Íslandsmeistaramótið innandyra sveigboga (ÍM-I-S) í meistaraflokki var haldið 23 mars 2025 í Bogfimisetrinu. Meistaraflokkur er æðsta stig innlendrar keppni þar sem keppa allir þeir bestu og þeir sem hafa hugrekki til þess að mæta þeim á vellinum.
ÍM í sveigboga 2025 var einum keppanda frá því að vera jafna hæstu þátttöku í sveigboga hingað til. En ÍM 2019 (fyrir Covid) heldur metinu en aðeins með einum þátttakanda hærra. Þessa aukningu er hægt að rekja að stórum hluta til þess að Akureyringar fjölmenntu á mótið og voru með flesta keppendur allra félaga á ÍM-I-S. Greinilegt er að starfið er komið vel af stað fyrir norðan aftur eftir húsnæðisskortinn sem hrjáði félagið og margt efnilegt fólk þar að keppa í fyrsta sinn í meistaraflokki.
Allir gull úrslitaleikir einstaklinga voru mjög jafnir og skjóta þurfti allar lotur í öllum leikjum um þrjá einstaklings Íslandsmeistaratitlana til þess að ákvarða sigurvegara. Til að gefa dæmi um hve jafnt mótið var þá voru þrír af fjórum leikjum í undanúrslitum og gull/brons úrslitaleikjum um titilinn óháð kyni sem enduðu í jafntefli og bráðabana. Ekki bara það heldur enduð tveir af þeim bráðabönum í að báðir skutu fullkomið skor (10-10) og mæla þurfti hver hefði hitt nær miðju í bráðabönunum til þess að ákvarða sigurvegara.
Tveir bráðabanar í röð þar sem að báðir keppendur skjóta fullkomið skor og aðeins millimetra munur á 18 metra færi sem ákvarðar sigurvegara leikjana. Samkeppnin í sveigboga er mikil og jöfn á efstu stigum íþróttarinnar.
Sýnt var beint frá úrslitunum á Archery TV Iceland rásinni.
https://www.youtube.com/@ArcheryTVIceland/streams
Eftirfarandi unnu Íslandsmeistaratitla í sveigboga meistaraflokki:
- Marín Aníta Hilmarsdóttir BFB – Íslandsmeistari (óháð kyni)
- Ragnar Þór Hafsteinsson BFB – Íslandsmeistari Karla
- Valgerður E. Hjaltested BFB – Íslandsmeistari Kvenna
- BF Boginn Kópavogi – Íslandsmeistari félagsliðakeppni
- Marín Aníta Hilmarsdóttir
- Ragnar Þór Hafsteinsson
- Valgerður E. Hjaltested
Ýmislegur áhugaverður árangur var á ÍM:
Valgerður vann sinn fimmta Íslandsmeistaratitil í röð í sveigboga kvenna, sem jafnar lengstu óbrotnu sigurröð Marínar Anítu Hilmarsdóttur. Valgerður vann einnig þriðja innandyra titil sinn í röð sem jafnar einnig lengstu óbrotnu sigurröð Marínar Anítu Hilmarsdóttur innandyra sem er 3 titlar í röð. Valgerður vann utandyra titilinn 2023/2024 og innandyra titilinn 2023,2024,2025. Fimm titlar í röð í kvenna á heildina litið.
Marín Aníta vann titilinn óháð kyni innandyra í fyrsta sinn, en hún hefur unnið alla utandyra titlana óháð kyni frá því að hann var veittur fyrst árið 2023. Frá árinu 2020 hefur Marín unnið 5 af 11 Íslandsmeistaratitlum kvenna og 3 af 5 Íslandsmeistaratitlum óháð kyni. Valgerður á hina 5 titlana í kvenna og einn titil óháð kyni. Þær eru samanlagt með 10 af 11 titlum kvenna og 4 af 5 titlum óháð kyni. Án vafa sterkustu keppendurnir á Íslandi með yfirburðum í keppnisgreininni.
Ragnar Þór varði Íslandsmeistaratitil sinn frá árinu 2024. Ragnar vann titilinn innandyra 2019,2022,2024,2025 og utandyra 2024. Þetta er því þriðji titill Ragnars í röð (inni 2024, úti 2024, inni 2025)
BF Boginn tók þriðja titilinn í röð í félagsliðakeppni. Félagsliðakeppni breytist úr kynjaðri liðakeppni í liðakeppni óháð kyni 2024 og þetta er því aðeins þriðji titilinn sem veittur hefur verið frá þeirri breytingu.
BF Boginn kom sigursæll út með alla fjóra Íslandsmeistaratitlana sem keppt var um á ÍM í sveigboga. Það var þó ekki gefins og mjög littlu munaði að ÍF Akur tæki titilinn í karla (úrslitaleikurinn endaði 6-4) og óháð kyni (úrslitaleikurinn endaði 5-5 jafntefli og bráðabani 9-7), en í báðum tilfellum var það Ari Björk fyrir ÍF Akur sem rétt missti af titlunum.
Listi yfir þá sem unnu til verðlauna á ÍM sveigboga:
BFSÍ óskar öllum verðlaunahöfum til hamingju með árangurinn. Í meistaraflokki er það frábær árangur að komast á verðlaunapall yfirhöfuð, óháð hvaða litur var á verðlaunapeningnum og það er enn meira afrek þegar að met þátttaka er á ÍM í sveigboga.
BF Boginn í Kópavogi og ÍF Akur á Akureyri tóku öll 12 verðlaunasætin sem í boði voru á mótinu og félögin voru jöfn á heildarverðlaunatölu 6-6. En BFB tók topp sæti með fleiri gull verðlaun.
Heildarmedalíutala ÍM í sveigboga:
Aðeins er vitað um eitt Íslandsmet sem slegið var á ÍM-I-S. Salka Þórhallsdóttir úr BFB sem bætti U15WA metið með skorið 327, en metið var áður 267 stig.
Nánari fréttir verða birtar á archery.is um Íslandsmeistarana.
Næstu Íslandsmót á dagskrá eru:
Allir eru hvattir til að taka þátt 🏹🎯
You must be logged in to post a comment.