NM ungmenna (NUM)
Nordic Youth Championships (NYCH), Nordiske Ungdoms Mesterskap (NUM), Norðurlandameistaramót Ungmenna (NMU/NM ungmenna)
Verður haldið í Tampere Finnlandi 3-5 júlí 2026.
Keppnisvöllurinn verður hér https://www.google.com/maps/@61.4948071,23.6044981,455m/data=!3m1!1e3?entry=ttu&g_ep=EgoyMDI1MDkyOS4wIKXMDSoASAFQAw%3D%3D
Sami völlur og European Master Games var haldið árið 2023.
Boðspakka mótsins verður mögulegt að finna hér þegar hann kemur út og verður einnig sendur á aðildarfélög BFSÍ til upplýsinga. Skráningarskjölin verða senda á aðildarfélög BFSÍ stuttu eftir að þau hafa verið send til BFSÍ frá mótshöldurum.
Upplýsingar um mótið koma út á Ianseo.net þegar nær dregur mótinu. Þar verður einnig hægt að finna niðurstöður og allt sem tengist keppninni.
Áætlað skipulag:
(Formlegi boðspakkinn er ekki kominn út fyrir mótið og því óvíst hvort að skipulagið byrji á fimmtudegi eða föstudegi. Ef planið er að bóka ferð snemma mælum við almennt með að bóka flug út á miðvikudegi og heim á mánudegi.)
Miðvikudagur 1 júlí: Fljúga út
Fimmtudagur 2 júlí: Líklega formleg æfing og Búnaðarskoðun seinni part dags (Official practice and equipment inspection)
Föstudagur 3 júlí: Undankeppni
Laugardagur 4 júlí: Útsláttarkeppni einstaklinga
Sunnudagur 5 Júlí: Útsláttarkeppni liða (allir taka þátt í liða) reynt að ljúka móti um hádegið.
Mánudagur 6 Júli: Fljúga heim
Æskilegt viðmið er að keppendur séu að skora a.m.k. 200 stig í undankeppni áður en þeir stefna á þátttöku á NUM. Æskilegt er að hafa keppt á að lágmarki einu Íslandsmóti utanhúss áður en þeir taka þátt á NUM (eða sambærilegu móti til að hafa reynslu af keppni á utandyramótum).
Mótið er vettvangur fyrir bestu krakkana á Norðurlöndum til þess að keppa sín á milli um titil, en einnig hugsað sem reynslu mót og hittingur fyrir ungmenni á norðurlöndum með sambærileg áhugamál.
Því getur getustig keppenda allra Norðurlanda þjóða verið mjög mismunandi og er því mót sem er við hæfi allra ungmenna sem stunda bogfimi reglubundið. Oftast byrja ungmenni á því að taka þátt á NUM til gamans og reynslu, og svo út frá því myndast stundum áhugi á því að komast lengra í íþróttinni og stefna á hærra stigs landsliðsverkefni.
Nýjustu reglur NUM er hægt að finna hér Guide lines NBU English 2023
NUM – Norðurlandameistaramót ungmenna.
- SKRÁNING:
Skráning á áhuga á þátttöku fer fram í gegnum íþróttafélögin. Hafið samband við aðildarfélagið ykkar til þess að taka þátt. Aðildarfélögin senda skráningarnar til BFSÍ. BFSÍ velur þátttakendur (keppendur og þjálfara) og sendir skráningu Íslands á mótshaldara. (Ekki er mögulegt að skrá sig sjálfur beint hjá mótshöldurum, þetta er landsliðsverkefni þannig að öll skráning fer fram í gegnum BFSÍ). - FYLGDARFÓLK:
Það þarf að vera einn ábyrgðarmaður (hvort sem það er þjálfari/foreldri/liðsstjóri eða fylgdarmanneskja) per 6 ungmenni í U16 og U18 flokkum sem fara. Einstaklingurinn tekur ábyrgð á þeim keppendum í ferðinni og á keppnisvellinum. Einstaklingurinn þarf að vera 21 árs eða eldri. Yngri en 21 árs geta ekki alltaf ferðast með boga ein. Við erum að treysta mikið á að foreldrar séu almennt að fara með börnunum sínum (allavega í fyrsta sinn sem þeir taka þátt í landsliðsverkefni þegar allt er nýtt fyrir þeim og spennan er hæst) og jafnvel nota tækifærið og skipuleggja fjölskyldufríið í kringum NUM. - FULLTRÚI FRÁ BFSÍ:
Það verður einn fulltrúi á staðnum frá Bogfimisambandinu til að vera samskiptaaðili við mótshaldara, miðla upplýsingum til þjálfara félagana og aðstoða ef eitthvað kemur upp á. Almennt er það Íþróttastjóri BFSÍ, en getur verið annar aðili t.d. ef að NM ungmenna stangast á við önnur A/B landsliðsverkefni. - FLUG:
BFSÍ leyfir öllum að sjá um að bóka sín eigin flug og koma sér á keppnisstaðinn.
Mörg íþróttafélög ferðast saman sem hópur þar sem ferðabókanir henta misvel þeim sem búa á mismunandi stöðum á landinu.
Sumir foreldrar bóka ferð með börnum sínum og verða lengur eða skemmra erlendis í fjölskyldufríi, sem er bara jákvætt og góður stuðningur fyrir ungmenni.
Því er ekki skylda að bóka flug með BFSÍ í flest landsliðsverkefni, til að gefa keppendum „flexiblity“.
Þeir sem treysta sér ekki eða vilja ekki bóka eigin flug á NM ungmenna (hvort sem það er félag, þjálfari eða einstaklingur) geta bókað flug með fulltrúa BFSÍ. - FERÐALEYFI BOGA:
Þegar búið er að bóka flug þarf að sækja um tímabundið útfluttnings- innfluttningsleyfi fyrir bogana. Almennt þarf ekki ferðaleyfi fyrir boga erlendis þar sem bogar eru skilgreindir sem venjulegur íþróttabúnaður. Leyfið er til þess að mögulegt sé að koma með bogana aftur heim til Íslands. Ísland er með strangari reglur um boga en flestar þjóðir m.a. tengt innfluttningi þeirra.
Almennt er það farastjóri þess hóps sem er að ferðast gerir það fyrir þá sem eru í hópnum.
Auðveldast er að skrá alla boga keppenda á fararstjóra hópsins í ferðinni. - FERÐALEYFI BARNA ANNARA:
Til að ferðast með börn annarra þurfa foreldrar fylla út þetta leyfi og láta viðeigandi fylgdarmann hafa (samþykkt vegna ferðar barns til útlanda) https://island.is/utanlandsferdir-barna
- GISTING:
Official accommodation (Gistingin) sem er hægt að bóka í gegnum mótshaldara er oftast tómt skóla/íþróttahús.
Oft um 20 manns per skólastofu þar sem þarf þá að þarf að ferðast með dýnu, sængurfatnað eða slíkt.
Hentar nærliggjandi Norðurlöndum almennt betur en Íslendingum.
En það er þó mjög mismunandi milli ára og mótshaldara og er almennt ekki ljóst fyrr en í fyrsta lagi í febrúar þegar boðspakkinn kemur út.
Almennt er gert ráð fyrir því að koma keppenda sem notfæra sér „official accommodation“ sé á Föstudegi og för keppenda af mótinu sé á Sunnudagskvöldi. Íslendingar hafa venjulega verið að fljúga út á Fimmtudegi og heim á Mánudegi og bókað eigin gistingu (oftast hótel).
Þeir sem bóka eigin gistingu geta að sjálfsögðu farið hvenær sem er út eða heim og notað tækifærið fyrir og/eða eftir mótið að ferðast um svæðið eða landið.
Þau félög (eða foreldrar ef planið er að gera fjölskylduferð í leiðinni) geta bókað eigin gistingu tengt ferðinni fyrir sína þátttakendur. - ALDURSFLOKKAR:
Á NUM eru 3 aldurs flokkar,
U21 (18-19 og 20 ára á árinu) Junior
U18 (17 og 18 ára á árinu) Cadet
U16 (13-14 og 15 ára á árinu) Nordic Cadet
Aldurinn miðast við fæðingarár ekki fæðingardag.
Þannig að ef þú ert 13 ára á árinu máttu keppa, ef þú ert 18 ára á árinu þó að þú sért 17 ára þegar mótið er haldið keppirðu í U21.
12 ára og yngri er meinuð þátttaka á mótinu samkvæmt reglum Norðurlandasambandsins.
BFSÍ ræður því ekki.
Okkur skylst að það tengist m.a. reglum Ólympíunefndarinnar í Noregi gagnvart heimiluðum keppnisaldri ungmenna þar.
Því var ákveðið upp á sanngirni milli þjóðana og samhæfingu aldurs á NM ungmenna milli ára að lágmarksaldurinn sé 13 ára á árinu sem mótið er haldið.
(Verið er að íhuga að breyta U16 flokknum í U15 flokk til að samræma við WA reglur, ef það verður gert er óljóst hvaða NUM það mun taka gildi.)
Fjarlægðir og skífustærðir eru þær sömu og á Íslandsmótum ungmenna utandyra. - LIÐAKEPPNI:
Allir taka þátt í kynlausri (unisex) liðakeppni.
Hver þjóð getur skipað mörgum liðum í hverri keppnisgrein.
Ef land er ekki með nægilegt magn keppenda í ákveðnum flokki til að búa til lið eða fylla í lið er aflögu einstaklingum safnað saman í „Nordic Team“.
M.a. til að auka v
Þannig að mikilvægt að æfa hvernig liðaútsláttur fer fram áður en haldið er á mótið. - KEPPNISFÖT:
Keppendur verða að vera í C landsliðsbúningum á mótinu. Hægt er að finna upplýsingar um landsliðsbúninginn hér á bogfimi.is. NM ungmenna er skilgreint sem C landsliðsverkefni hjá BFSÍ. Þeir sem keppa á NM ungmenna eru því að taka þátt í landsliðsverkefni fyrir landslið, munu keppa í liðakeppni fyrir Íslands hönd og þurfa því að vera í landsliðsfatnaði.
- KOSTNAÐUR:
Þátttakendur skulu halda utan um kostnað vegna verkefnisins (bílaleigubílar, flug, gisting o.sv.frv.) og senda reikninga tengt því (sem eru ekki greiddir í gegnum BFSÍ) til BFSÍ beint bogfimi@bogfimi.is eða í gegnum íþróttafélagið sitt. Þetta er gert til þess að halda utan um heildarkostnað þátttakenda tengt mótinu þar sem þetta er C-landsliðsverkefni, allir þátttakendur eru skráðir af BFSÍ til þátttöku og því allir keppendur að keppa fyrir landslið. (BFSÍ styrkir ekki keppendur í landsliðsverkefnum ef það er engin kostnaður til staðar. BFSÍ stendur almennt undir kostnaði þátttökugjalda mótsins og liðsstjóra BFSÍ, en það fer eftir fjárhagi sambandsins ár hvert.
Ef ykkur vantar einhverjar viðbótar upplýsingar eða hafið einhverjar spurningar ekki hika við að hafa samband við íþróttafélagið ykkar eða BFSÍ bogfimi@bogfimi.is til að leita upplýsinga. Við viljum alltaf aðstoða sem flesta keppendur í að ná hámarks árangri og taka þátt 😉
Facebook síða Norðurlandasambandsins
Youtube síða Norðurlandasambandsins
ÞJÁLFARAR:
Í nánast öllum landsliðsverkefnum (þetta á einnig við um NM ungmenna) eru takmörk á því hve marga þjálfara hvert land má senda (sem mega vera inn á keppnisvæðinu). Þetta kemur almennt fram í boðspakka mótsins. Á NUM hefur það oftast verið max einn þjálfari per þrjá íþróttamenn á þjóð, (stundum er það 1 per 4, en það getur verið mjög mismunandi og breytilegt eftir aðstæðum hverju sinni)
Þar sem NUM er landsliðsverkefni, sem BFSÍ vinnur í samstarfi við aðildarfélög sín (vegna aldurs, reynslu og fjölda keppenda), þá hefur venjan hjá íþróttastjóra BFSÍ verið að nota þjálfara aðildarfélaga BFSÍ á NUM til að aðstoða keppendur síns félags á mótinu (enda oftar en ekki fyrstu kynni þeirra keppenda við landsliðsverkefni og oft keppendur sem hafa ekki áður verið tengdir við afreksstarf BFSÍ). Æskilegt er að þeir þjálfarar hafi lokið þjálfarastigi hjá BFSÍ.
Til þess að hlutfall milli félaga sé sem jafnast á fjölda íþróttafólks per þjálfara (einnig með tilliti til hæfni þjálfara) er hægt að sjá dæmi hér:
-
- 1-5 íþróttamenn = 1 þjálfari (sirka 1 þjálfari per 1 til 5 keppendur)
- 6-8 íþróttamenn = 2 þjálfarar (sirka 1 þjálfari per 3 til 4 keppendur)
- 9-11 íþróttamenn = 3 þjálfarar (sirka 1 þjálfari per 3 til 3,6 keppendur)
- 12-14 íþróttamenn = 4 þjálfarar (sirka 1 þjálfari per 3 til 3,5 keppendur)
- 15-18 íþróttamenn = 5 þjálfarar (sirka 1 þjálfari per 3 til 3,6 keppendur)
- Og svo framvegis
Ef BFSÍ á einhverra hluta vegna afgangs kvóta af þjálfurum sem BFSÍ getur sent á NUM, þá er þeim lausu plássum almennt dreift til þess félags þar sem það mun gagnast sem flestum íþróttamönnum. Dæmi:
- Félag A er með 4 íþróttamenn og 1 þjálfara (1/4 ratio, ef þeir fengju auka þjálfara breytist 1/2 ratio)
- Félag B er með 5 íþróttamenn og 1 þjálfara (1/5 ratio, ef þeir fengju auka þjálfara breytist 1/2,5 ratio)
- Félag C er með 8 íþróttamenn og 2 þjálfara (1/4 ratio, ef þeir fengju auka þjálfara breytist 1/2,7 ratio)
- Félag D er með 18 íþróttamenn og 5 þjálfara (1/3,6 ratio, ef þeir fengju auka þjálfara breytist 1/3 ratio)
- Félag E er með 1 íþróttamann og 1 þjálfara (1/1 ratio, öll félög hafa forgang á einum þjálfara ef þeir eru með keppanda á NUM, ef það er mögulegt)
- Samtals eru 36 íþróttamenn í þessu dæmi sem gefur Íslandi kvóta upp á 12 þjálfara, og búið að úthluta 10. (Eitt pláss er venjulega frátekið fyrir liðsstjóra frá BFSÍ, en liðsstjóri er ekki alltaf talinn sem partur af þjálfarakvóta hvers lands)
- Viðmiðið fyrir næsta þjálfara væri þá:
- Félag B væri fyrst í röðinni með hæsta fjölda íþróttamanna per þjálfara (1/5) þannig að félag B fengi fyrsta auka plássið.
- Félag C væri næst
- Félag A væri þriðja
- Félag C og A eru með jafnt hlutfall (1/4). Ef að félag A fengi auka þjálfarann væri hann að þjóna 2 íþróttamönnum að meðaltali (1/2) ef að félag C fengi auka þjálfara væri hann að þjóna 2,7 íþróttamönnum (1/2,7). Því er félag C hærra á listanum en félag A þar sem að sá þjálfari mun gagnast fleira íþróttafólki sem hann þekkir nánara.
- Félag D væri fjórða í röðinni.
- Félag E myndi aldrei fá þjálfara, þar sem það er aðeins með einn íþróttamann.
Þjálfarar eru stuðningsaðilar og ef að þjálfarar hafa sinnt sínu starfi vel að undirbúa sitt íþróttafólk fyrir mót þá ætti íþróttafólkið þeirra að vera að mestu sjálfstætt og sjálfbært á mótinu. Sérstaklega þegar það er komið á hærri stig íþróttarinnar (t.d. landsliðsverkefni). Því ætti almennt ekki að þurfa þjálfara mikið inn á keppnisvellinum. Vegna fjölda keppenda og stærð svæða þá munu þjálfarar þurfa að vinna saman að aðstoða alla Íslenska keppendur á svæðinu ef þess þarf og eru ekki alltaf bara að aðstoða keppendur úr sínu eigin félagi (þó að það sé megin verkefni þeirra á mótinu).
Þetta fyrir ofan er aðeins dæmi. Alskonar dæmi geta komið upp sem orsakar að ekki er mögulegt að skrifa sérstaka reglu um þetta sem myndi eiga við í öllum landsliðsverkefnum og myndi alltaf virka. Því er íþróttastjóra BFSÍ falið að sjá um valið á þjálfurum í landsliðsverkefni úr þeim sem hafa áhuga á að taka þátt. Annað dæmi gæti verið að aðeins væru 6 keppendur á NUM úr 6 mismunandi félögum, sem þýðir að BFSÍ hefði aðeins kvóta upp á 2 þjálfara. Við viljum tryggja að hvert félag geti verið með allavega einn þjálfara inn á vellinum á NUM, en það er ekki alltaf mögulegt í landsliðsverkefnum.
Eins og í öllu sem BFSÍ gerir er allt byggt á rökum og tölfræði. Í principli velur íþróttastjóri út frá því hvar sem að þörfin er mest og þar sem sem hlutfallslega flest íþróttafólk fær viðbótar stuðning frá þjálfara síns félags og svo eftir getustigi/reynslu/þekkingu þjálfara.
LGBTQ+:
Allir sem falla undir regnbogann geta keppt á NUM.
Trans keppendur keppa í því kyni sem skráð er í vegabréfi sínu og/eða þjóðskrá.
Kynsegin keppendur eru almennt látnir keppa í karla flokki í einstaklingskeppni að svo stöddu.
BFSÍ er að vinna að lausn með Norðurlöndunum fyrir kynsegin keppendur í einstaklingskeppni að þurfa ekki að setja sig inn í kynjatvíhyggjuna, en það gæti tekið nokkur ár að finna og prófa lausn sem hentar best og því biðjum við um þolinmæði tengt því.
En kynsegin keppendum verður ekki meinað að taka þátt í mótinu.
Stærsta flækjustigið við að bæta við unisex einstaklingskeppni (keppni óháða kyni) við karla og kvenna einstaklings keppni sem er nú þegar á NUM (semsagt Íslenska módelið) er að mótið myndi lengjast til muna, sem myndi auka kostnað allra keppenda og það væri illgerlegt að koma mótinu fyrir á einni helgi. Mögulegt er að bætt verði við Open flokki þar sem keppendur geta skráð sig til keppni óháð kyni en keppa þá ekki í karla eða kvenna…. en þetta er í vinnslu og of snemmt að segja til um hvernig lausn verður fundin á endanum.
Einnig þá er Ísland mjög framarlega í þessum málefnum og hin Norðurlöndin þurftu tíma til að innleiða hjá sér viðmið fyrir kynsegin á landsvísu, áður en við myndum bæta því við á NUM.
En það mikilvægasta er að kynsegin/annað geta 100% tekið þátt á NM ungmenna 😉
(Reglur WA alþjóða- og WAE Evrópskabogfimisambandsins um þátttöku kynsegin/trans í mótum á þeirra vegum eru aðeins öðruvísi og hægt að lesa um það hér https://bogfimi.is/hinsegin-i-bogfimi/ en það á ekki við um WAN Norðurlandasambands mótum).
Þetta eru almennu viðmiðin og upplýsingar um NUM ásamt ýmsum forsendum fyrir því afhverju viðmiðin eru eins og þau eru.
Við reynum okkar best að aðlaga okkur að aðstæðum hverju sinni til að leysa óvenjuleg tilfelli.
Skor og þátttaka á fyrri NUM mótum.
NUM 2026 Finland (kemur inn eftir að mótinu lýkur)
NUM 2020 Svíþjóð (Aflýst vegna Covid-19)
NUM 2017 Finnlandi
Heildarúrslit 2017
NUM 2016 Danmörku
Heildarúrslit 2016
NUM 2015 Svíþjóð
Heildarúrslit 2015
NUM 2014 Noregi
Heildarúrslit 2014
———————————————————–
You must be logged in to post a comment.