 50+, 60+ og 70+) hefur hins vegar hrunið frá því að kórónuveirufaraldurinn skall á, og hefur ekki en sýnt merki um að jafna sig.
Þátttaka á Íslandsmeistaramótum staðnaði í kórónuveirufaraldrinum, og hefur nokkurn veginn staðið í stað síðan þá. Meirihluti keppanda á Íslandsmeistaramótum eru almennt einstaklingar sem eru einnig að keppa í landsliðum og því hefur fækkun fullorðinna iðkenda almennt líklega ekki haft mikil áhrif á þátttöku á ÍM í meistaraflokki.
Samfélagsmiðlar
Ítarlegar fréttaskriftir hafa verið áhersla hjá BFSÍ á síðustu árum. Þó er alltaf nauðsynlegt að auka umsvif þar og fjölda birtra fréttagreina á árinu fækkaði í fyrsta sinn. Það er meðal annars hægt að rekja til þess að verið er að þróa aðra miðla í fréttabirtingum s.s. instagram, anna starfsmanna BFSÍ í öðrum verkefnum og persónulegra aðstæðna starfsmanna BFSÍ sem komu upp á árinu.
Áhorf á Archery TV Iceland Youtube rásina bæði í fjölda klukkustunda og fjölda áhorfa hefur rokið upp á síðustu tveim árum og vex en töluvert.
2024 horfðu Íslendingar mest á beinu streymin af mótum á Youtube rásinni og Filippseyjar þar í öðru sæti, líklega þar sem sumt af okkar besta fólki á ættir sínar að rekja þanngað.
En er verið að þróa stuttmyndbönd á Youtube rásinni og því lítið hægt að lesa í þær tölur fyrir árið 2024.
Það kemur þó á óvart að þegar kemur að stökum gull og brons úrslitaleikjum frá Íslandsmótum er mesta áhorfið erlent og Ísland nær varla inn á topp 20 listann í áhorf á þeim myndskeiðum. Það er líklega hægt að rekja til þess að Íslendingar hafa flestir þegar séð leikina í beinu streymunum.
BFSÍ stendur meðal fremstu sérsambanda á Íslandi og meðal fremstu landssambanda í heiminum í myndskeiðum. Margar þjóðir hafa nálgast Íslendinga til þess að fá ráð um hvernig þeir geta náð sama árangri sínum löndum og starfsfólk BFSÍ hefur aðstoðað nokkrar þjóðir við að koma slíku af stað.
Engin bjóst við að BFSÍ væri hér efst á lista þegar að tölur voru teknar saman fyrst 2022 af áskrifendum til samanburðar. En gífurleg aukning var 2023 og tvöfölduðust áskrifendatölur af Youtube rásinni. Ef 5 hópaíþrótta sérsamböndum innan ÍSÍ er bætt við er BFSÍ í 3 sæti og búið að yfirtaka áskrifendafjölda á handbolta og körfubolta Youtube rásunum.
Lítil áhersla hefur verið lögð á Facebook hjá BFSÍ, þar sem mest áhersla hefur verið á fréttagreinar á vefsíðum archery.is og bogfimi.is og sjónvörpun viðburða BFSÍ á Youtube. Facebook síðurnar hafa nánast bara verið notaðar til þess að endurbirta fréttir sem birtar voru á fréttasíðunum archery.is og bogfimi.is. Áætlað er að gefa meira í þróun annarra samfélagsmiðla BFSÍ á næstu árum, en tryggja fyrst að halda uppi því sem vel er gert.
Samanburður frá 2022 á nokkrum stórum sérsamböndum ÍSÍ við BFSÍ ásamt íþróttafrétta síðum fjölmiðla. Nánara samstarf við Bogfimisetrið í miðlun frétta um starf BFSÍ mun líklega ná til fleiri innan almennings sem hafa áhuga á fréttum um bogfimi og gengi Íslands í íþróttinni. Þar sem að landsfréttamiðlar sína almennt lítinn áhuga á íþróttum öðrum en fótbolta, handbolta og körfubolta, og þeim íþróttum sem þeir íþróttafréttamenn hafa persónulega áhuga á.
Click to access 2022_World_Archery_Annual_Report_2022.pdf
Ísland kemur mjög vel út og er í topp 10 í öllum mælikvörðum á sýnileika á Youtube af 170 aðildarþjóðum World Archery. Ansi vel af sér vikið fyrir lítið sérsamband í smáþjóð. Myndirnar tvær hér fyrir ofan eru úr úr samfélagsmiðlaskýrslu World Archery 2022.
Click to access 2023_World_Archery_Annual_Report_2023.pdf
Ísland kom mjög vel út í samfélagsmiðla skýrslu World Archery 2023 tengt myndskeiðum á samfélagsmiðlum og hækkaði á listanum í topp 5 landssambanda. Það væri því ekki rangt að segja að Íslands sé með heimsklassa sýnileika í íþróttinni í myndskeiðum á samfélagsmiðlum. Þetta sýnir að töluverður áhugi er á efni um bogfimi íþróttir á Íslandi og að gríðarlega vel sé staðið að verki hjá starfsfólki BFSÍ, sem er að vinna heimsklassa starf í sýnileika íþróttarinnar og útbreiðslu. (Myndirnar tvær fyrir ofan eru mælikvarðar á Youtube og myndin fyrir neðan myndskeið af bæði Youtube og öðrum myndskeiða samfélagsmiðlasíðum)
Kynjahlutföll innan BFSÍ
Kyn hafa jöfn tækifæri til þess að taka þátt í öllum þáttum starfs BFSÍ. Engar sérstakar aðgerðir eru til staðar til þess að jafna kynjahlutföll. Áhugavert er þó að hlutfall kvenkyns iðkenda og þá sérstaklega yngri iðkenda er að hækka ár eftir ár. Almennt er hærra hlutfall kvenna sem hefur áhuga á keppni og afreksstarfi í íþróttinni. Þó að engin sérstök verkefni eða aðgerðir séu til staðar í starfi BFSÍ til þess að stuðla að aukinni þátttöku kvenna sérstaklega. Annað en að tryggja að allir hafi jafnt aðgengi að ástundun og keppni óháð kyni.
Konurnar hafa haldið áfram að yfirtaka þátttökutölur á Íslandsmótum og þá sérstaklega ungar konur. Þátttaka kvenna hefur næstum tvöfalst frá árinu 2018. Það er útlit fyrir að þegar að konur og karlar hafa jafnt aðgengi að því að keppa í íþróttinni að hærra hlutfall kvenna hafi áhuga á því að taka þátt á Íslandsmótum. Sem er áhugavert þar sem að fleiri karlar eru í iðkendatölum BFSÍ og því mögulega meira keppnisskap í Íslenskum konum. Þessi þróun er öfugt við tölfræði í öllum öðrum löndum, þar sem karlar eru í miklum meirihluta og sífellt verið að hvetja landssambönd í íþróttinni að setja á fót aðgerðir til þess að stuðla að þátttöku kvenna innan sinna raða.
Fyrstu kynsegin keppendur tóku þátt 2022 í keppni óháð kyni og þátttaka þeirra hefur aukist. Aðeins um 0,04% Íslendinga eru skráðir kynsegin/annað í þjóðskrá og þetta hlutfall kynsegin fólks í íþróttinni er því hlutfallslega gífurlega hátt m.v. íbúafjölda. BFSÍ hefur ekki staðið fyrir neinum sérstökum aðgerðum eða verkefnum til þess að fjölga kvenkyns eða kynsegin keppendum á Íslandsmótum. BFSÍ hefur aðeins unnið að því að regluverk, mótafyrirkomulag og slíkt sé jafn aðgengilegt fyrir allar kynskráningar í þjóðskrá.
Ef þessi þróun heldur áfram á þessari braut næsta áratug þá gæti BFSÍ þurft að standa fyrir sérstökum verkefnum eða aðgerðum til þess að stuðla að þátttöku karla í íþróttinni, öfugt við allar aðrar þjóðir í heiminum 😅
Verðlaunahafar á HM/EM
Á þessum hlekk er hægt að finna alla Íslenska verðlauna hafa í landsliðsverkefnum. Ásamt öllum niðurstöðum Íslendinga í landsliðsverkefnum frá árinu 2017. Gögnin eru samantekt sögulegra gagna úr niðurstöðum alþjóðlegra mót.
Uppfærð tölfræði
Uppfærðar tölfræðilegar upplýsingar er einnig hægt að finna árlega í Ársskýrslu BFSÍ sem hægt er að finna síðum formannafunda og bogfimiþinga á bogfimi.is
You must be logged in to post a comment.