Þetta eru viðmið fyrir lyfjatöku.
- Notaðu engin lyf nema að höfðu samráði við lækni.
- Ef þú þarft að nota lyf, skýrðu lækni þínum þá frá því að þú stundir íþróttir, svo hægt sé að taka tillit til þess við lyfjagjöf ef kostur er.
- Lyf sem bannað er að nota í tengslum við æfingar eða keppni geta verið mismunandi eftir íþróttagreinum.
- Kynntu þér hvaða lyf eru bönnuð í þinni íþrótt.
- Gakktu sjálf/ur úr skugga um hvort lyf sem þú þarft að nota séu bönnuð í íþrótt þinni.
- Gakktu sjálf/ur úr skugga um hvort fæðubótarefni sem þú notar innihaldi efni sem eru bönnuð í íþrótt þinni.
- Ef bannað efni finnst í líkama þínum telst það lyfjamisnotkun, óháð því hvernig eða í hvaða tilgangi það er þangað komið.
- Ef bannað efni finnst í líkama þínum berð þú sjálf/ur ábyrgð á því og þarft að taka út refsingu í samræmi við það.
Hægt er að finna góðar upplýsingar um hvaða lyf eru leyfileg eða bönnuð hér:
https://www.globaldro.com/home/index
Hægt er að fletta upp flestum lyfjum með því að leita í öðrum löndum á vefsíðuni. Ef lyfið finnst ekki leitið þá hjá öðru landi eða að virka efninu í lyfinu (Norðurlöndin eru almennt með góða gagnagrunna og almennt með sömu lyf og á Íslandi. Sænska kerfið er eitt af þeim bestu að mati Íþróttastjóra BFSÍ)
Ef þú þarft að taka lyf sem eru ekki leyfileg af WADA, þá þarftu að sækja um undanþágu frá lyfjanotkuninni (TUE, Therapeutic Use Exemption) hjá lyfjaeftirliti Íslands/ÍSÍ. https://www.antidoping.is/
Hægt er að finna undanþágu umsókn hér https://www.antidoping.is/undanthagur-1
Læknirinn fyllir undanþágu blaðið út. Upplýsingar um greiningu á sjúkdómnum sem er verið að meðhöndla þarf að fylgja með umsókninni (semsagt niðurstöður úr rannsóknum t.d blóðprufur, vefasýni og svo framvegis, eftir því sem við á í hverju tilfelli). Lyfjaeftirlit Íslands getur einnig oft gefið ráð tengt slíkum umsóknum ef þú ert ekki viss um hver næstu skref eru.
Nánari upplýsingar er líka hægt að finna á vefsíðu World Archery https://www.worldarchery.sport/sport/fair-play/clean-sport
World Archery er einnig með bann á áfengi í keppni, með frekar hörðum refsingum. Þannig að betra að forðast bara áfengi almennt, það er ekki þess virði 😅
1 árs bann fyrir fyrsta brot
4 ára bann úr íþróttinni fyrir annað brot
Lífstíðarbann úr íþróttinni fyrir þriðja brot.
https://www.worldarchery.sport/rulebook/article/988?book_title=15.5.
Hægt er að finna fræðsluefni og upplýsingar fyrir þjálfara á WADA síðuni https://adel.wada-ama.org/. Einnig er hægt að taka ýmis námskeið, próf og fá vottorð.
Ef þú lendir í vandræðum eða ert með spurningar endilega sendu email á bogfimi@bogfimi.is og við aðstoðum þig eins og við getum 😊