Afreksstefna BFSÍ

Afreksstefnu og aðgerðaáætlun Bogfimisambands Íslands er hægt að finna hér.

Afrekstefna BFSÍ – 2021-2029 – Samþykkt á Bogfimiþingi 2025

Aðgerðaáætlun Afreksstarfs BFSÍ 2021-2024

Landsliðsverkefni tölfræði BFSÍ

Árið 2011 og fyrr voru 0 íþróttamenn skráðir í bogfimi í iðkenda tölfræði ÍSÍ. Þó að ýmis íþróttafélög og áhugamenn hafi stundað íþróttina sér til dægrardvalar í áratugi, og að mögulegt sé að telja „afreksfólk“ í bogfimi eins og Gunnar á Hlíðarenda frá 10 öld, þá var í raun ekkert skipulagt afreksstarf í íþróttinni. Skipulagt afreksstarf í íþróttinni hófst í raun af krafti á árunum 2012-2013 og því aðeins haldið utan um tölfræði Íslensks afreksstarfs í bogfimi frá árinu 2013 þar sem nánast engri þátttakendur voru í alþjóðlegum mótum fyrir árið 2012.

Á heildina litið (ef horft er framhjá Covid högginu) er mjög jafn vöxtur búinn að vera í þátttöku Íslands í erlendum bogfimi landsliðsverkefnum síðasta áratug. Svo fylgir fjölgun þeirra sem komast áfram eftir undankeppni móts í að nánast allir komast áfram 2017 og síðar. Fjölgun íþróttafólks sem kemst í úrslit fjölgar frá árinu 2016. Vonum að fjöldi verðlaunahafa fylgi svo því trendi í framtíðinni. (Vert er að geta að 2017 var bogfimi tekin inn sem aukagreina á Smáþjóðaleikum og þar sem erfiðleikastig þess móts er lágt m.v. önnur mót í Evrópu og heiminum, þar sem aðeins 9 minnstu þjóðir í Evrópu keppa þar, var úrslita og verðlaunahafa tala hærri á því ári en venjulega mætti áætla, ef það mót er fjarlægt úr tölfræði er mjög jafn vöxtur á íþróttamönnum sem komast í úrslit og vinna til verðlauna í landsliðsverkefnum á vegum Evrópskabogfimisambandsins og alþjóðabogfimisambandsins frá árinu 2016)

Covid setti stórt strik í tölfræðina og sýnir því illa vöxtinn á íþróttinni 2020-21. Sveifla er einnig á þátttökufjölda eftir því hvar í heiminum HM/EM voru haldin, þar sem enginn fjárstuðningur var í boði fyrir íþróttafólk áður en BFSÍ var stofnað í desember 2019. EM innandyra 2023 var aflýst vegna nátttúruhamfara í Tyrklandi nokkrum dögum fyrir EM þar sem tugir þúsund manna fórust, sem útskýrir fallið í þátttöku á því ári.

Í samræmi við nýjann afrekskvarða ASJ er hér graf sem sínir aðeins þátttöku í HM/EM ungmenna. Lítil áhersla var lögð á ungmennastarf í íþróttinni til ársins 2017. Þar var áherslan færð í að leggja mesta áherslu á afreksstarf ungmenna. Uppskera fyrstu kynslóðar þeirra koma svo akkúrat inn þegar að Covid skall á. Ef þessi tölfræði um árangur ungmenna er sterk þá er það nánast gefins að árangur í meistaraflokki mun koma sjálfkrafa um 10-20 árum síðar.

2017 var eina skiptið sem keppt var í bogfimi á Smáþjóðaleikum. Sem útskýrir óvenjulega sveiflu eitt árið í þátttöku og þar sem mun fleiri komast í úrslit og vinna til verðlauna en venjulega væri í mótum með þátttöku á heimsvísu (eðlilega er mun auðveldara að ná árangri þar sem aðeins 9 minnstu þjóðir í Evrópu keppa, en í Evrópu í heild sem eru 50 þjóðir eða heiminum í heild þar sem eru um 170 aðildarþjóðir að World Archery).

Áherslum var breytt 2017 og meiri áhersla sett á hæfileikamótun og ungmenna landsliðsverkefni. Með því fylgja eðlilega hærri þátttökutölur og árangur í C landsliðsverkefnum á árunum þar á eftir. BFSÍ tók fyrst þátt í NM ungmenna 2018, en svo koma að sjálfsögðu Covid árin 2020-2022 og EM U21 2023 í Tyrklandi sem var aflýst (var ekki heppnasta byrjun á afreksstarfi ungmenna). Því fylgir svo meiri þátttaka og árangur í HM/EM ungmenna grafinu sem er ofar á síðunni í B+, grunnurinn að píramídanum er hér.

Nánari tölfræði um BFSÍ er hægt að finna hér https://bogfimi.is/tolfraedi/