Íþróttafólk ársins 2014 var valið af Bogfiminefnd ÍSÍ.

http://isi.is/um-isi/ithrottafolk-sersambanda/frett/2015/01/05/Bogfimikona-og-bogfimimadur-arsins-2014/

05.01.2015Helga Kolbrún er fædd 6. febrúar 1980. Hún byrjaði í bogfimi í janúar 2013 og heillaðist þá að trissuboganum. Helga Kolbrún er fjórfaldur Íslandsmeistari í innan og utandyra bogfimi. Hún er fyrsta íslenska konan sem keppt hefur á alþjóðlegu móti en hún hefur einu sinni keppt á heimsmeistaramóti og einu sinni á heimsbikarmóti með mjög góðum árangri. Hún keppti í Nimes í Frakklandi og í Marrakesh í Marokkó. Í Marokkó varð hún í fjórða sæti. Helga stefnir á heimsbikarmótin í Nimes og í Las Vegas og heimsmeistaramót í Kaupmannahöfn árið 2015.

Sigurjón Atli er fæddur 26. júlí 1972. Hann byrjaði í bogfimi í febrúar 2013 og hefur náð undraverðum árangri á stuttum tíma. Í janúar 2014 sigraði Sigurjón á Reykjavik International Games, í apríl Íslandsmótið innanhúss þar sem hann setti Íslandsmet (60 örvar innanhúss) og í júlí Íslandsmótið utanhúss. Í nóvember keppti Sigurjón svo á heimsbikarmóti Alþjóðabogfimisambandsins í Marokkó og setti þar þrjú Íslandsmet (30 örvar innanhúss, 60 örvar innanhúss (bætti eigið met), besti árangur í undankeppni á erlendu stórmóti (8. sæti)). Sigurjón er í karlalandsliðinu í Ólympískri bogfimi sem er að æfa fyrir Heimsmeistaramót Alþjóða-bogfimisambandsins í Danmörku næsta sumar. Þar er markið sett hátt – að öðlast þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Ríó 2016.