Árlegur fundur World Archery Nordic („Norðurlandasambandsins“) var haldinn 4 febrúar síðastliðinn.
Fjallað var um nokkur atriði á fundinum og nokkrar breytingar voru gerðar. En helsta breytingin var breyting á fjarlægðum á NUM.
Svíþjóð lagði fram tillögu um breytingar á fjarlægðum og aldursflokkum sem var svo aðlöguð tveim dögum fyrir fundinn í samstarfi við íþróttastjóra BFSÍ. Tillagan koma að stærstum hluta til þar sem að World Archery hafði sett viðmið fyrir fjarlægðir fyrir U15 flokk á heimsþinginu 2023. Þó eru það bara viðmið til að reyna að samhæfa heiminn meira í aldursflokknum og engin heimsmet eða titlar verða fyrir U15 flokk.
Stærsta breytingin verður fyrir trissubogaflokk, þar sem að U15 flokkur hjá WA var settur á 40 metra, en Norðurlöndin hafa alltaf verið með trissuboga U16 flokk á 30 metrum áður. Norðurlöndin breyttu því trissubogaflokki eftirfarandi til að samhæfa við WA:
- U16 breytist úr 30 metrum í 40 metra
- U18 breytist úr 40 metrum í 50 metra
- U21 flokkur helst á 50 metrum
Sveigbogaflokki var einnig breytt. En þær breytingar hafa líklega minni áhrif á keppendur þar sem að íþróttastjóri bætti við U21 „opnum“ á 50 metrum við tillögu Svíðþjóðar í samráði við Rolf. En nýja fyrirkomulagið fellur betur að reglum WA á sama tíma og það hentar iðkendum sem eru ekki eins langt komnir betur (sérstaklega í U18/U21) sem geta þá valið að skjóta á styttra færi ef þeir kjósa:
- U16 verður eins og áður 40 metrum og stemmir við fjarlægð sem WA setti fyrir U15 flokk.
- U18 færist aftur af 50 metrum á 60 metra til að samræma við WA
- U21 færist aftur af 60 metrum á 70 metra til að samræma við WA
- U21 „Open“ var búinn til á 50 metrum (til að brúa erfiðleikastigs bilið sem var lagað 2023, sérstaklega milli U16 og U18 flokks þar sem að erfiðleikastig hækkar um 50% í WA reglum.)
Engar breytingar voru á Langboga, Berboga og Traditional.
Norðurlöndin ákváðu þó að halda áfram með U16 flokkinn í stað þess að breyta í U15 flokk. En það verður skoðað í framtíðinni hvort að aldursflokknum verði breytt líka úr U16 í U15, en sem stendur eru engin áform um það, nema mögulega ef eitthvað breytist hjá WA tengt metum og titlum.
Þetta er samantekt af nýja fyrirkomulaginu á NUM sem tekur gildi á NUM 2024 í Danmörku:
Age class | Recurve (R) | Compound (C) | Barebow (B) | Longbow (L) | Traditional(T) |
U16 (age 13-15) | 40 m (WA) | 40 m (WA) | 30 m (WA) | 30 m (WAN) | 30 m (WAN) |
U18 (age 16-17) | 60 m (WA) | 50 m (WA) | 40 m (WAN) | 30 m (WAN) | 30 m (WAN) |
U21 (age 18-20) | 70 m (WA) | 50 m (WA) | 50 m (WA) | 30 m (WAN) | 30 m (WAN) |
U21 Open (13-20) | 50 m (WAN) | ||||
Target face | Recurve (R) | Compound (C) | Barebow (B) | Longbow (L) | Traditional(T) |
Size | 122cm | 80cm | 122cm | 122cm | 122cm |
Þeir flokkar sem eru merktir WA fylgja reglum WA um fjarlægðir. Þeir flokkar sem eru merktir WAN eru á öðrum vegalengdum. Eins og sjá má í töflunni þá passar þetta að nánast öllu leiti við reglur WA. Engar reglur eru til staðar hjá WA í markbogfimi fyrir langboga (Langboga) og „hefðbundna“ boga (Traditional), og því eru þeir allir með WAN merkingunni. Berbogi U18 ætti tæknilega séð að vera á 50 metrum samkvæmt reglum WA, en þar sem að berbogi U18 hefur verið á 40 metrum um langt skeið á NUM (mun lengur er reglur um berboga hafa verið til hjá WA) var ákveðið að breyta því ekki.
Talið er líklegt að BFSÍ muni fylgja Norðurlöndunum í þessum breytingum á mótum innanlands, en ekki ljóst hvort að það tekur gildi á þessu ári eða næsta eða nákvæmlega hvernig fyrirkomulag það verður. Þar sem að þátttaka í utandyra markbogfimi er minni og að falla á Íslandi þá er verið að íhuga hvaða fyrirkomulag gæti hentað best í samræmi við breytingarnar hjá WAN.
Að öðru leiti var Norðurlandafundurinn nokkuð hefðbundinn. Til dæmis var farið yfir drög að fyrirkomulagi á NUM og áætlað að boðspakki mótsins komi út á næstu vikum og verði áfram sendur til aðildarfélaga BFSÍ. Íþróttastjóra BFSÍ var falið að endurskrifa reglur WAN á „betri“ Ensku. Verið er verið að vinna í því að koma NM í meistaraflokki aftur í gang, en það er einnig í höndum íþróttastjóra að breyta reglugerðinni sem var samþykkt árið 2023 að breyta NM í meistaraflokki í opið mót sem er sambærilegra og NUM, bara fyrir fullorðna. Þó er ekki víst hvenær það tekst að fá Norðurlöndin samþykkja slíkt. Noregur er að sækja um að halda HM öldunga 2026 og Danmörk missti af haldi HM utandyra 2027.
Rætt var um að halda auka fundi yfir árið til þess að fara yfir ákveðin málefni sem upp gætu komið, eða samstarfsverkefni sem væri vert að ræða.
You must be logged in to post a comment.