Á þessari síðu er hægt að finna ýmsar orða skilgreiningar og þýðingu þeirra. Þessi listi er ekki endanlegur og verður unnið að því að bæta við fleiri skilgreiningum í framtíðinni til skýringar og bæta þær sem eru þegar á síðunni.
Undankeppni
Einnig kallað forkeppni eða qualification. Undankeppni er keppni á undan keppninni. Almennt byggist undankeppni á skori eða tíma. XX efstu einstaklingar í undankeppni halda áfram í lokakeppni (útsláttarkeppni/útsláttarleiki/útrýmingarkeppni). Að halda áfram eftir undankeppni er einnig kallað „að vinna framhaldsþátttökurétt“ (á ensku að vera „qualified“). Í bogfimi er mismunandi fjöldi einstaklinga og eða liða áfram eftir undankeppni og getur verið : 2, 4, 7, 8, 12, 16, 24, 32, 56, 64, 104, 128 eftir tilfellum. Sem dæmi á ÍM í meistaraflokki halda almennt 2 efstu lið og 16 efstu einstaklingar áfram eftir undankeppni. Á EM innandyra halda 16 efstu lið og 32 efstu einstaklingar áfram eftir undankeppni. Á EM utandyra halda 24 efstu lið og 104 efstu einstaklingar áfram eftir undankeppni. Á EM í víðavangsabogfimi halda 8 efstu lið og 16 efstu einstaklingar áfram eftir undankeppni. Þannig að mörkin á því hvað telst vera „undankeppni“ og hvað ekki er mjög skýr, þó að fjöldinn sem kemst áfram geti verið mismunandi eftir íþrótta/keppnisgreinum. (Vert er að geta að í sumum íþróttum er undankeppni byggð á leikjum en ekki skori eða tíma og þá væri almennt undankeppnis riðill eða svipað þar sem XX fjöldi einstaklinga/liða vinnur framhaldsþátttökurétt).
Lokakeppni
Einnig kallað útsláttarkeppni, útrýmingarkeppni, úrslitakeppni (elimination rounds, final rounds). Þeir sem vinna þátttökurétt á móti í undankeppni mótsins taka þátt í lokakeppni, oftast er það útsláttarkeppni (single elmination tournament). Það er raunverulega mótið sem unnin var framhaldsþátttökuréttur í eftir undankeppni. Útsláttarkeppni samanstendur almennt af útsláttarleikjum, og er samheiti yfir alla leiki á viðkomandi móti. T.d. Ísland vs Portúgal á EM er einn útsláttarleikur, Sviss vs Danmörk væri annar útsláttarleikur, en báðir þeir útsláttarleikir eru partur af útsláttarkeppni mótsins.
Útsláttarleikir
Einnig kallað leikir (matches). Leikur þar sem að einstaklingar og/eða lið keppa á móti hvert öðru. Það lið sem vinnur leikinn heldur áfram (lengra) í útsláttarkeppni. Það lið sem tapar leiknum er „slegið út“ og hefur lokið keppni á því móti. Margir útsláttarleikir eru í útsláttarkeppni og þeir eru endurteknir þar til aðeins einn keppandi/lið stendur eftir ósigraður.
Úrslitakeppni/úrslit/úrslitaleikur
Úrslit, úrslitakeppni og úrslitaleikur er mjög víðtæk og breytileg skilgreining eftir íþróttum og keppnisgreinum. Að mestu tengt því hvar „úrslit“ byrja, þá aðallega tengt fjölda. Íþróttir skilgreina ákveðinn fjölda sem kemst í úrslit t.d. ef að 60 lið keppa í undankeppni og 24 lið vinna framhaldsþátttökurétt í útsláttarkeppni þá getur íþróttin skilgreint að 8 efstu liðin séu í „úrslitum“ og leikirnir milli þeirra séu „úrslitaleikir“. Þó að engin breyting hafi verið á formi keppninnar eða leikjana í keppninni. Það er því svolítið handahófskennd lína í sandinn á hvar útsláttarkeppni endar og úrslitakeppni byrjar hverju sinni.
Því miður er lítið samhengi milli íþrótta í því hvað telst vera „úrslit“ eða „úrslitaleikur“. Aðallega þar sem „úrslitaleikir“ eru almennt nákvæmlega eins og allir aðrir leikir í útsláttarkeppni, og aðeins spurning um persónu bundna skilgreiningu um hvenær leikur telst til „úrslita“.
Við mælum með því að nota fjölda þeirra sem eru að keppa í úrslitum eða leikjum svo að skýrt sé hvað á við í hverju tilfelli. Sem dæmi:
- 64 manna (eða liða) leikir – 1/32 matches (dæmi um leiki í stað úrslita)
- 32 manna (eða liða) úrslit – 1/16 finals (sixteenth finals)
- 16 manna (eða liða) úrslit – 1/8 finals (eight finals)
- 8 manna (eða liða) úrslit – 1/4 finals (Til viðbótar skýringar: 1/4 af því að það eru 8 manns en 4 leikir og því kallað quarter finals, eða einn fjórði leikja sem eru í gangi)
- 4 manna (eða liða) úrslit – 1/2 finals (Semi finals)
- Brons úrslit – Bronze finals
- Gull úrslit – Gold finals
Þessi útfærsla gefur öllum skýra mynd af því hvað er átt við um hverju sinni.
Íþróttagrein
Íþróttagrein (discipline) er ákveðin tegund íþróttar innan alþjóðasambands. Sem dæmi í bogfimi eru haldin HM/EM í fjórum íþróttagreinum
- Utandyra Markbogfimi (Outdoor target archery)
- Innandyra markbogfimi (Indoor target archery)
- víðavangsbogfimi (Field archery)
- 3D bogfimi (3D archery)
Hver er þeirra er sér íþróttagrein með sér keppnisreglum og sér HM/EM tengt því. Dæmi úr fótbolta væri
- Utandyra fótbolti (association football)
- Innandyra fótbolti (Futsal)
- Strandfótbolti (Beach soccer)
Keppnisgrein
Keppnisgrein eða flokkar (Events eða Divisions) er ákveðin flokkur keppni innan ákveðinnar íþróttagreinar. Sem dæmi úr bogfimi væru það bogaflokkar:
- Utandyra markbogfimi (íþróttagrein)
- Sveigbogi (keppnisgrein)
- Trissubogi (keppnisgrein
- 3D bogfimi (íþróttagrein)
- Berbogi (keppnisgrein)
- Langbogi (keppnisgrein)
- Hefðbundnir bogar (keppnisgrein)
- Trissubogi (keppnisgrein)
Dæmi úr frjálsíþróttum:
- Innandyra frjálsíþróttir (íþróttagrein)
- Stangarstökk (keppnisgrein)
- 100 metra hlaup (keppnisgrein)
- Spjótkast (keppnisgrein)
- …
- Utandyra frjálsíþróttir (íþróttagrein)
- 200 metra hlaup (keppnisgrein)
- Sleggjukast (keppnisgrein)
- Hástökk (keppnisgrein)
- …
Aldursflokkur
Aldurflokkur (age classes) eru oftast notaðir til flokkunar ungmenna í aldursflokka, en geta líka verið notað fyrir öldunga. Alþjóðlega eru stundum notuð orð til að skilgreina aldursflokk eins og „Junior“. En þar sem að skilgreining orðsins „Junior“ er mismunandi á heimsvísu og getur þýtt mismunandi aldur á mismunandi stöðum og íþróttum á heimsvísu þá mælum við frekar með því að nota skýrari skilgreiningar á Íslandi eins og U21 (stytting á Under 21, eða Undir 21 árs).
Aldursflokkar í bogfimi er m.a.
- U15 (14 ára og yngri skilgreining hjá World Archery, Cub, en viðbótin kom til eftir að WA hafði breytt úr nöfnum á flokka í Uxx kerfið)
- U16 (15 ára og yngri skilgreining hjá Norðurlandasambandi, áður Nordic Cadet)
- U18 (17 ára og yngri skilgreining hjá World Archery, áður Cadet)
- U21 (20 ára og yngri skilgreining hjá World Archery, áður Junior)
- 50+ (50 ára og eldri)
- Aldur miðast við fæðingar ár í bogfimi.
Ákveðin stórmót utan bogfimi íþrótta geta verið með sér skilgreiningar á aldri fyrir ákveðin mót. Eins og t.d. U18 á heimsframhaldsskólaleikum er í raun U19 flokkur, þar sem það er 18 ára og yngri þó að flokkurinn heiti U18 (under 18), á ÓL ungmenna er það stundum 18,3 ára og yngri. Þá er farið eftir aldursbili meira en Uxx kerfinu. T.d. íþróttafólk fætt frá 01.03.2020 – 30.11.2023
