Ungmenna Landsliðshópur BFSÍ 2022

Karla ungmenna landslið
 • Nói Barkarsson – BF Boginn
 • Daníel Baldursson Hvidbro – Skaust
Kvenna ungmenna landslið
 • Marín Aníta Hilmarsdóttir – BF Boginn
 • Anna María Alfreðsdóttir – ÍF Akur
 • Valgerður Einarsdóttir Hjaltested – BF Boginn
 • Sara Sigurðardóttir – BF Boginn
 • Freyja Dís Benediktsdóttir – BF Boginn
Hæfileikamótun
 • Kemur síðar.
 • Aðildarfélög geta sent inn tilnefningar til 31 október á efnilegum einstaklingum innan sinna raða í hæfileikamótun BFSÍ, til viðbótar við þá sem hafa þegar náð viðmiðum fyrir ungmennalandsliðshóp. Að hámarki verða valdir 10 einstaklingar með þessu formi sem æfa með ungmennalandsliði.

Kröfur fyrir ungmenna landsliðshóp

Til þess að komast í ungmenna landsliðshóp þurfti keppandi að ná viðeigandi viðmiðum hér fyrir neðan í mótum BFSÍ á tímabilinu 1 október til 30 september. Viðmiðin miðast við meðaltal lægstu 15% keppenda á síðustu þremur viðeigandi EM. Keppendur þurfa einnig að vera mjög virkir þátttakendur í mótum BFSÍ og virða siðareglur og hegðunarviðmið ÍSÍ/BFSÍ. Íþróttastjóri velur þá í hópinn sem hafa náð kröfum og hafa lýst yfir áhuga til hans að taka þátt í ungmenna landsliðsverkefnum næsta árs. Íþróttastjóra er heimilt að velja keppendur í ungmenna landsliðshóp sem hafa ekki náð viðmiðum s.s. til þess að fylla í lið, vegna hæfileikamótunar og slíkt. Fyrir íþróttagreinar/flokka sem eru ekki skilgreind viðmið fyrir ræður íþróttastjóri flokkun og viðmiðum þeirra fyrir landsliðshóp (s.s. berboga, víðavangsbogfimi og slíkt)

UtandyraAldursflKynSkorMetrarSkífa
SveigbogiU21KK55170122cm
SveigbogiU21KVK50870122cm
SveigbogiU18KK55460122cm
SveigbogiU18KVK53260122cm
TrissubogiU21KK6365080cm
TrissubogiU21KVK6065080cm
TrissubogiU18KK6225080cm
TrissubogiU18KVK5985080cm
InnandyraAldursflKynSkorMetrarSkífa
SveigbogiU21KK5481840cm
SveigbogiU21KVK5251840cm
TrissubogiU21KK5691840cm
TrissubogiU21KVK5691840cm
Ath þetta voru viðmið fyrir landsliðshóp 2022 önnur viðmið eru fyrir 2023 sem er búið að birta drög að á bogfimi.is

Hvað er ungmenna landsliðshópur?

Í stuttu máli er ungmenna landsliðshópur æfingahópur þeirra einstaklinga sem hafa náð viðmiðum (eða hafa verið valdir af íþróttastjóra af sérstökum ástæðum s.s. að fylla í lið eða tengt hæfileikamótun) og hafa lýst yfir áhuga á því að taka þátt í B landsliðsverkefnum BFSÍ fyrir 30 október árið áður (2022 eru áherslu landsliðsverkefni BFSÍ t.d. EM innandyra og utandyra ungmenna). Íþróttastjóri velur endanlega íþróttafólk úr landsliðshópum í landsliðsverkefni ársins.

Hvað er hæfileikamótun?

Allt ungmenna afreksstarf BFSÍ telst vera hæfileikamótun fyrir opinn flokk („fullorðins flokka“). Þeir sem eru skilgreindir í hæfileikamótun hér eru þeir einstaklingar sem hafa ekki náð viðmiðum fyrir ungmennalandslið en er talið að með frekari aðstoð gætu náð viðmiðum fyrir ungmennalandslið og fyllt í stöður í því í framtíðinni.

Viðmið fyrir hæfileikamótun BFSÍ.

 • Að íþróttamaður sé á aldrinum 13-20 ára
 • Að íþróttamaður taki reglubundið þátt á mótum sem standa honum til boða (s.s. Íslandsmótum ungmenna, ungmennadeild BFSÍ, NUM)
 • Að íþróttamaður eigi allan sinn eigin búnað
 • Að aðildarfélag tilnefni íþróttamanninn fyrir 30 okt hvert ár, þegar óskað er eftir tilnefningum í hæfileikamótun.
 • Að íþróttamaður sé tilbúin til að skuldbinda sig að taka þátt í þeim verkefnum sem íþróttastjóri setur hópnum ásamt því að hlýða tilmælum íþróttastjóra um æfingaskipulag, búnaðar uppfærslur o.s.frv.
Mánaðarleg staða íþróttafólks.

Einu sinni í mánuði þarf íþróttafólk sem skilgreint er í hópa BFSÍ að skila inn stöðu. Það sem skila þarf inn er m.a.:

 • Fjöldi örva sem skotið var í mánuðinum (gott að nota örva teljara)
 • Fjöldi æfinga í mánuðinum (t.d. ef þú æfir 2 á dag 30 daga í mánuði væru það 60 æfingar)
 • Skor tekið í Artemis lite og skill level fyrir skorið

Þessir mælikvarðar eru fyrir BFSÍ til þess að fylgjast með virkni/stöðu íþróttafólksins og halda utan um tölfræði. Þeir sem eru orðnir óvirkir og/eða skila ekki inn neinum upplýsingum um stöðu sína mánaðarlega (án ástæðu) er leyfilegt fjarlægja úr viðeigandi hópi.

Einnig er áætlað að vera með æfingabúðir mánaðarlega til þess að auka reynslu keppenda í útsláttarkeppni einstaklinga og liða. (Þar sem mikil vöntun er á þeirri reynslu á flestum Íslenskum mótum)

Skilgreining á landsliði

Landslið eru þeir keppendur sem valdir eru til þátttöku í landsliðsverkefnum. Íþróttastjóri velur þátttakendur í landsliðsverkefni.

 • A landslið væru þátttakendur í A landsliðsverkefnum (s.s. HM/EM)
 • B landslið væru þátttakendur í B landsliðsverkefnum (s.s. HM/EM ungmenna, heims-/Evrópubikarmótum)
 • C landsliðsverkefni með ótakmörkuðum þátttökukvóta (s.s. NUM og Veronicas Cup) eru opin öllum hlutgengum félagsmönnum aðildarfélaga og skráning í þau verkefni fer fram í gegnum aðildarfélögin (s.s. NUM, Veronicas Cup og IWS)

Í ákveðnum A landsliðsverkefnum er keppt bæði í opnum flokki (A) og ungmenna (B), einstaklingar í ungmennalandsliðum (B) teljast einnig sem varamenn í A landslið í þeim verkefnum.

Upplýsingarnar sem koma fram á þessari síðu eru einföld samantekt og útskýringar á sirka hvernig ferlið virkar á skiljanlegra mannamáli.