Landsliðsbúningur A&B landsliðsverkefni (EM/HM)
Þessi landsliðsbúningur er útvegaður af BFSÍ aðeins til þeirra sem eru áætlaðir til þátttöku í A/B landsliðsverkefnum BFSÍ.
Þessi landsliðsbúningur er notaður í A og B landsliðsverkefnum eins og:
- EM (fullorðina og ungmenna)
- HM (fullorðina og ungmenna)
- Evrópubikarmótum (fullorðinna og ungmenna)
- Heimsbikarmótum
Pöntun á fatnaði fer fram í gegnum BFSÍ (pöntun tekur að lágmarki 6 vikur og er gert í hollum), hafið samband við íþróttastjóra BFSÍ til þess að panta gummi@bogfimi.is
Keppendum og fylgdarfólki er skylt að vera í landsliðsfatnaðinum á meðan viðburður sem þeir taka þátt í er í gangi (WA reglubók 3 kafli 20). Það á líka við um:
- Opnunar/lokunarhátíð
- Official Practice
- Undankeppni
- Útsláttarkeppni
- Verðlauna afhendingu
Landsliðsbúning fyrir C landsliðsverkefni er hægt að finna hér https://bogfimi.is/landslidsbuningur-c/
C landsliðsverkefni eru meðal annars:
- NUM (norðurlandameistaramót ungmenna)
- Veronicas Cup
BOTNAR (buxur/(stuttbuxur o.sv.frv.)
Eins og alltaf þá eiga botnar að vera ómerktir og SVARTIR og skiptir ekki máli af hvaða gerð þeir eru svo lengi sem þeir eru ekki úr gallabuxnaefni. Þannig að buxur og stuttbuxur sem hafa verið notaðar með fyrri landsliðsbúningum er en hægt að nota í dag.
Jako mælti með stuttbuxum 6207 og buxum 6518 sem væru til á lager hjá þeim og myndu passa við búninginn fyrir þá sem vilja eða vantar buxur.
6207 stuttbuxurnar líta svona út
6518 Buxurnar líta svona út
BFSÍ útvegar ekki botna (buxur/stuttbuxur) fyrir íþróttafólk í landsliðsverkefnum, af því að í grunninn þurfa botnar bara að vera í sama lit (svörtum lit hjá Íslandi). Þeir mega ekki vera úr gallabuxna efni, mega ekki vera „cargo“buxur (með mörgum vösum utan á) og mega ekki of víðar“baggy“. Með því að skylda ekki ákveðna tegund af botnum fyrir landsliðsfólk gefum við íþróttafólkinu okkar hámarks möguleika á því að vera í eins þægilegum fatnaði og mögulegt er á meðan að keppt er m.v. þeirra dálæti/“preference“. Sumum finnst þægilegra að vera í þrengri fatnaði eins og leggings og öðrum finnst þægilegra að vera í hefðbundnum íþróttabuxum. Það er ekkert athugavert við í reglum WA að einn í liðinu sé í leggings, einn í stuttbuxum og einn í venjulegum íþróttabuxum, svo lengi sem allir í sömu litum.
Auðveldast er að nota svarta botna. Þar sem að ef að upp kemur erlendis á móti að einhver er ekki í réttum lit þá er auðveldast að fara út í búð og finna svartar vörur til að redda málunum. Ef að botnarnir væru bláir þá væri nánast ógerlegt að finna sama litbrigði af bláum í búðum í slíkum neyðartilfelllum svo að allt liðið væri í sama lit í keppninni.
VARA LANDSLIÐSBOLUR
Fyrir þá sem taka þátt á heimsbikarmótum utandyra (World Cups) fá þeir einnig vara keppnisbol. Vara keppnisbolurinn er aðeins notaður í sjónvörpuðum úrslitum á Heimsbikarmótum. Ef að bæði lið í sjónvörpuðum úrslitum á heimsbikarmóti eru í sama lit af landsliðsbúningi þá velur liðið sem var með hærra skor í undankeppni að hvort liðið skiptir um lit á keppnisbol. Litirnir á Iceland aftan á bolnum eru til þess að brjóta upp svart/hvíta bolinn með smá lit og hefur bara þá þýðingu sem fólk vill setja á það. Hægt að túlka það sem norðurljós, regnboga, hinsegin fólk o.sv.frv.
Afhverju notfærir BFSÍ sér landsliðsfatnaðinn frá Lionhart?
Lionhart fatnaðurinn er sérprentaður og sérsaumaður á hvern íþróttamann, sem hefur marga kosti fyrir íþróttafólk, sparnað fyrir sambandið og jákvæð áhrif á umhverfið. Í stuttu máli: Fatnaðurinn endist lengur, passar betur, er betri fyrir umhverfið þar sem hann endist lengur, er betri fyrir íþróttafólkið og lágmarkar kostnað per notkun.
Það kemur aldrei „ný lína af fatnaði“ sem orsakar að BFSÍ þarf að skipta út öllum landsliðsfatnaði í einu vegna tísku sem breytist á 3-4 ára fresti hjá flestum íþróttamerkjum. Sem er gott fyrir budduna hjá BFSÍ, gott fyrir umhverfið þar sem að sami fatnaður er notaður mun lengur og gott fyrir íþróttafólkið þar sem þá er mögulegt að nota sparnaðinn í aðra þætti afreksstarfsins. Bolur sem íþrótttamaður X fékk fyrir 10 árum passar við bolinn sem íþróttamaður Y fékk fyrir 6 mánuðum og það er því hægt að nota þá saman í keppni.
Nöfn íþróttamanna eru prentuð á bolina sem partur af grafíkinni á hverri flík fyrir sig, sem þýðir að merkingarnar munu endast jafn lengi og fatnaðurinn og geta ekki skemmst t.d. í þurrkara. Stutt ending merkinga á íþróttafatnaði dregur oft mikið úr endingu íþróttafatnaðarins sjálfs. Þar sem merkingarnar endast jafn lengi og fatnaðurinn sjálfur endist þá sparar það bæði peninga, minnkar umhverfisáhrif og liðið lítur líka bara betur út.
Mögulegt er að velja efnið sem keppnisfatnaðurinn er gerður úr. Sem dæmi er allur bak partur af Íslenska landsliðsbolnum búin til úr V-mesh efni til að hámarka kælingu við heitar aðstæður og framhliðin er úr A-material sem er þynnsta efnið sem hylur samt líkamann til að hámarka loftflæði, þægindi og kælingu. Það er auðvelt að fara í auka bol eða fatnað undir landsliðsbolinn þegar það er kalt. En þegar það er mjög heitt t.d. erlendis þá er takmarkað hvað er hægt að klæða sig mikið úr. Þess vegna er keppnisbolurinn hannaður til þess að vera eins kaldur og hægt er. Hvítu ermarnar endurkasta sem mestu sólarljósi í sama tilgangi, kæling íþróttamanns. En megin keppnisbolurinn er blár þar sem það er það sem íþróttafólkið vildi og fannst vera mest Íslenski liturinn á landsliðsbol. Grafíkin á bolnum er jökulhlaup. Tilgangur grafíkarinnar (fyrir utan flott útlit) er að brjóta upp bolinn. Á einlitum bolum dragast augu oft að öllum fellingum, blettum eða breytum í bolnum, t.d. geirvörtum sem eru oft mjög augljósar á einlitum þunnum bolum. Þetta fyrirkomulag bætir því líðan íþróttafólks í fatnaðinum, eykur endingu fatnaðarins sem sparar kostnað og umhverfisáhrif og bætir útlit liðsins á mótum.
„Default“ er keppnisbolurinn er einnig gerður í T formi sem hentar betur í bogfimi þar sem þegar verið er að skjóta þá eru axlirnar og líkaminn sirka í T formi. Bolirnir eru „default“ um 4cm lengri en venjulegir bolir svo að það sjáist ekki í bumbur með uppréttarhendur eða þegar verið er að skjóta, en að sjálfsögðu svo sniðnir að þörfum hvers íþróttamanns.
Ef það kæmi til í framtíðinni að BFSÍ myndi ákveða eða þurfa að breyta útlitinu á keppnisbolnum þá myndi „fittið“ á bolunum ekki breytast fyrir íþróttafólkið. Eina sem myndi breytast væri hvað væri prentað á fatnaðinn, en þar sem fatnaðurinn er sérsaumaður á hvern íþróttamann eftir cm máli þá myndi það ekki breyta hvernig hver flík passar á hvern íþróttamann. Sem er stór kostur fyrir íþróttafólk, þar sem að hjá hefðbundnum framleiðendum íþróttafatnaðar þegar breytt er um „línu“ þá breytist „fittið“ oft líka fyrir íþróttafólkið.
Ástæðan fyrir því að þessi fatnaður hefur ekki verið notaður í C landsliðsverkefni sem eru opin þátttöku umfram venjulegan liðakvóta (t.d. NUM, Veronicas Cup, Indoor World Series o.fl.) er aðallega af því að:
1. Oft eru þeir sem eru að fara C landsliðsverkefni (eins og NUM) að gera það með skemmri fyrirvara en í A/B landsliðsverkefnum. Þar sem margir þeirra sem keppa í þeim verkefnum hafa minni reynslu/getu og eru því oft minni skipulagðir gerir það mun erfiðara að tryggja að landsliðsfatnaðurinn verði kominn í hús fyrir alla fyrir mótið (þar það tekur tíma að panta sérsaumaða landsliðsfatnaðinn).
2,. Íþróttafólk sem keppir í A/B landsliðsverkefnum vildi frekar að bolurinn væri bara fyrir þá sem eru að keppa í „hærri“ landsliðsverkefnum (A/B) þannig að það væri ákveðinn árangur að fá A/B landsliðsfatnaðinn yfirhöfuð, þar sem að ekki allir gætu fengið hann.
You must be logged in to post a comment.