You are currently viewing Ísland þriðja sterkasta þjóðin í bogfimi á heimslista viðburði í Slóveníu um helgina

Ísland þriðja sterkasta þjóðin í bogfimi á heimslista viðburði í Slóveníu um helgina

53 þjóðir og 242 keppendur tóku þátt á Veronicas Cup heimslistaviðburði í Kamnik í Slóveníu dagana 5-8 maí síðast liðinn. 7 konur og 2 karlar frá Íslandi voru skráðir til keppni á mótinu og sýndu vægast sagt frábæra frammistöðu.

Samkvæmt upplýsingum í frétt á vefsíðu alþjóðabogfimisambandsins WorldArchery var frammistaða Íslands þriðja sterkasta eftir Slóveníu og Bretlandi. En 22 þjóðir unnu til verðlauna á viðburðinum í heild sinni.

https://worldarchery.sport/news/200731/paola-corado-upsets-toja-ellison-first-international-win

Slóvensku liðin komu mikið á óvart á mótinu en þau unnu öll gull verðlaun í liðakeppni (fullorðinna) á mótinu, nema í trissuboga kvenna liðakeppni þar sem Ísland vann. Þetta er í fyrsta sinn sem Slóvenía nær þetta miklum árangri á þessu heimslistamóti sem haldið hefur verið árlega í þeirra heimalandi síðasta áratug.

Um langt skeið vegna Kórónuveirufaraldurs hefur ekki verið mögulegt fyrir BFSÍ að senda full skipuð lið á erlenda viðburði og því féll staða Íslands á heimslistum töluvert á þeim tíma. En staða Íslands batnaði töluvert í liðakeppni og blandaðri liðakeppni (1kk+1kvk) eftir mótið:

  • Trissubogi kvenna lið 39 sæti á heimslista og 13 sæti á Evrópulista
  • Sveigbogi kvenna lið 51 sæti á heimslista og 25 sæti á Evrópulista
  • Trissubogi blanda lið 56 sæti á heimslista og 25 sæti á Evrópulista.
  • Sveigbogi blandað lið 67 sæti á heimslista og 31 sæti á Evrópulista.

Miklar breytingar voru í stöðu á heimslista einstaklinga, sérstaklega í trissuboga kvenna þar sem Anna María Alfreðsdóttir (19 ára) hoppaði upp um næstum 150 sæti á heimslistanum eftir mótið í 113 sæti. En Anna sýndi lang sterkustu frammistöðu Íslensku keppendanna á mótinu með nýju Íslandsmeti fullorðinna og U21, og vann brons úrslitaleikinn af miklu öryggi.

Þetta er í fyrsta sinn sem Íslenskur keppandi vinnur til verðlauna í opnum flokki (fullorðinna) á heimslistamóti.

Sveigboga konurnar hækkuð allar ágætlega á heimslista einstaklinga.

Nokkrir Íslenskir keppendur að keppa á sínu fyrsta World Ranking móti. Til dæmis Freyja Dís Benediktsdóttir úr Boganum í Kópavogi (17 ára) sem sló U18 Íslandsmet á mótinu og setti sig í top 200 á heimslista fullorðinna eftir sitt fyrsta alþjóðlega stórmót. En hún sleppur ekki við heimanámið þrátt fyrir það.

Heimslisti samanstendur af fjórum bestu niðurstöðum íþróttamanns eða liðs á alþjóðlegum stórmótum síðustu 2 ár, stigin fyrnast um 50% eftir ár og 100% eftir 2 ár. Sem stendur eru flestir þessarar íþróttamanna og liða aðeins ein úrslit af fjórum mögulegum skráð á heimslista viðburðum (vegna kórónuveirufaraldursins og skorts á fjármagni) og því talið mjög líklegt að þau muni hækka töluvert á heimslista á þessu ári á sama tíma og heimslistinn kemst aftur í eðlilegt horf eftir Kórónuveirufaraldurinn.

Eins og alltaf á erlendum bogfimi mótum er margt að gerast, margir einstaklingar og mörg lið að keppa í mismunandi keppnisgreinum. Því eru of mörg úrslit til þess að fjalla um og aldrei hægt að ná yfir allt sem gerðist í fréttagrein (eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan sem inniheldur heildarúrslit Íslands á mótinu). En mögulegt er að finna fleiri fréttagreinar af mótinu á archery.is.

Mynd af verðlaunahöfum og sjálfboðaliðum/starfsmönnum mótsins (í bláu).