Bogfimifólk ársins í Langboga/hefðbundnum bogum

Langboga/hefðbundnir Maður ársins
2025

Langboga/hefðbundnir Kona ársins
2025

Bikarmeistarar Meistaraflokkur Langboga/hefðbundnir

Langbogi Bikarmeistari Innandyra
2025 Jonas Björk – ÍF Akur – Akureyri

Langbogi Bikarmeistari Utandyra
2025

Íslandsmeistarar (óháð kyni) – Meistaraflokkur Langboga/hefðbundnir

Langbogi Innandyra (óháð kyni)
2025 Sveinn Sveinbjörnsson – BF Boginn – Kópavogi

Langbogi Utandyra (óháð kyni)
2025

Íslandsmeistarar Karla – Meistaraflokkur Langboga/hefðbundnir

Langbogi Karla Innandyra
2025 Sveinn Sveinbjörnsson – BF Boginn – Kópavogi

Langbogi Karla Utandyra
2025

Íslandsmeistarar Kvenna – Meistaraflokkur Langboga/hefðbundnir

Langbogi Kvenna Innandyra
2025 Margrét Lilja Guðmundsdóttir – LF Freyja – Reykjavík

Langbogi Kvenna Utandyra
2025

Íslandsmeistarar Félagsliða – Meistaraflokkur Langboga/hefðbundnir

Langbogi Félagsliða Innandyra
2025 LF Freyja Reykjavík – Haukur/Margrét/Guðmundur

Langbogi Félagsliða Utandyra
2025

Smá baksaga:

Keppt hefur verið í langboga um langt skeið á Íslandi. Keppt var á fyrstu nokkrum Ólympíuleikum í bogfimi með langboga í kringum árið 1900 og bogfimi var ein af fyrstu íþróttum sem leyfðu þátttöku kvenna á Ólympíuleikum (með langboga á þeim tíma 😉). En síðan þá hefur orðið mikil þróun orðið á bogum. Því eru ekki til áreiðanleg gögn um Íslandsmeistara aftur í tímann (Gunnar á Hlíðarenda Íslandsmeistari í langboga á 10 öld?) og því er aðeins haldið utan um Íslandsmeistaratitla sem veittir voru frá stofnun Bogfimisambands Íslands árið 2019, ásamt tölfræði tengd þeim.

Keppt var um Íslandsmeistaratitla í Langbogaflokki á Íslandsmeistaramótum ásamt Sveigbogaflokki og Trissubogaflokki þar til árið 2016. Þá var ákveðið að breyta langbogaflokknum í berbogaflokk. Meðal ástæðna þess voru: Mjög lítil þátttaka í langbogaflokki á Íslandsmótum og kvörtunum frá iðkendum sem voru margir að stunda nútíma berboga, kyudo, hestaboga og ýmsar aðrar tegundir hefðbundinna boga, að þeir gátu ekki tekið þátt í Íslandsmótum í sínum greinum. M.a. þar sem að langbogi er með mjög þröngar skilgreiningar á hvaða búnaður er leyfilegur í flokknum. Allir bogar sem eru án sigtis og aukahluta geta keppt saman í berbogaflokki, líka langbogar. Það var því talin ókjósanleg leið til þess að allir gætu tekið þátt í íþróttinni að byrja í stað með berbogaflokk sem næði utan um allar jaðargreinar á þeim tíma sem vildu keppa um Íslandsmeistaratitla. Með þeim möguleika að skoða að brjóta frá hefðbundna boga og/eða langboga í framtíðinni ef að næg þátttaka væri í þeim bogategundum í framtíðinni til þess að réttlæta að skipta þeim frá berbogum.

Berbogaflokkurinn þróaðist og stækkaði svo gríðarlega hratt, mun hraðar en nokkur hafði áætlað. Getustig í berboga jókst einnig töluvert, allt að því að Ísland var farið að vinna til verðlauna á EM og öðrum alþjóðlegum mótum í flokknum. 2021 var byrjað að skoða möguleika og undirbúa að brjóta frá „hefðbundna boga“ (Traditional bows) og/eða langboga frá berbogaflokki. Árið 2024 var orðin sambærileg þátttaka í berboga og var í sveigboga og trissuboga, sem höfðu verið mun stærri bogarflokkar áður.

Á árunum 2021-2024 voru ýmsar óformlegar tilraunir gerðar á Íslandsmótum á viðbót bogaflokks fyrir hefðbundna boga og/eða bara langboga (án annarra hefðbundinna boga). Gerðar voru tilraunir með mismunandi fjarlægðir, skífustærðir og mæld skráning og þátttaka í þeim flokkum. Margir keppenda sem skráðu sig í langbogaflokk á meðan á þróun stóð (þegar flokkurinn átti bara að vera fyrir langboga) komu með boga sem mættu ekki skilgreiningum langboga eða mættu með örvar eða annan búnað eða tækni sem mátti ekki keppa með í langbogaflokki.

Því var endanlega ákveðið að best væri að nota sömu aðferðafræði og var gert þegar að berbogaflokki var bætt við og byrja með bogaflokk fyrir „hefðbundna boga“ (Traditional), þar sem að langbogar falla líka undir skilgreiningu hefðbundinna boga og vandamál tengt iðkendum að mæta með búnað til keppni sem væri ekki leyfilegur væri mun minni. Langboga iðkendur á þeim tíma voru sammála því að iðkendur sem stunduðu hefðbundana boga (horse bows, traditional bows, short bows, kyudo bows, og langboga sem falla utan skilgreininga reglna WA á langbogum o.sv.frv.), ættu einnig að fá að taka þátt í þeim bogaflokki, en sögðust ekki vilja keppa í bogaflokknum ef hann héti ekki „langbogaflokkur“. Þeir voru ekki spenntir fyrir „hefðbundir bogar“ nafninu á flokknum og sögðu að stór hluti ástæðu þess að þeir kepptu ekki í „berbogaflokki“ væri út af nafni flokksins. Gerðar voru tillögur að ýmsum öðrum nöfnum á flokkinn t.d. „gamaldags bogar“, „fornaldar bogar“, „viðarbogar“ og margt fleira, en endanlega til að koma á móts við þá iðkendur var flokkurinn nefndur „Langbogi/hefðbundnir bogar“ og þegar að nafnið væri stytt héti flokkurinn bara „Langbogaflokkur“ þó að hefðbundnum bogum væri leyft að keppa í þeim flokki. Það myndi gefa öllum iðkendum sem stunda hefðbundna boga og langboga tækifæri á því að taka þátt, og koma á móts við óskir iðkenda á nafni flokksins. Í framtíðinni væri þá mögulegt að gera það sama og var gert með berbogaflokk, ef að þátttaka í hefðbundnum bogum eykst mikið þá væri hægt að brjóta þá bogaflokka í tvennt í framtíðinni, en báðar greinarnar eru jaðargreinar alþjóðlega og á Íslandi sem stendur. Það er talið ólíklegt að þörf verði á því að brjóta flokkana í tvo flokka (en það sama var hugsað um berbogaflokkinn á sínum tíma).

Formlegum Íslandsmeistaratitlum í langboga/hefðbundnum bogum var bætt við seinni part ársins 2024 og fyrstu Íslandsmeistarartitlar voru veittir á Íslandsmóti öldunga 2024 og í meistaraflokki árið 2025.

Langbogi (Longbow) og hefðbundnir bogar (Traditional) eru keppnisgreinar sem eru ekki skilgreindar sem keppnisgreinar í reglum WA í markbogfimi og því engar reglur til um þann búnað sem er leyfilegur í þeim flokkum og reglur milli landa eru mjög mismunandi í þessum greinum, þar sem ekkert alþjóðlegt regluverk er til staðar til að samhæfa milli landa. Langbogi og hefðbundnir bogar eru aðeins skilgreindar sem keppnisgreinar innan heimssambandsins (WA) í víðavangbogfimi og 3D íþróttagreinunum, en aðeins er keppt alþjóðlega á HM/EM í þeim greinum í 3Dbogfimi. En langbogi og hefðbundnir bogar eru minnstu keppnisgreinar á NM ungmenna í markbogfimi, þar sem farið er eftir búnaðar reglum WA fyrir víðavangsbogfimi og 3Dbogfimi. Því var ákveðið að fara eftir því fordæmi, og þar sem langbogi/hefðbundnir er sameiginlegur flokkur tveggja greina var ákveðið að fara að mestu eftir þeim reglum um búnað sem voru víðari, semsagt „Traditional“.

https://www.worldarchery.sport/sport/equipment

Það er einnig hægt að lesa nánar um viðbótina í þessari frétt: