ATHUGIÐ. ÞAÐ ER ÓVÍST HVE MIKIL ÁHRIF COVID-19 MUN HAFA Á ERLENT MÓTA SKIPULAG ÁRSINS 2021.  EN LÍKLEGT ER AÐ COVID-19 MUNI HAFA MIKIL ÁHRIF Á MÓT SEM ERU SNEMMA Á ÁRINU 2021.

Hægt er að finna almennar upplýsingar um mót á mótalista Archery.is, Worldarchery.org og Archeryeurope.org. Fyrir Íslendinga eru mest viðeigandi upplýsingar oftast í mótalista Archery.is.

Skráning á erlend mót með ótakmörkuðum fjölda (t.d. NUM, Veronicas Cup, Emerald Isle Cup o.sv.frv.) fer fram í gegnum íþróttafélögin. Hafðu samband við íþróttafélagið þitt ef þú hefur áhuga á að taka þátt á þeim mótum. https://forms.gle/cwvkVPFUP2A8rFzi6

Á erlend mót með takmörkuðum fjölda kvótasæta (HM, EM, EGP, WCup o.sv.frv.) er valið úr landsliðshópum í verkefni ársins.

Kvótasæti BFSÍ á ýmsum mótum eru t.d.:

    • HM og EM 3 sæti í hverjum flokki
    • World Cup og EU Youth Cup 4 sæti í hverjum flokki
    • European Grand Prix 6 sæti í hverjum flokki
    • Veronicas Cup ótakmörkuð sæti í öllum flokkum
    • Norðurlandameistaramót Ungmenna (NUM) ótakmörkuð sæti í öllum flokkum.

Ef ekki er búið að greiða kostnað/gjöld til BFSÍ fyrir tímann sem gefin upp verður einstaklingur ekki skráður til keppni á mótinu. BFSÍ endurgreiðir ekki þau gjöld sem sambandið er búið að skuldbinda sig í að greiða vegna skráningar og greiðslu erlendra móta.

Ef þú lendir í vandræðum með skráningu eða hefur einhverjar spurningar endilega sendu e-mail á bogfimi@bogfimi.is.