You are currently viewing 18 Íslandsmet og 32 Íslandsmeistaratitlar veittir á ÍM ungmenna og öldunga um helgina

18 Íslandsmet og 32 Íslandsmeistaratitlar veittir á ÍM ungmenna og öldunga um helgina

Íslandsmót ungmenna og öldunga voru haldin á Fagradalsvelli í Kópavogi í einu besta veðri sem nokkurtíma hefur verið á Íslandsmóti.

Það sást vel á skorum keppenda enda mörg met slegin. Metið sem var líklega mest tekið eftir var Íslandsmetið í meistaraflokki trissuboga karla 687 stig, sem var áður 683 stig (af 720 mögulegum). En það telst alltaf til tíðinda þegar að met á æðsta stigi íþróttarinnar fellur, sérstaklega þegar að unglingur nær því á ungmenna móti!

Íslandsmót ungmenna og öldunga samanstóð af tveim mótum

  • ÍM U16 og U18 laugardaginn 9 ágúst
  • ÍM U21 og 50+ sunnudaginn 10 ágúst

Í heildarfjölda Íslandsmeistaratitla yfir bæði mótin tók BF Boginn í Kópavogi sigurinn, ÍF Akur á Akureyri á hælum þeirra í öðru og LF Freyja í Reykjavík í þriðja.

Mótin gengu mjög vel þó að margir hafi verið blindaðir af sólinni, sem er almennt í felum á Íslandmótum. Margt og mikið gerðist yfir helgina og aldrei hægt að ná yfir allt í einni stuttri samantektar frétt. En fjallað verður nánar um þá sem unnu til titla í fréttum á archery.is á næstu dögum.

Íslandsmeistaratitlar sem veittir voru á mótinu:

  • Sveigbogi:
    • U16 kvenna – Eva Kristín Sólmundsdóttir ÍFA
    • U16 (óháð kyni) – Eva Kristín Sólmundsdóttir ÍFA
    • U16 lið – ÍF Akur
      • Eva Kristín Sólmundsdóttir ÍFA
      • Emma Rakel Björnsdóttir
    • U18 kvenna – Anna Guðrún Yu Þórbergsdóttir BFB
    • U18 (óháð kyni) – Anna Guðrún Yu Þórbergsdóttir BFB
    • U21 kvenna – Anna Guðrún Yu Þórbergsdóttir BFB
    • U21 karla – Ari Emin Björk ÍFA
    • U21 (óháð kyni) – Ari Emin Björk ÍFA
    • U21 lið – ÍF Akur
      • Freydís Bergsveinsdóttir
      • Ari Emin Björk
  • Trissubogi:
    • U16 karla – Magnús Darri Markússon BFB
    • U16 (óháð kyni) – Magnús Darri Markússon BFB
    • U16 kvenna – Sóldís Inga Gunnarsdóttir
    • U16 lið – BF Boginn
      • Magnús Darri Markússon
      • Sóldís Inga Gunnarsdóttir
    • U18 kvenna – Þórdís Unnur Bjarkadóttir BFB
    • U18 (óháð kyni) – Þórdís Unnur Bjarkadóttir BFB
    • U21 karla – Ragnar Smári Jónasson BFB
    • U21 kvenna – Þórdís Unnur Bjarkadóttir BFB
    • U21 (óháð kyni) – Ragnar Smári Jónasson BFB
    • U21 lið – BF Boginn
      • Ragnar Smári Jónasson
      • Þórdís Unnur Bjarkadóttir
    • 50+ karla – Albert Ólafsson BFB
    • 50+ kvenna – Sveinbjörg Rósa Sumarliðadóttir BFB
    • 50+ (óháð kyni) – Albert Ólafsson BFB
    • 50+ lið – BF Boginn
      • Sveinbjörg Rósa Sumarliðadóttir
      • Albert Ólafsson
  • Berbogi:
    • U16 karla – Dagur Ómarsson BFB
    • U16 (óháð kyni) – Dagur Ómarsson BFB+
    • U16 lið – ÍF Akur
      • Patrekur Ýmir Andrason
      • Alxander Andrason
    • U18 kvenna – Lóa Margrét Hauksdóttir BFB
    • U18 (óháð kyni) – Lóa Margrét Hauksdóttir BFB
    • U21 kvenna – Heba Róbertsdóttir BFB
    • U21 (óháð kyni) – Heba Róbertsdóttir BFB
  • Langbogi:
    • U21 kvenna – Vala Lovísa Andersen Daníelsdóttir LFF
    • U21 (óháð kyni) – Vala Lovísa Andersen Daníelsdóttir LFF

Einnig voru keppendur sem unnu til gull verðlauna í 30+ og 40+ flokkum, en aðeins 50+ telst til formlegs Íslandsmeistaratitils.

Íslandsmet sem slegin voru á mótinu:

  • Ragnar Smári Jónasson BFB – Trissubogi karla meistaraflokkur – 687 stig (metið var áður 683 stig)
  • Ragnar Smári Jónasson BFB – Trissubogi karla U21 – 687 stig (metið var áður 683 stig)
  • Ragnar Smári Jónasson BFB – Trissubogi karla U21 – 144 stig (metið var áður 142 stig)
  • BF Boginn – Trissubogi U21 lið – 1348 stig (metið var áður 1215 stig)
    • Þórdís Unnur Bjarkadóttir
    • Ragnar Smári Jónasson
  • BF Boginn – Trissubogi 50+ lið – 1186 stig
    • Sveinbjörg Rósa Sumarliðadóttir
    • Albert Ólafsson
  • ÍF Akur – Sveigbogi U21 lið – 629 stig
    • Freydís Bergsveinsdóttir
    • Ari Emin Björk
  • Guðrún Þórðardóttir LFF – Langbogi kvenna meistaraflokkur – 523 stig (metið var áður 504 stig)
  • Vala Lovísa Andersen Daníelsdóttir LFF – Langbogi kvenna U21 – 106 stig
  • Vala Lovísa Andersen Daníelsdóttir LFF – Langbogi kvenna U18 – 106 stig
  • Vala Lovísa Andersen Daníelsdóttir LFF – Langbogi kvenna U16 – 106 stig
  • Magnús Darri Markússon BFB – Trissubogi karla U16 – 603 stig (metið var 593 stig)
  • Magnús Darri Markússon BFB – Trissubogi karla U15 – 603 stig (metið var 593 stig)
  • Magnús Darri Markússon – Trissubogi U15 karla útsláttarleikur (WA) – 132 stig (metið var áður 119 stig) (Magnús sló metið tvisvar með 128 stig í öðrum leik)
  • Magnús Darri Markússon – Trissubogi U16 karla útsláttarleikur (WA) – 132 stig (metið var áður 119 stig) (Magnús sló metið tvisvar með 128 stig í öðrum leik)
  • Salka Þórhallsdóttir – Sveigbogi kvenna U15 – 364 stig (metið var áður 344 stig)
  • BF Boginn – Trissubogi U16 lið – 1200 stig
    • Sóldís Inga Gunnarsdóttir
    • Magnús Darri Markússon
  • ÍF Akur – Berbogi U16 lið – 508 stig
    • Alexander Andrason
    • Patrekur Ýmir Andrason
  • ÍF Akur – Sveigbogi U16 lið – 969 stig
    • Emma Rakel Björnsdóttir
    • Eva Kristín Sólmundsdóttir

Óskum öllum þeim sem tóku þátt á Íslandsmóti ungmenna og öldunga til hamingju með sinn árangur og þökkum þátttökuna.

ÍM öldunga og ungmenna var síðasta utandyra mót á árinu innanlands á vegum BFSÍ. En er nokkuð eftir af alþjóðlega utandyra tímabilinu t.d. HM ungmenna eftir viku og HM í meistaraflokki eftir mánuð, þar sem Ísland verður með keppendur.

Gert er ráð fyrir því að innandyra Bikarmótaröð BFSÍ 2026 hefjist í september/október og einnig er Íslandsmót öldunga innandyra ólokið í haust. Dagsetningar fyrir þessi mót koma út bráðlega í mótakerfi BFSÍ  https://mot.bogfimi.is/