Uppfærðar Covid reglur – Uppfært 28.08.2020

BFSÍ hefur uppfært reglur tengdar ástundun bogfimiíþrótta á meðan á Covid ástandi stendur í samræmi við breytingar sóttvarnaraðgerða og sniðmát frá ÍSÍ.

Hægt er að finna reglugerðina á bogfimi.is undir lög og reglur. BFSÍ mælist til þess að allir lesi reglugerðina sem eru tengdir íþróttinni.

Öllum aðildarfélögum BFSÍ er skylt að fylgja almennum sóttvarnaraðgerðum yfirvalda. Í reglugerð BFSÍ er fjallað nánar um hvað það þýðir og hvernig það er framkvæmt í bogfimi íþrótta starfi sem er nauðsynlegt fyrir öll félög og iðkendur að þekkja til. Sóttvarnarfulltrúi íþróttafélags ber að tryggja að reglunum sé fylgt eftir.

VIÐBÓT 28.08.2020. Búið er að uppfæra reglurnar og nú er leyfilegt að vera með áhorfendur ef farið er eftir reglunum í skjalinu.

Click to access COVID-19-Reglur-BFSI-28082020.pdf

Covid reglur fyrir bogfimistarf

BFSÍ hefur sett reglur tengdar ástundun bogfimiíþrótta á meðan á Covid ástandi stendur.

Hægt er að finna reglugerðina á bogfimi.is undir lög og reglur. BFSÍ mælist til þess að allir lesi reglugerðina sem eru tengdir íþróttinni.

Öllum félögum innan BFSÍ er skylt að fylgja almennum sóttvarnaraðgerðum yfirvalda. Í reglugerð BFSÍ er fjallað nánar um hvað það þýðir og hvernig það er framkvæmt í bogfimistarfi sem er nauðsynlegt fyrir öll félög og iðkendur að þekkja til.

Click to access REGLUR-BFSI-UM-SOTTVARNIR-VEGNA-COVID-20.08.2020.pdf

 

Íþróttasálfræði fyrirlestur með Helga Val Pálssyni

Helgi Valur Pálsson íþróttasálfræðingur mun halda fyrirlestur fyrir BFSÍ laugardaginn 5 september kl 11:30-13:00. Öllum í aðildarfélögum BFSÍ er velkomið að sitja fyrirlesturinn og ekkert gjald er fyrir að taka þátt í fyrirlestrinum.

Fyrirlesturinn er miðaður á íþróttafólk og þjálfara en er einnig frábær til upplýsinga fyrir stjórnendur félaga og foreldra yngri iðkenda. Fyrirlesturinn er um 2×40 mínútur með 10 mínútna pásu á milli og endar á umræðu og spurningum. Meðal annars verður fjallað um eðli vísindagreininarinnar, hvað íþróttasálfræði er, hvað íþróttasálfræðingur gerir, hverjir þurfa á íþróttasálfræðingi að halda og hvaða menntun þarf til þess að starfa sem íþróttasálfræðingur. Þetta er þekking sem allir tengdir íþróttum þurfa að vita 😉

Helgi vill helst halda fyrirlesturinn í persónu og fá að hitta fólkið, því er áætlað að halda fyrirlesturinn í Bogfimisetrinu, ef Covid leyfir. Annars verður fyrirlesturinn færður yfir í fjarfundarkerfi ef það er ekki mögulegt.

Helgi er einnig nýbakaður og rígmontinn faðir stúlku, en hann eignaðist sitt fyrsta barn fyrir skömmu.

Endilega skráið ykkur hér fyrir neðan ef þið hafið áhuga. Hlökkum til að sjá ykkur.

Photo: https://baysidesportsblog.wordpress.com/2017/07/18/understanding-the-role-of-sports-psychology/

Bogfimidrengir með Instagram ÍSÍ

Tveir drengir sem stunda bogfimi ætla að taka yfir Instagram ÍSÍ þann 16. júlí nk.

Oliver Ormar Ingvarsson og Dagur Örn Fannarsson eru 19 ára og hafa þeir stundað bogfimi í rúm 2 ár. Þeir hafa á þeim stutta tíma skipað sér á stall með þeim bestu á landinu. Oliver vann Íslandsmeistaratitilinn í U21 flokki á árinu og Dagur Örn vann titilinn í opnum flokki og þeir hafa verið að skiptast á að hækka Íslandsmetin í U21 flokki. Þeir eru góðir vinir sem eru að miða á sæti á Evrópuleikunum 2023 og Ólympíuleikunum 2024. Þeir æfa bogfimi í Bogfimifélaginu Boganum og keppa báðir í Ólympískum sveigboga. Það verður spennandi að fylgjast með því hvernig dagur vinanna er, en þeir ætla að sýna fylgjendum ÍSÍ frá æfingum og fleiru.

https://www.instagram.com/isiiceland/

https://isi.is/frettir/frett/2020/07/14/Bogfimi-med-instagram/

Íslandsmeistaramót 2020 17-19 Júlí

Íslandsmeistaramót utandyra í bogfimi 2020 verður haldið 17-19 Júlí á Víðistaðatúni í Hafnarfirði. Berbogi og trissubogi keppa á laugardeginum og sveigbogi á sunnudeginu. Mögulegt verður fyrir keppendur að æfa á svæðinu á föstudeginum.

51 keppandi er skráður til leiks. Aðeins einn erlendur keppandi er skráður til keppni að þessu sinni frá Noregi í berboga kvenna. Því verður einnig alþjóðleg útsláttarkeppni á mótinu í berboga kvenna.

Hægt verður að fylgjast með úrslitum live á archery tv Iceland youtube rásinni https://www.youtube.com/channel/UCyslF-n8Fh5zwqDLdBVzgvg Gull og brons úrslit verða einnig sýnd beint á rásinni.

Hægt er að finna dagskrá, úrslit og upplýsingar um mótið á ianseo.net https://www.ianseo.net/Details.php?toId=7132

Mótið byrjar á 72 örvar undankeppni á 50 metrum í berboga og trissuboga og 70 metrum í sveigboga. Aðeins top 8 hæstu keppendur í sveigboga og trissuboga halda áfram í útsláttarkeppni og top 4 hæstu í berboga.

Hér fyrir neðan eru helstu spár 2 vikum fyrir mót. Fyrir neðan hverja spá fyrir sig er hægt að sjá keppni um titil árið 2019 utandyra.

Í sveigboga karla er núverandi titilhafi Gummi Guðjónsson í Bogfimifélaginu Boganum sem hefur haldið titlinum frá árinu 2018. Oliver Ormar Ingvarsson í BF Boganum er talinn líklegasti challanger á titlinum en hann er Íslandsmeistari U21 utandyra og innandyra. En nokkrir yngri keppendur eru að miða á að velta Gumma af stóli á þessu móti.

Í sveigboga kvenna er talið líklega að gull úrslitin verði á milli Guðný Grétu Eyþórsdóttir í Skotfélagi Austurlands og Sigríðar Sigurðardóttir í BF Hróa Hetti. Guðný Gréta er verjandi titilhafi en það hefur verið jafn bardagi á milli þeirra tveggja í langann tíma í bæði öldunga og opnum flokki. Þó nokkrar stelpur úr U21 og U18 eru að keppa á mótinu í von um að taka titilinn til nýrrar kynslóðar.

Í trissuboga karla er talið líklega að gull úrslitin verði á milli Alfreðs Birgissonar í ÍF Akur og Nóa Barkarsonar í BF Boganum. Báðir þessir keppendur hafa verið að rjúka fram úr öðrum í skori á mótum á þessu ári og tókust á um titilinn innandyra þar sem Nói hafði betur. Núverandi titilhafi Rúnar Þór Gunnarsson tók titillinn 2019 fyrir BF Bogann en hefur síðan skipt í BF Hróa Hött mun reyna að standa í vegi þeirra og halda titlinum. Mikil samkeppni er í trissuboga flokkum á mótinu og það er stærsti flokkurinn með 21 þátttakanda í karla og kvenna.

Í trissuboga kvenna er Ewa Ploszaj í BF Boganum verjandi titilhafi. En við spáum því að það verði jöfn samkeppni í trissuboga kvenna. Við ætlum að giska á að gull úrslit verði á milli Ewa og Anna María Alfreðsdóttir í ÍF Akri. En Eowyn og Erla úr BF Hróa Hetti og Astrid úr BF Boganum munu gefa mikla samkeppni í flokknum.

Í berboga karla er líklegt að gull úrslit verði á milli núverandi titilhafa Ólafs Inga Brandssonar í BF Hróa Hetti og annað hvort Björn Gunnarsson í BF Boganum eða Izaar Arnar Þorsteinssonar í ÍF Akur. Björn og Ólafur áttust við um titilinn 2019 þar sem Ólafur hafði betur. En Izaar tók innandyra titilinn af Ólafi í mars á þessu ári.

Í berboga kvenna verður erfitt að sigra núverandi titilhafa sem er Guðbjörg Reynisdóttir. En hún er að verja titilinn sinn í þriðja sinn utandyra. Hún keppti einnig um brons á Evrópumeistaramótinu í fyrra. Og oft fáir hérlendis og erlendis sem veita henni samkeppni. En Guðbjörg mun líklega mæta annað hvort Guðný Grétu Eyþórsdóttir í Skaust eða Birnu Magnúsdóttir í BF Boganum í gull úrslitum.