Undankeppni fyrir Ólympíuleika, Evrópuleika og fleiri leika
EVRÓPULEIKAR (European Games) 2023 Krakow Poland
Þátttökuréttur á Evrópuleika er gefin til þjóða miðað við frammistöðu á Evrópumeistaramóti árið fyrir leikana og Evrópubikarmóti (grand prix) árið sem leikarnir eru haldnir.
Venjan er að þátttökuréttum sé deilt niður á eftirfarandi veg:
- 16 þjóðir fá þátttökurétt fyrir einstakling í trissuboga karla og/eða kvenna (16 kk og 16 kvk)
- 1 fyrir heimaþjóð leikana
- 2 Boðssæti (wild cards) fyrir þjóðir sem vinna ekki þátttökurétt
- 8 efstu þjóðir á EM utandyra árið fyrir leikana
- 5 efstu þjóðir á Evrópubikarmóti árið sem leikarnir eru haldnir
- 8 þjóðir fá þátttökurétt fyrir sveigboga lið karla og/eða kvenna (8 kk lið og 8 kvk lið)
- 1 fyrir heimaþjóð (3 keppendur)
- 5 efstu lið (3 keppendur) á Evrópumeistaramóti utandyra árið áður
- 2 efstu lið (3 keppendur) á Evrópubikarmóti árið fyrir leikana
- 24 þjóðir fá þátttökurétt fyrir einstakling í sveigboga karla og/eða kvenna (24 kk og 24 kvk sem hafa ekki náð liða þátttökurétti)
- 3 Boðssæti (wild cards) fyrir þjóðir sem vinna ekki þátttökurétt
- 16 efstu þjóðir á EM utandyra árið fyrir leikana
- 5 efstu þjóðir á Evrópubikarmóti árið sem leikarnir eru haldnir
Hér fyrir neðan er hægt að sjá fyrirkomulag undankeppni á næstu Evrópuleikum.
EVRÓPULEIKAR (European Games) 2027 Istanbul Turkey
Ekkert er komið út um fyrirkomulag að svo stöddu, en það má áætla að fyrirkomulagið verði sambærilegt og 2023
ÓLYMPÍULEIKAR (Olympic Games) 2024 París Frakkland
Þátttökuréttur á Ólympíuleika er almennt unnin af þjóð miðað við frammistöðu á Heimsmeistaramóti utandyra árið fyrir leikana, eða á Evrópumeistaramóti utandyra og/eða Heimsbikarmóti (lokakeppni um þátttökurétt) á árinu sem leikarnir eru haldnir. Sumum þátttökuréttum getur verið úthlutað byggt á stöðu heimslista. Almennt þarf einnig að sýna fram á lágmarks getustig til að geta nýtt þátttökurétt. Það er 640 stig í karla og 610 í kvenna fyrir Ólympíuleikana í París 2024. Hér fyrir neðan er hægt að sjá upplýsingar um undankeppnis fyrirkomulag Ólympíuleikana 2024. Aðeins er keppt í sveigboga á Ólympíuleikum að svo stöddu.
https://worldarchery.sport/competition/23176/paris-2024-olympic-games-archery-tbc
ÓLYMPÍULEIKAR (Olympic Games) 2028 Los Angeles USA
Verið er að vinna að viðbót trissuboga á Ólympíuleikana 2028 og líklegt að það komi í ljós seinni hluta 2023 hvort að trissubogi verður tekinn inn á leikana.
Þátttökuréttur á Ólympíuleika er almennt unnin af þjóð miðað við frammistöðu á Heimsmeistaramóti utandyra árið fyrir leikana, eða á Evrópumeistaramóti utandyra og/eða Heimsbikarmóti (lokakeppni um þátttökurétt) á árinu sem leikarnir eru haldnir. Sumum þátttökuréttum getur verið úthlutað byggt á stöðu heimslista. Almennt þarf einnig að sýna fram á lágmarks getustig til að geta nýtt þátttökurétt. Lágmörk eru áætluð þau sömu og eru fyrir Ólympíuleikana í París 2024, þar til undankeppnis fyrirkomulag leikana 28 kemur út.
HEIMSLEIKAR (World Games) 2021/2022 Birmingham USA
Undankeppni fyrir heimsleika hefur verið að breytast mikið á milli ára en valið er oftast byggt að mestu á stöðu á heimslista, á frammistöðu á HM í víðavangsbogfimi og EM í markbogfimi árið fyrir leikana.
https://worldarchery.org/competition/20555/birmingham-2021-world-games#/
HEIMSLEIKAR (World Games) 2025 Chengdu China
World Games eru leikar sem innihalda oftar en ekki íþróttagreinar sem eru ekki á Ólympíuleikum. Í bogfimi væri það til dæmis:
- Íþróttagreinin „Víðavangsbogfimi“ í keppnisgreinum sveigboga, trissuboga og berboga.
- Íþróttagreinin „Markbogfimi utandyra“ í keppnisgreinum trissuboga og berboga. (aðeins er keppt í sveigboga í markbogfimi utandyra á Ólympíuleikum)
Fyrirkomulag á undankeppni breytist á milli leika eftir því hvaða greinar eru á leiknum, en þátttökuréttir eru almennt unnir í gegnum lokasæti HM/EM eða stöðu á heimslista.
https://www.worldarchery.sport/competition/27699/chengdu-2025-world-games
YOUTH OLYMPICS 2026 Dakar Senegal
Hvernig vinnur maður þátttökurétt?
- HM ungmenna 2025 eða
- EM ungmenna 2026
Þátttökuréttur á Ólympíuleika ungmenna er gefin út til þjóða miðað við frammistöðu á HM ungmenna árið fyrir leikana og Evrópumeistarmóti ungmenna árið sem leikarnir eru haldnir. Þeir sem eru/verða 15, 16 og 17 ára á árinu sem leikarnir eru haldnir geta notað þátttökurétt á ÓL ungmenna. Athugið á Ólympíuleikum ungmenna geta árgangar 2000, 2004, 2008, 2012 o.s.frv. ekki tekið þátt. Aðeins 3 árgangar geta keppt á YOG en það er haldið á fjögurra ára fresti. Fyrir þá sem fæðast á þessum árum er mögulegt fyrir þá að taka þátt á Gymnasiade (heims framhaldsskólaleikunum) og verið er að vinna að því að bæta bogfimi við á European Youth Olympic Festival (Evrópuhátíð Ólympíu æskunnar) sem mætti einnig kalla Evrópu Ólympíuleika ungmenna (Evrópuleika Ungmenna).
https://worldarchery.org/competition/21983/dakar-2022-youth-olympic-games-date-tbc#/