BFSÍ hefur uppfært reglur tengdar ástundun bogfimiíþrótta á meðan á Covid ástandi stendur í samræmi við breytingar sóttvarnaraðgerða og sniðmát frá ÍSÍ.
Hægt er að finna reglugerðina á bogfimi.is undir lög og reglur. BFSÍ mælist til þess að allir lesi reglugerðina sem eru tengdir íþróttinni.
Öllum aðildarfélögum BFSÍ er skylt að fylgja almennum sóttvarnaraðgerðum yfirvalda. Í reglugerð BFSÍ er fjallað nánar um hvað það þýðir og hvernig það er framkvæmt í bogfimi íþrótta starfi sem er nauðsynlegt fyrir öll félög og iðkendur að þekkja til. Sóttvarnarfulltrúi íþróttafélags ber að tryggja að reglunum sé fylgt eftir.
VIÐBÓT 28.08.2020. Búið er að uppfæra reglurnar og nú er leyfilegt að vera með áhorfendur ef farið er eftir reglunum í skjalinu.