Skráning á erlend mót 2021

ATHUGIÐ. ÞAÐ ER ÓVÍST HVORT AÐ COVID-19 MUNI HAFA ÁHRIF Á MÓTA SKIPULAG ÁRSINS 2021.

Hægt er að finna almennar upplýsingar um mót á mótalista Archery.is, Worldarchery.org og Archeryeurope.org. Fyrir Íslendinga eru mest viðeigandi upplýsingar oftast í mótalista Archery.is.

Hægt er að sjá reglur um erlend mót á https://bogfimi.is/log-og-reglur/.

Kvótasæti sem Ísland á ýmsum mótum eru t.d:

    • HM og EM 3 sæti í hverjum flokki
    • World Cup og EU Youth Cup 4 sæti í hverjum flokki
    • European Grand Prix 6 sæti í hverjum flokki
    • Veronicas Cup ótakmörkuð sæti í öllum flokkum
    • Norðurlandameistaramót Ungmenna(NUM) ótakmörkuð sæti í öllum flokkum. (skráningar á NUM fara fram í gegnum íþróttafélögin, skráningar hér verða sendar til íþróttafélagana)

Þegar styttist í mótið sendir BFSÍ email á þá sem skráðu sig hér með upplýsingum um mótið og hvenær þarf að greiða kostnað. Þeir sem skrá ekki áhuga sinn hér fyrir neðan fá ekki sendar þær upplýsingar.

Ef ekki er búið að greiða kostnað/gjöld til BFSÍ fyrir tímann sem gefin upp í e-mailinu rennur sætið til næsta keppanda í röðinni. BFSÍ endurgreiðir ekki þau gjöld sem það er búið að skuldbinda sig í að greiða vegna skráningar og greiðslu.

Með því að skrá þig hér ertu ekki að skuldbinda þig að fara á mótið þú ert að lýsa yfir ÁHUGA þínum að keppa á mótinu. Það er betra að lýsa yfir áhuga sínum á öll mótin sem þú telur líklegt að þú myndir vilja taka þátt í hvort sem þú ert meðal bestu í undankeppnum eður ei. Það hefur gerst að fólk hefur þurft að hætta við og annar þurfi að stíga inn í staðin til að fylla í lið.

Þeir sem skrá sig á kvótamót eftir preliminary entry deadline þurfa að borga 10.000.kr sekt ef þeir ætla sér að fara á mótið. BFSÍ tekur ekki við skráningum á erlend mót sem er 1 viku fyrir Final Deadline á móti.

Ef þú lendir í vandræðum með skráningu eða hefur einhverjar spurningar endilega sendu e-mail á bogfimi@bogfimi.is.

Hægt er að fylla út skráninguna hér fyrir neðan, eða á þessum link Skráning 2021.