Hérna er hægt að finna ýmsa styrki sem íþróttafélög geta sótt um.
Þessi síða er í vinnslu markmiðið er að bæta inn hjálpsamlegum upplýsingum um styrki fyrir Íþróttafélög innan BFSÍ hér.
Ferðasjóður Íþróttafélaga
Ferðasjóður Íþróttafélaga greiðir niður kostnað vegna ferða íþróttafélaga innanlands vegna Íslandsmóta og svipuðum stórum mótum. Sækja þarf um á netinu í byrjun hvers árs hjá ÍSÍ.
Styrkir frá héraðssamböndum og bæjarfélögum
Einnig geta félög sótt um styrki fyrir sína meðlimi vegna afreka eða verkefna hjá sínu héraðssamband og bæjarfélagi.
Sem dæmi:
Verkefnasjóður Héraðssambands Skarphéðins (Skyttur)
UMSK (Boginn)
Kópavogur Íþróttasjóður (Boginn)
Afrekssjóður ÍBR (Freyja)
Og svo framvegis.
Á þessari síðu er planið að búa til upplýsingar um styrki sem keppendur í bogfimi geta sótt um.
Upplýsingar á þessari síðu voru síðast uppfærða 24.01.2019
Bogfimifélagið Boginn styrkir (og önnur félög í Kópavogi)
- Afrekssjóð Íþróttaráðs Kópavogsbæjar vegna innlends og erlends árangurs. Íþróttaráð auglýsir eftir umsóknum í sjóðinn við enda hvers árs (okt-des almennt) á vefsíðu Kópavogsbæjar. Þar þarf að skila inn skýrslu um mót og árangur ársins ásamt kostnaði tengdum því fyrir skilafrestinn.
- Ferðasjóður Íþróttaráðs Kópavogsbæjar vegna flugkostnaðar á erlend mót með landsliðið. Það er hægt að sækja um í sjóðinn hvernær sem er árs.
- Afrekssjóður UMSK fyrir keppnisferðir á NM, EM, HM eða mót á sambærulegu stig. Veitt er úr sjóðunum þrisvar á ári en umsókn í sjóðinn er opin allt árið en þarf að berast frá félagi viðkomandi.
Bogfimifélagið Hrói Höttur styrkir (og önnur félög í Hafnarfirði)
- Afreksmannasjóður ÍBH fyrir keppnisferðir með félagsliði eða landsliði. Hægt er að sækja um styrkinn eftir að ferð er lokið til ÍBH. Félagið sækjir um vegna keppanda.
- Afreksmannasjóður ÍBH fyrir HM, EM og ÓL. Hægt er að sækja um styrkinn eftir að ferð er lokið til ÍBH. Félagið sækjir um vegna keppanda.
SKAUST (og önnur félög á Austurlandi)
- Sprettur afreksmannasjóður UÍA er hægt að sækja um afreksstyrki ofl, þjálfari, íþróttamaður eða félag geta sótt um í sjóðinn og er úthlutað tvisvar á ári.
- Íþrótta og tómstundanefnd fljótsdalshéraðs getur einnig veitt meiri upplýsingar um styrktarmöguleika.
Síðan er í vinnslu. Ef þú ert með upplýsingar sem eru ekki á síðuni endliega sendið okkur þær á archery@archery.is
UMFÍ (félög sem eru innan Ungmenna héraðssambanda)
- Fræðslu og verkefnasjóður UMFÍ er hægt að sækja um styrki vegna t.d þjálfara og dómaramenntunar.
- Umhverfissjóður UMFÍ er hægt að sækja um styrki vegna bætingar á útliti, gróðursetningu og fegrun svæða félaga.
Rannís (erasmus)
Íþróttasjóður. Hægt að senda inn umsóknir einu sinni á ári fyrir til dæmis búnaði. Mikið er sótt um í þennan sjóð og þeir reyna að dreifa umsóknum á milli allra aðila eins og mögulegt er. Hér er gott að sækja um árlega til að bæta búnað félagsins.