Bogfimiþing 2021

Fyrsta bogfimiþing BFSÍ var haldið í gær, laugardaginn 13. Mars, í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal.

Þingforseti var kjörinn Valdimar Leó Friðriksson sem stýrði þinginu með prýði. Guðmundur Örn Guðjónsson formaður BFSÍ kynnti ársskýrslu stjórnar og lagði fyrir afreksstefnu sem var samþykkt samhljóða. Albert Ólafsson gjaldkeri BFSÍ lagði fyrir ársreikninga og fjárhagsáætlun sem einnig voru samþykktar samhljóða.

Hafsteinn Pálsson fulltrúi ÍSÍ ávarpaði samkomuna. Bar hann kveðjur frá ÍSÍ og lýsti ánægju með velgengni fyrsta starfsárs BFSÍ þrátt fyrir hraðahindrun síðasta árs eins ræddi hann mikilvægi þess að viðhalda digrum sjóði til að takast á við stór verkefni. Að lokum óskaði hann BFSÍ góðs bogfimiárs og til hamingju með fyrsta þing.

Guðmundur Örn Guðjónsson var kjörinn formaður til tveggja ára. Albert Ólafsson og Haraldur Gústafsson voru endurkjörnir sem meðstjórnendur til fjögurra ára.

Til varamanna voru kjörnir þeir Oliver Ormar Ingvarsson, Alfreð Birgisson og Sveinn Stefánsson. Skoðunarmenn reikninga voru kjörnir Gunnar Bragason og Ólafur Gíslason.

Sjö af ellefu aðildarfélögum BFSÍ sáu sér fært að taka þátt á þinginu. Nýttu tveir aðilar sér tæknina og fylgdust með í gegnum fjarfundabúnað.

Það er starfinu ómetanlegt að fá fulltrúa til að koma saman og stilla saman strengi; því vill stjórn BFSÍ þakka fyrir frábærar móttökur og góða mætingu á vel heppnað þing.

Norðurlandabúðir Ungmennalandsliða

Sunnudaginn 07. mars var haldin fjarviðburður á vegum Norðurlanda fyrir ungmenni skilgreind eru í ungmennalandslið og hæfileikamótun hvers lands fyrir sig.

Hugsunin á bakvið verkefnið var að stuðla af frekari samstarfi milli norðurlanda í landsliðsstarfi ungmenna.

 

Að þessu sinni var keppt í U21 flokki eftir sænskum bogfimireglum (þar er U18 og U21 flokkur sameinaður í einn aldursflokk).

Hægt er að finna heildar úrslit viðburðarins hér. https://www.ianseo.net/TourData/2021/8062/IC.php

Helstu niðurstöður:

Nói Barkarsson stóð sig vel og jafnaði Íslandsmetið í U21 flokki með 581 stig. Nói átti sjálfur Íslandsmetið frá því á Íslandsmeistaramótinu í Mars á síðasta ári.

Marín Aníta Hilmarsdóttir sló Íslandsmetið í U21 flokki aftur með 533 stig og endaði í fimmta sæti. Metið var áður 527 stig og Marín sló það met í Febrúar á þessu ári í Indoor World Series mótaröðinni.

Ísland var þátttöku hæsta þjóðin í verkefninu enda er þetta samstarf verkefni sem BFSÍ hefur hvatt til að verði að veruleika milli Norðurlanda.

Svíþjóð sá um fyrsta viðburðinn og áætlað er að halda slíka viðburði einu sinni til tvisvar á ári fyrir einstaklinga sem eru skilgreindir í ungmennalandslið og hæfileikamótun hvers lands fyrir sig. Ef áhugi er fyrir hendi.

Eftir að mótinu var lokið voru haldnar æfingabúðir fyrir hæfileikamótun og ungmennalandslið BFSÍ sem gaf öllum í þeim hópum betra tækifæri til þess að kynnast og vinna saman.

Frumvarp til laga vegna bogfimi ungmenna

Lagt hefur verið fram frumvarp til laga um breytingu á vopnalögum vegna bogfimi iðkun ungmenna.

https://www.althingi.is/altext/151/s/0520.html

Er þetta að mestu til þess að liðka lögin til þess að gera ungmennum kleift að æfa og keppa á sama veg og gert er í öðrum löndum í heiminum. Sem er nauðsynlegt fyrir ungmenni þegar þau stefna á að æfa eða keppa á mótum utandyra s.s. Íslandsmótum utandyra, Norðurlandamótum ungmenna og Ólympíuleikum ungmenna.

Breytingin sem lögð er til er einföld, að bætt verði við lögin að slík ástundun sé á ábyrgan veg heimil undir eftirliti lögráða einstaklinga.

Hægt er að vísa í margt þess til stuðnings, s.s. að bogfimi er með eina lægstu áhættugreiningu tryggingafélaga erlendis (oft í sama hópi og borðtennis, keila og mun lægri en flestar boltaíþróttir). Í Evrópulöggjöf vopna er ekki minnst á boga og þeir almennt flokkaðir sem íþróttatæki fremur en vopn á heimsvísu.

Þó er ekki talið athugavert að svo stöddu að einhverjar hömlur séu til staðar gagnvart ungmennum í þessum málum, en þó ekki svo strangar að hún komi í veg fyrir iðkun ungmenna á íþróttinni.

Umsögn BFSÍ er:

Núverandi tillaga að lagabreytingum myndi leysa þau vandkvæði sem liggja fyrir gagnvart bogfimi íþróttaiðkun ungmenna á mjög ábyrgan veg. Og gefa Íslenskum ungmennum tækifæri á því að stunda, æfa og keppa í bogfimi íþróttum með sama móti og ungmenni í heiminum og nágrannaþjóðum Íslands gera.

Til að gefa dæmi um áhrif núverandi löggjafar:

Ólympíuleikar ungmenna eru haldnir fyrir ungmenni á aldursbilinu 15-17 ára, þau ungmenni eru almennt að keppa um þátttökurétt á leikana á aldursbilinu 14-16 ára. Algengt er að togkraftur sem sé verið að nota sé um 15-20 kg. Núverandi löggjöf kemur því í óbeint veg fyrir að Ísland geti keppt um sæti á Ólympíuleika ungmenna, nema að flytja þau börn sem miða á þann árangur erlendis um árabil. Núverandi lagabreytingar tillaga myndi leysa það vandamál þar sem börnin gætu þá æft undir eftirliti lögráða einstaklings með þeim togkrafti sem til þarf hverju sinni.

Norðurlandameistaramót ungmenna eru haldin fyrir aldursbilið 13-20 ára á vegalengdum sem er ómögulegt að drífa á með minna en sirka 12-26 kg togkrafti. Núverandi hömlun kemur í veg fyrir að helmingur barna og ungmenna á Íslandi geti keppt á sama grundvelli með börnum og ungmennum frá Norðurlöndum.

Núverandi lög eiga sér enga hliðstæðu á Norðurlöndum og eftir því sem best er vitað í heiminum. Líklegt er að þegar þessari lagagrein var bætt við hafi lítið sem ekkert verið um bogfimi iðkun ungmenna á Íslandi. Sú iðkun hefur aukist gífurlega síðasta áratug og er séð fyrir miklum vexti og mögulegum árangri Íslands á alþjóðavettvangi. Langflest ungmenni stunda bogfimi íþróttir á æfingum á vegum íþróttafélaga undir eftirliti lögráða einstaklinga.

Þegar þessi lagabreyting gengur í gegn mun það lagalega séð gefa Íslenskum ungmennum sömu möguleika á iðkun bogfimi og í öðrum þjóðum.

Íslandsmet félagsliða í ungmenna og öldunga flokkum breytt í 2 manna liðakeppni

Íslandsmet félagsliða var breytt fyrir skömmu á eftirfarandi veg.

Liðakeppni í Ungmenna og öldunga flokkum var breytt úr 3 manna liðakeppni í 2 mann liðakeppni.

Innandyra parakeppni var einnig bætt við í öllum aldursflokkum.

Breytingarnar eru að hluta til að koma á móts við minni íþróttafélög í bogfimi og að hluta til þess að reyna skapa grundvöll fyrir útsláttarkeppni liða á Íslandsmótum í ungmenna og öldunga flokkum. Það er auðveldara að finna/skapa t.d. tvær stelpur í trissuboga kvenna U18 til þess að búa til lið heldur en að finna/skapa þrjár. Parakeppni var einnig bætt við innandyra þar sem félagslið er eitthvað sem fellur ekki undir WA reglur og þar með hægt að aðlaga það betur að Íslenskum aðstæðum.

Þriggja manna liðakeppni mun halda áfram í opnum flokki í samræmi við reglur WA, þar sem engar hömlur eru á aldri í þeim flokki ætti ekki að reynast mjög erfitt fyrir minni íþróttafélög að skapa sér í lið í þeim flokkum.

Tveggja manna liðakeppni á sér hliðstæðu hjá heimssambandinu, en það er bæði keppt í tveggja manna liðakeppni á háskóla meistaramótinu (University Championships – Universiade) og það verður tekin 2 manna liðakeppni á Ólympíuleikum ungmenna 2022 (sem voru færðir til 2026).

Íslandsmetaskrá hefur verið uppfærð í samræmi við þessar breytingar.

Einnig er líklegt að á Íslandsmótum verði hverju félagi heimilt að hafa mörg lið í sama flokki, s.s. í sveigboga karla ef félag sendir 6 keppendur væru þeir með 3 lið (lið sett saman eftir skori). En það er en í hugsunarferli og einhverjar tilraunir verða gerðar á mótum til þess að finna bestu lausnina sem hentar best.

Fyrsta mótið sem þetta á við um er Bogfimisetrid Indoor Series í febrúar, en þar er ekki liðkeppni ungmenna eða öldunga en hægt að setja parakeppnismetið.

Bogfimiþing 2021 – Fyrra fundarboð

Bogfimisamband Íslands boðar hér með til bogfimiþings 13. Mars 2021 í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal kl. 13:00.

Á bogfimiþingi hafa fulltrúar þeirra sambandsaðila sem eru skuldlaus við BFSÍ fjórum vikum fyrir bogfimiþing einir atkvæðisrétt, en rétt til setu á þinginu, með málfrelsi og tillögurétt hafa allir eftirfarandi þingfulltrúar:

1.
2.
3.
4.
5.
6.

stjórn BFSÍ;
framkvæmdastjórn og framkvæmdastjóri ÍSÍ;
héraðssambönd og íþróttabandalög;
fastráðnir starfsmenn BFSÍ;
allir nefndarmenn/fulltrúar BFSÍ;
fulltrúi menntamálaráðherra;

Auk þess getur stjórn BFSÍ boðið öðrum aðilum þingsetu telji hún ástæðu til.

Málefni sem sambandsaðilar óska að tekin verði fyrir á þinginu og framboð skulu berast stjórn BFSÍ minnst 3 vikum fyrir þing, þ.e. 20. febrúar.

Eigi síðar en tveimur vikum fyrir þingið, þ.e. 27. febrúar, skal BFSÍ senda sambandsaðilum síðara fundarboð í tölvupósti með dagskrá þings og upplýsingum um tillögur og mál sem leggja á fyrir þingið ásamt kjörbréfi.

Lög sambandsins eru að finna hér.