Víðavangsbogfimi
Lýsing á víðavangsbogfimi á síðu World Archery
Víðavangsbogfimi er íþróttagrein í þróun á Íslandi.
Íþróttastjóri ræður að fullu vali íþróttamanna í landsliðsverkefni í víðavangsbogfimi, byggt á eigin mati, telji hann ástæðu til þess að senda íþróttamenn eða lið yfirhöfuð í slík verkefni. Íþróttafólk sem hefur áhuga á þátttöku í slíkum landsliðsverkefnum er bent á að hafa samband við Íþróttastjóra BFSÍ. Engir landsliðshópar eða föst viðmið eru fyrir landsliðsverkefni í víðavangsbogfimi að svo stöddu. Líklegt er að slík viðmið verði sett upp í framtíðinni þegar þróun víðavangsbogfimi er komin lengra á veg á Íslandi.
Ekki er hægt að notast við skor sem áreiðanlegt viðmið við val í landslið í víðavangsbogfimi, þar sem keppnisfyrirkomulag breytist of mikið milli móta, s.s. fjarlægðir á óþekktum vegalengdum. (það er einnig ein af ástæðum þess að ekki eru heims- og Evrópumet í víðavangsbogfimi hjá WA og WAE). Því eru forsendur fyrir víðvangsbogfimi aðrar og forsendur vals verða því aðrar en í t.d. markbogfimi og valið því sett að fullu í hendur íþróttastjóra. BFSÍ heldur ekki úti sérstökum landsliðshópi fyrir víðavangsbogfimi að svo stöddu.
Aðeins er eitt áherslulandsliðsverkefni í víðavangsbogfimi hjá BFSÍ sem er HM/EM í víðavangsbogfimi.
Mögulegt geti er að BFSÍ komi að littlum hluta að kostnaði íþróttamanna á HM/EM í víðavangsbogfimi, en slíkt þarf að skoða hverju sinni.
Ef frekari upplýsinga, skýringar eða aðstoðar er þörf ekki hika við að hafa samband við íþróttastjóra BFSÍ gummi@bogfimi.is.
Upplýsingar á síðunni geta breyst án fyrirvara vegna breytinga sem gætu komið til t.d. vegna breyttra reglna World Archery/World Archery Europe, vegna lægri eða hærri styrkveitinga úr Afrekssjóði ÍSÍ, breytingar á reglum BFSÍ, o.s.frv..