Baldur Freyr Árnason og Guðbjörg Reynisdóttir voru tilnefnd íþróttafólk ársins hjá Bogfimisambandi Íslands 2024
Baldur Freyr Árnason úr BF Boganum í Kópavogi, íþróttamaður ársins 2024.
Þetta er í fyrsta sinn sem Baldur er tilnefndur íþróttamaður ársins frá BFSÍ og hann er næst yngsti einstaklingur sem hefur hreppt þann titli aðeins 16 ára gamall.
Baldur vann fyrstu einstaklings brons verðlaun Íslands á EM U21, fyrstu gull verðlaun Íslands í liðakeppni á EM U21, Baldur vann Norðurlandameistaratitil U21 í einstaklingskeppni og í U21 liðakeppni, sló Íslandsmetið í meistaraflokki ásamt mörgu fleiru á árinu.
Mögulegt er að lesa nánar um árangur Baldurs í frétt á archery.is fréttavefnum
Guðbjörg Reynisdóttir í BF Hróa Hetti í Hafnafirði, íþróttakona ársins 2024
Þetta er í annað sinn sem Guðbjörg er tilnefnd, en hún var einnig valin íþróttakona ársins 2019 þar sem hún keppti m.a. um einstaklings bronsið á EM U21 í víðvangsbogfimi.
Guðbjörg náði hæstu niðurstöðu Íslendinga í einstaklingskeppni á EM í meistaraflokki á árinu. Hún keppti um bronsið í liðakeppni á EM, vann báða Íslandsmeistaratitla kvenna og bætti Íslandsmetið í meistaraflokki á árinu, svo að eitthvað sé nefnt.
Mögulegt er að lesa nánar um árangur Guðbjargar í frétt á archery.is fréttavefnum
BFSÍ óskar Baldri, Guðbjörgu, öllum sem urðu bogfimifólk ársins og öllum sem gerðu sitt best á árinu til hamingju með árangurinn!
You must be logged in to post a comment.