Þriðja og síðasta Íslandsbikarmóti utandyra 2025 og lokamót Bikarmótaraðar BFSÍ lauk á laugardaginn í góðu veðri í Þorlákshöfn.
Alfreð Birgisson í trissuboga, Marín Aníta Hilmarsdóttir í sveigboga og Helgi Már Hafþórsson í berboga náðu öll að snúa niðurstöðunum við og koma sér í topp sætið á síðasta móti tímabilsins. Enda harður bardagi um titilinn og mjótt á munum í öllum flokkum.
Alfreð Birgisson var sá eini sem náði að verja Íslandsbikarmeistara titilinn sinn á milli ára og varð Íslandsbikarmeistari utandyra annað árið í röð.
Haukur Hallsteinsson varð fyrsti Íslandsbikarmeistari í langboga/hefðbundnum utandyra. Þetta er fyrsta árið sem keppt er formlega í þeim bogaflokki á Íslandsbikarmótum.
Niðurstöður í Bikarmótaröð BFSÍ byggjast á tveim hæstu skorum keppanda í undankeppni Íslandsbikarmóta ársins.
Íslandsbikarmótin og Bikarmótaröðin eru bæði keppni óháð kyni og þetta var í fyrsta sinn sem karlar náðu meirihluta titla. 2023 og 2024 voru 2/3 titla í höndum kvenna, en karlarnir hafa tekið sig á og náðu þrem af fjórum titlum á þessu ári.
Topp 3 í Bikarmótaröð BFSÍ 2025
Sveigbogi:
- Marín Aníta Hilmarsdóttir BFB 1106 stig
- Valgerður E. Hjaltested BFB 1086 stig
- Ari Emin Björk ÍFA 992 stig
Berbogi:
- Helgi Már Hafþórsson ÍFA 1130 stig
- Izaar Arnar Þorsteinsson ÍFA 1105 stig
- Jonas Björk ÍFA 916 stig
Trissubogi:
- Alfreð Birgisson ÍFA 1344 stig
- Ragnar Smári Jónasson BFB 1330 stig
- Anna María Alfreðsdóttir ÍFA 1233 stig
Langbogi/Hefðbundnir:
- Haukur Hallsteinsson LFF 954 stig
- Tinna Guðbjartsdóttir LFF 504 stig
- Daníel Ö. A. Linduson LFF 499 stig
ÍF Akur sýndi frábæra frammistöðu í Bikarmótaröðinni og var með 50% af keppendum af þeim 12 sem enduðu í topp 3 í keppnisgreinunum.
Mjög gott veður var á loka Íslandsbikarmótinu og því frábærar aðstæður til þess að ná hæstu skorum tímabilsins og slá met.
Meðal þeirra Íslandsmeta sem slegin voru á Íslandsbikarmótum utandyra á árinu eru:
- LF Freyja Íslandsmet félagsliða Langboga 1485 stig. Metið var áður 1069
- Haukur Hallsteinsson
- Guðrún Þórðardóttir
- Daníel Örn Lindusson
- Helgi Már Hafþórsson ÍFA Íslandsmet Berboga karla 585 stig (metið var áður 562 stig)
- Sveigboga lið Bogans (Marín, Ragnar, Vala) voru aðeins 2 stigum frá Íslandsmetinu
- Izaar Arnar Þorsteinsson ÍFA Íslandsmet Berbogi karla 562 stig
- ÍF Akur Íslandsmet Félagsliða Berboga 1570 stig
- Helgi Már
- Haukur Hallsteinsson LFF Íslandsmet Langboga karla 491 stig
- Salka Þórhallsdóttir BFB Íslandsmet U15 WA sveigboga kvenna 321 stig
- Lóa Margrét Hauksdóttir BFB Íslandsmet U18 berboga kvenna 493 stig
- Tinna Guðbjartsdóttir LFF Íslandsmet Langboga kvenna 504 stig (Metið var áður 324 stig)
- Guðrún Þórðardóttir LFF Íslandsmet Langboga kvenna 482 stig (Metið var áður 324 stig, en Tinna sló metið hærra á mótinu með 504 stig)
- Ragnar Smári Jónasson BFB Íslandsmet Trissuboga karla U21 útsláttarkeppni 146 stig. Metið var áður 142 stig
Þrjú Íslandsbikarmót voru haldin á þessu ári
- Íslandsbikarmót Sauðárkrókur Maí
- Íslandsbikarmót Þorlákshöfn Júní
- Íslandsbikarmót Þorlákshöfn Júlí
Næsta mót á dagskrá hjá BFSÍ er Íslandsmót ungmenna og öldunga utandyra sem haldið verður í Fagralundi Kópavogi 9-10 ágúst næstkomandi. En fyrir það eru 6 konur að keppa á Evrópubikarmóti í meistaraflokki í Amsterdam 20-27 júlí og 14 ungmenni sem munu keppa á Evrópubikarmóti ungmenna í Slóveníu 27 júlí – 3 ágúst. Áfram Ísland!!