„Skorblað“

Vertu memm í bogfimi!!

Einfalt að taka þátt;
Þú fyllir út skorblaðið á æfingu og lætur íþróttafélagið þitt hafa það. Einu sinni í mánuði senda öll íþróttafélög niðurstöðurnar á BFSÍ og BFSÍ birtir hverjir voru memm. Hægt er að skila meira en einu skorblaði fyrir hvern mánuð.

Aldursflokkarnir eru;
Meistaraflokkur – Allur aldur
U21 – 20 ára og yngri
U18 – 17 ára og yngri
U16 – 15 ára og yngri
U13 – 12 ára og yngri
50+ – 50 ára og eldri
Áhugamenn/Byrjendur – Allur aldur

Fjarlægðir og skífutegundir;
Sveigbogi:
Meistaraflokkur (18 metrar og 40 cm skífa)
U21 (18 metrar og 40 cm skífa)
U18 (18 metrar og 60 cm skífa)
U16 (12 metrar og 60 cm skífa)
U13 (6 metrar og 60 cm skífa)
50+ (18 metrar og 40 cm skífa)
Áhugamenn/Byrjendur (12 metrar og 60 cm skífa)

Trissubogi:
Meistaraflokkur (18 metrar og 40 cm skífa)
U21 (18 metrar og 40 cm skífa)
U18 (18 metrar og 60 cm skífa)
U16 (12 metrar og 60 cm skífa)
U13 (6 metrar og 60 cm skífa)
50+ (18 metrar og 40 cm skífa)
Áhugamenn/Byrjendur (12 metrar og 60 cm skífa)

Berbogi:
Meistaraflokkur (18 metrar og 40 cm skífa)
U21 (18 metrar og 40 cm skífa)
U18 (18 metrar og 60 cm skífa)
U16 (12 metrar og 60 cm skífa)
U13 (6 metrar og 60 cm skífa)
50+ (18 metrar og 40 cm skífa)
Áhugamenn/Byrjendur (12 metrar og 60 cm skífa)

Langbogi:
Meistaraflokkur (12 metrar og 60 cm skífa)
U21 (12 metrar og 60 cm skífa)
U18 (12 metrar og 60 cm skífa)
U16 (12 metrar og 60 cm skífa)
U13 (6 metrar og 60 cm skífa)
50+ (12 metrar og 60 cm skífa)
Áhugamenn/Byrjendur (12 metrar og 60 cm skífa)

Vertu memm í bogfimi er verkefni sem tók við af Ungmennadeild BFSÍ. Markmið verkefnsins er að virkja meiri almenna þátttöku frá fólki og fá alla til að vera memm (lýðheilsa). Þetta gefur þátttekundum tækifæri á að keppa sín á milli um land allt án tilheyrandi ferðakostnaðar. Ekkert þátttökugjald er í ungmennadeildinni.

Til að taka þátt fyllir þú út skorblaðið og lætur Íþróttafélagið þitt fá það. Íþróttafélögin senda svo skorblöðin til BFSÍ fyrir lok mánaðarins.

Keppanda er heimilt að taka meira en eitt skor í mánuði (hann verður bara meira „memm“).

Vertu memm er ekki metahæft.

Nauðsynlegt er að passa upp á að réttum keppnisháttum sé fylgt og því tilvalinn fyrsti vettvangur fyrir fólk að kynnast bogfimi keppni.

Mismunandi er eftir hverjum aldursflokki fyrir sig hver vegalengd, skífustærð og fjöldi örva er. Mögulegt er að sjá ofar á síðunni hvaða skotskífustærð og fjarlægð er fyrir hvern aldursflokk. Athugið að fyrir þá sem keppa með trissuboga þá er litla tían notuð.

Mjög mikilvægt er að gæta að þessi atriði passi annars er hætta á að skorblaðið sé ógilt.

Síðast en ekki síst eru skorblöðin. Mikilvægt er að kenna keppendum að fylla skorblöðin rétt út. Fylla á inn skorin í lækkandi röð, skorblaðið á að vera full klárað og útreikningar eiga að vera réttir. Dæmi:   Rétt: 7, 6, 3   |   Rangt: 6, 3, 7

Efst á síðunni er hæggt að finna skorblað sem er sérmerkt deildinni en á þeim er að finna réttar merkingar fyrir hvern aldursflokk.

Á skorblaði þarf að koma fram: Fullt nafn, kennitala, félag, bogaflokkur, aldursflokkur og dagsetning þegar tekið var skor