You are currently viewing Fyrstu verðlaun Íslands á EM í víðavangsbogfimi í sögu íþróttarinnar

Fyrstu verðlaun Íslands á EM í víðavangsbogfimi í sögu íþróttarinnar

Íslendingar tóku tvö brons verðlaun á Evrópumeistaramótinu í víðavangsbogfimi (field archery). Mótið var viku langt og haldið í Ksiaz-Walbrzych Póllandi 13-20 september.

Þetta eru bestu niðurstöður Íslands til dags á EM í víðavangsbogfimi og fyrsta sinn (utan öldungaflokka) þar sem Ísland vinnur til verðlauna á EM í víðavangsbogfimi. Ekki verra að það náðist bæði í fyrsta sinn í einstaklingskeppni og í liðakeppni í sögu íþróttarinnar í víðavangsbogfimi á mótinu. Næst því hafði Ísland komist árið 2019 þegar að Guðbjörg Reynisdóttir endaði í 4 sæti í berboga U21 kvenna á EM í víðavangsbogfimi. Þetta er því frábær og sögulegur árangur fyrir Ísland.

Ísland skipaði aðeins tveim keppendum á EM og þeir skipuðu einnig blönduðu liði (1kk+1kvk í sömu keppnisgrein). Því voru 100% af keppendum Íslands sem unnu til verðlauna á EM  að þessu sinni sem er býsna gott og fáar þjóðir sem geta státað sig af slíku.

Samtals voru 25 Evrópuþjóðir og 209 þátttakendur á EM víðavangi að þessu sinni. Af þeim 25 þjóðum var Ísland í 9 sæti á heildarfjölda verðlauna EM og 13 sæti mælt á vægi verðlauna EM G/S/B (horft yfir allar 3 keppnisgreinar, bæði kyn og báða aldursflokka U21/meistaraflokk á EM)

Niðurstöður Íslenskra keppenda og liða á EM:

  • Brons – Trissuboga U21 blandað lið (mixed team 1kk+1kvk)
  • Brons – Ragnar Smári Jónasson – Trissubogi U21 karla einstaklingskeppni
  • 4 sæti – Þórdís Unnur Bjarkadóttir – Trissubogi U21 kvenna einstaklingskeppni

Gaman er að geta þess að þetta er í fyrsta sinn sem bæði Þórdís og Ragnar keppa í víðavangsbogfimi, en þau hafa bæði náð góðum árangri í markbogfimi alþjóðlega hingað til og með nokkur verðlaun hvort á EM og/eða Evrópubikarmótum ungmenna.

Sýnt var beint frá brons úrslitaleikjum Þórdísar og Ragnars á EM á Youtube rás Evrópskabogfimisambandsins (World Archery Europe). En sökum fjölda keppenda og þeirrar tímaþröng sem það setti á skipulag mótsins yfir vikuna voru sumir úrslitaleikirnir ekki sýndir á streyminu, þar með talið liðakeppnin í þeirra flokki. En mælum með að kíkja á einstaklings úrslitin okkar fólks með því að smella hér fyrir neðan.

Við mælum einnig með því að skoða myndirnar af mótinu þar sem margar þeirra eru frábærar. https://bogfimi.smugmug.com/EM-Field-P%C3%B3lland-2025

Keppnin var bæði upp, niður og á pari hjá okkar fólki, á EM. Sem er óvenjulegt að það gerist allt á sama móti. Í lokaniðurstöðum var liðið á pari við áætlun (qual 3 sæti og final 3 sæti), Ragnar endaði hærra en áætlað og náði verðlaunum (qual 6 sæti og final 3 sæti) og Þórdís endaði lægra en áætlað og náði ekki verðlaunum (qual 2 sæti og final 4 sæti)… Þannig að við erum mjög sátt, gífurlega ánægð og gífurlega svekkt með loka niðurstöðurnar, allt á sama tíma 😅 Tilfinningalegt rússíbana EM í þetta sinn. Þannig að á heildina litið erum við sátt?

Í trissuboga liðakeppni var liðið í 3 sæti í undankeppni EM og endaði í 3 sæti eftir úrslitaleikina. Þannig að basically á pari við þær niðurstöður sem mætti áætla út frá undankeppni EM. Bretland tók gullið og Ítalía silfrið, en þau lið voru sterkustu liðin í undankeppni EM. Í liðakeppni endaðu lokaniðurstöðurnar nákvæmlega eins og niðurstöðurnar í undankeppni EM, þó að vonin hafi verið að Ísland kæmist í gull úrslitaleikinn með því að slá Ítalíu út í undanúrslitum, þá varð ekki af því að þessu sinni, enda fyrsta sinn sem Ísland skipar liði á EM í víðavangsbogfimi og ekki amalegt að byrja með bronsi.

Ragnar Smári Jónasson sýndi frábæra frammistöðu í sínum flokki. Ragnar var í 6 sæti í undankeppni EM, en náði að vinna útsláttarleikinn í 8 manna úrslitum gegn Bretanum Ioan Rees sem var í 3 sæti undankeppni EM, með aðeins einu stigi!! Ragnar var „underdog“ í leiknum, Bretinn var talinn sigurstranlegri í leiknum með um 0,26 stigum per ör hærra skor en Ragnar að meðaltali í undankeppni EM. Sem þýðir að á hverjum 4 örvum ætti Bretinn að skora 1 stigi hærra að meðaltali. Sem er mjög lítill munur þegar úrslitaleikur er aðeins 12 eða 18 örvar. En stundum á maður góða daga og stundum lélega og það hitti rétt fyrir Ragnar að þessu sinni að eiga góðan dag þegar Bretinn átti venjulegann dag og Ragnar kom sér því í undanúrslit EM.

Í undanúrslitum mætti Ragnar góðum vini sínum sem hafa oft leikið á móti eða með hver öðrum Viktor Gogala frá Slóveníu sem var einnig talinn sigurstranlegri um sirka 0,33 stig per ör hærra skor í undankeppni EM. Sem þýðir að á hverjum 3 örvum er sá Slóvenski að skora 1 stigi hærra en Ragnar. Þar tók sá Slóvenski sigurinn, en þurfti að hafa fyrir því þar sem að munaði aftur aðeins einu stigi í leiknum!!  (Viktor skalf verulega í síðasta skotinu af því að það var svo mikið undir).

Ragnar fór því i brons úrslitaleikinn þar sem hann mætti Filip Reitmeier frá Tékklandi, sem er einnig góður vinur Íslendinga. Brons leikur var þó mjög jafn þar sem það munaði aðeins 0,12 stigum per ör á þeim í undankeppni EM, því nánast hlutkesti hvor væri líklegri til að vinna fyrir leikinn. En Ragnar kom þar inn með mjög sterka frammistöðu þrátt fyrir að vera 1 stigi undir í hálfleik vann hann leikinn örugglega 58-54 og tók fyrsta einstaklings brons í sögu Íslands á EM í víðavangsbogfimi (fyrir utan öldungaflokka).

Ragnar getur verið mjög ánægður með sína frammistöðu á EM og þann sögulega árangur sem hann náði að bæði vinna til fyrstu einstaklingsverðlauna og fyrstu liðaverðlauna sem Ísland hefur unnið til á EM í víðavangsbogfimi.

Þórdís Unnur Bjarkadóttir endaði því miður akkúrat á hinum endanum.

Þórdís var í öðru sæti í undankeppni EM, sem er besta niðurstaða sem Íslendingur hefur náð í undankeppni EM í sögu íþróttarinnar. Þórdís var því talin líkleg til þess að komast í gull úrslitaleikinn, og jafnvel taka fyrsta Evrópumeistaratitil Íslands í víðavangsbogfimi. En var óheppin og tapaði undanúrslitaleiknum gegn Isabella frá Ítalíu með aðeins 1 stigs mun, leikur sem var sirka 52/48 líkur á að Þórdís myndi sigra þar sem hún var með 0,08 stig per ör hærra en sú Ítalska í undankeppni EM. Þannig að leikurinn var nánast hlutkesti tölfræðilega séð, en Þórdís fór því í brons leikinn.

Í brons úrslitaleiknum var Þórdís talin mun líklegri til sigurs með um 0,27 stigum hærra skor en andstæðingurinn Bernadett frá Rúmeníu. Sem þýðir að að meðaltali er Þórdís að skora 1 auka stig fyrir hverjar 4 örvar sem skotið er. En sú Rúmenska skaut leik lífs síns með ótrúlegt skor af hreinni heppni sem hún skyldi ekki sjálf hvernig hún náði og setti Þórdísi í fjórða sæti EM og mjög óvænt út af verðlaunapallinum sem var mjög svekkjandi.

Þórdís stóð sig als ekki illa í undanúrslitum, né í bronsleiknum, sú Rúmenska var bara hryllilega heppin og skoraði 6-6-6 fullkomið skor á fyrsta og erfiðasta skotmarki úrslitaleikjana, sem er langt út fyrir hennar venjulega getustig. Sem dæmi þá skoraði ríkjandi heimsmeistari í karla flokki 6 í fyrsta skotinu á því skotmarki, semsagt fullkomlega stilltur fyrir næstu 2 skot en þurfti þrátt fyrir það að sætta sig við 5-5 í næstu tveim skotum. (Í undanúrslitaleiknum sínum skoraði hann aðeins einu sinni út fyrir 6 hringinn). Fáir sem kepptu í úrslitaleikjum dagsins skautu 6 á því skotmarki yfirhöfuð.

En svona er þetta í bogfimi, útsláttarkeppnin og hver úrslitaleikur eru mjög fáar örvar og bíður því upp á ákveðna heppni/sveiflu í niðurstöðum, þó að hæfnin eigi eftir að sigra tölfræðilega séð oftast að meðaltali. En  ef „underdog“ getur sigrað þig á réttum degi, þá þýðir það að þú getur verið „underdog“ og sigrað einshvern sem er hærra settur en þú. Bæði gerðist á þessu móti hjá Íslensku keppendunum og því erum við sátt, gífurlega ánægð og gífurlega svekkt á sama tíma.

Mótið sjálft var samt mjög skemmtilegt, þó að bæði Þórdís og Ragnar hafi meiri áhuga á markbogfimi og muni líklega halda sínum áherslum þar í framtíðinni, þá er ekki ólíklegt að við sjáum þau keppa aftur á HM eða EM í víðavangsbogfimi í framtíðinni.

Margt annað gerðist í vikunni sem væri hægt að fjalla um, en þá yrði þessi fréttagrein að bók og því aðeins stiklað á því stóra og nokkrum skemmitlegum atriðum.

Hvernig virkar keppni á HM/EM í víðavangsbogfimi?

Íslendingum ætti að vera mest kunnugt um markbogfimi innandyra og markbogfimi utandyra sem er mest stunduðu íþróttagreinarnar í bogfimi á Íslandi. Markbogfimi utandyra er m.a. að finna á Evrópuleikum og Ólympíuleikum (þó að tillaga hafi legið fyrir að bæta við innandyra markbogfimi á ÓL 2028 sem var ekki samþykkt að þessu sinni). Víðavangsbogfimi er m.a. keppt á á Heimsleiknum (World Games).

Í markbogfimi er skotið á sömu fjarlægð og skífustærð allt mótið. Sem dæmi innandyra væri það 18m á 40cm skífu, utandyra mismunandi fjarlægðir og skífustærðir eftir keppnisgreinum. Í víðavangsbogfimi í undankeppni HM/EM er skotið á 48 mismunandi skotmörk, öll á mismunandi fjarlægðum, 3 örvum á hvert skotmark. 24 skotmörk eru á þekktum fjarlægðum, 24 skotmörk eru á óþekktum fjarlægðum. Í reglunum er tekið sérstaklega fram að gera eins krefjandi og mögulegt er að áætla fjarlægðir og hitta á skotmörkin, oft er skotið upp hæð eða niður hæð í gífurlegum halla, skotmörkin halla, fótfesta er lítil þar sem staðið er í hæð, oftar en ekki út í skógi, en getur verið hvar sem er á „víðavangi“, sem er forsenda nafnsins á íþróttagreininni á Íslensku. Í grunninn er víðavangsbogfimi eins frábrugðið markbogfimi og mögulega getur verið. Að bera saman víðavangsbogfimi og markbogfimi er svolítið eins og að bera saman hafnabolta og golf, báðar íþróttir sem nota kylfur og bolta… en engan vegin líkar íþróttagreinar.

Afhverju eru svona margar tegundir af bogfimi?

Í raun eru ekki óvenjulega margar íþróttagreinar í bogfimi. Haldin eru HM/EM í fjórum íþróttagreinum í bogfimi alþjóðlega, þar sem reglur og keppnisfyrirkomulag er mjög mismunandi eftir íþróttagrein:

  • Indoor target archery (Markbogfimi utandyra)
  • Outdoor target archery (Markbogfimi utandyra)
  • Field archery (Víðavangsbogfimi)
  • 3D archery (3D Bogfimi)

Til að koma með samlíkingu af íþróttagreinum í fótbolta:

  • Association football (betur þekkt sem football eða fótbolti)
  • Futsal (innandyra fótbolti)
  • Beach soocer (strand fótbolti)
  • (Svo er hægt að deila um hvort að Amerískur fótbolti, rugby Teqball og slíkt eigi heim líka inni sem íþróttagreinar í fótbolta en það eru greinar utan FIFA, þannig að við teljum þær ekki með)

Allt íþróttagreinar sem eiga einhvern grunn sameiginlegt (bolta eða boga). En eru mjög frábrugðnar hver annarri á flesta alla aðra vegu, og því við hæfi að flokka þær sem algerlega aðrar íþróttagreinar. Því eru mörg HM/EM á ári í bogfimi, eins og það eru mörg HM/EM á ári í „boltafimi“ eða „spaðafimi“.

Endum fréttina á smá mynda albúmi upp á gamanið 😉

Vonum að allir finni leiðina aftur til baka úr skóginum. Þvílíkt magn af moskító flugum, klifri og leðju sem keppendur þurftu oft að díla við.

Þeir gátu auðveldlega sett skotmörkin beint upp á göngustígnum, eða sett skífurnar beinar á skotmarkið. En allt er gert til að reyna að reyna að rugla keppendur í halla, fram/aftur/hægri/vinstri og reynt eftir bestu getu að fá þá til að skora lægra (eða eins og það er kallað í reglubókinni „að gera aðstæður krefjandi“ 😂)

OMG ég er í finals á EM og þarf að veifa áhorfendum þegar leikurinn minn er kynntur.

Ertu að grínast í mér, náði ég þessu!!! Brons á EM, ég trúi því ekki (það sem Ragnar er líklega að hugsa þarna)

Með tvo keppendur sem eru báðir í úrslitum og einn þjálfara þá þarf að fá lánað úr öðrum löndum í cheer squad og skorara (agents) fyrir úrslitaleikina og ýmislegt. Norðmenn, Bretar, Svíjar, Tékkar, Slóvenar og fleiri þjóðir alltaf til í að styðja vini sína frá Íslandi.

Sum lönd komu með áhugaverð stuðningsteymi (hundar í Þýska landsliðsbolnum)

 

Alltaf gaman að sjá Íslenska fánann reistann á EM þó að það sé sjaldgæft.