U21 landslið
  • Oliver Ormar Ingvarsson – BF Boginn
  • Dagur Örn Fannarsson – BF Boginn
  • Nói Barkarsson – BF Boginn
  • Anna María Alfreðsdóttir – ÍF Akur
U18 landslið
  • Marín Aníta Hilmarsdóttir – BF Boginn
  • Eowyn Marie Mamalias – BF Hrói Höttur

Kröfur fyrir ungmenna landsliðshóp

Í stuttu máli er valið í ungmenna landsliðshóp út frá reglugerðum BFSÍ. Til þess að komast í ungmenna landsliðshóp þarf keppandi að ná viðeigandi útreiknuðum viðmiðum hér fyrir neðan í verkefnum BFSÍ á tímabilinu 1 Október 2019 til 30 September 2020. Viðmiðin miðast við meðaltal lægstu 15% keppenda á síðustu 3 viðeigandi EM. Þeir þurfa einnig að vera virkir þátttakendur í mótum BFSÍ og virða siðareglur og hegðunarviðmið ÍSÍ/BFSÍ.

(verkefni BFSÍ eru meðal annars, Íslandsmót, ungmennadeild BFSÍ (með dómara), erlend mót, landsliðsæfingar, hæfileikamótun o.sv.frv.).

Utandyra
Aldursfl
Kyn
Skor
Metrar
Skífa
Sveigbogi U21 KK 551 70 122cm
Sveigbogi U21 KVK 508 70 122cm
Sveigbogi U18 KK 554 60 122cm
Sveigbogi U18 KVK 532 60 122cm
Trissubogi U21 KK 636 50 80cm
Trissubogi U21 KVK 606 50 80cm
Trissubogi U18 KK 622 50 80cm
Trissubogi U18 KVK 598 50 80cm
Innandyra
Aldursfl
Kyn
Skor
Metrar
Skífa
Sveigbogi U21 KK 548 18 40cm
Sveigbogi U21 KVK 525 18 40cm
Trissubogi U21 KK 569 18 40cm
Trissubogi U21 KVK 569 18 40cm
Mánaðarleg staða íþróttafólks.

Einu sinni í mánuði þarf íþróttafólk sem skilgreint er í hæfileikamótun, landsliðshóp og ungmennalandslið að skila inn stöðu. Það sem skila þarf inn er:

  • Fjöldi örva sem skotið var í mánuðinum (gott að nota örva teljara)
  • Fjöldi æfinga í mánuðinum (t.d. ef þú æfir 2 á dag 30 daga í mánuði væru það 60 æfingar)
  • Skor tekið í Artemis lite og skill level fyrir skorið
  • 15 örvar skotið með Mantis X8
  • Styrktar mælikvarði SPT. SPT 30/60. 30 sek halda/60 sek afslöppun. (markmiðið er að mæla hve oft einstaklingur nær að klára það, þó ekki fleiri en 20)

Þessir mælikvarðar eru fyrir BFSÍ til þess að fylgjast með virkni íþróttafólksins og halda utan um tölfræði. Þeir sem eru orðnir óvirkir og/eða skila ekki inn neinum upplýsingum um stöðu sína mánaðarlega (án ástæðu) er leyfilegt fjarlægja úr viðeigandi hópi.

Skilgreining á landsliði

Þeir sem eru skilgreindir í landsliðshóp geta keppt á kvótamótum á vegum BFSÍ eins og HM/EM, heims- og Evrópubikarmótum.

Þátttaka í mótum innan vébanda BFSÍ þar sem BFSÍ hefur ótakmarkaðann fjölda þátttakenda er opin öllum aðildarfélögum BFSÍ til þátttöku (t.d. NUM og Veronicas Cup).