Á þessu ári tekur gildi alþjóðlegt skírteini sem verður skylda á öllum alþjóðlegum mótum World Archery og heimsálfusambanda þar sem skráning fer fram í gegnum BFSÍ.
Innifalið í alþjóðlega skírteininu eru sjúkra og ferðatryggingar fyrir keppendur sem keppa á vegum BFSÍ á viðburðum World Archery og heimsálfusambanda. Árið 2022 þar sem þetta er fyrsta árið nær skírteinið aðeins yfir mót þar sem skráning fer fram af BFSÍ í gegnum WAREOS kerfið, en verið er að skoða möguleika á því að það nái yfir fleiri mót.
Mögulegt er að sjá nánari upplýsingar um tryggingar í íþróttinni og tryggingar tengdar alþjóðaskírteininu á https://bogfimi.is/tryggingarmal/