Landsliðsbúningur A&B landsliðsverkefni (EM/HM)

Þessi landsliðsbúningur er útvegaður af BFSÍ aðeins til þeirra sem eru áætlaðir til þátttöku í A/B landsliðsverkefnum BFSÍ.

Þessi landsliðsbúningur er notaður í A og B landsliðsverkefnum eins og:

  • EM (fullorðina og ungmenna)
  • HM (fullorðina og ungmenna)
  • Evrópubikarmótum (fullorðinna og ungmenna)
  • Heimsbikarmótum

Landsliðsbúning fyrir C landsliðsverkefni er hægt að finna hér https://bogfimi.is/landslidsbuningur-c/

C landsliðsverkefni eru meðal annars:

  • NUM (norðurlandameistaramót ungmenna)
  • Veronicas Cup

Eins og alltaf þá eru buxurnar ómerktar og SVARTAR og skiptir ekki máli af hvaða gerð þær eru svo lengi sem þær eru ekki úr gallabuxnaefni. Þannig að buxur og stuttbuxur sem hafa verið notaðar með fyrri landsliðsbúningum má einnig nota með nýja búningnum.
Jako mælti með stuttbuxum 6207 og buxum 6518 sem væru til á lager hjá þeim og myndu passa við búninginn fyrir þá sem vilja eða vantar buxur.

Jakosport.is

6207 stuttbuxurnar líta svona út

6518 Buxurnar líta svona út

Keppendum og fylgdarfólki er skylt að vera í landsliðsfatnaðinum á meðan viðburður sem þeir taka þátt í er í gangi (WA reglubók 3 kafli 20). Það á líka við um:

  • Opnunar/lokunarhátíð
  • Official Practice
  • Undankeppni
  • Útsláttarkeppni
  • Verðlauna afhendingu

VARA LANDSLIÐSBOLUR

Fyrir þá sem taka þátt á heimsbikarmótum utandyra (World Cups) fá þeir einnig vara keppnisbol. Vara keppnisbolurinn er aðeins notaður í sjónvörpuðum úrslitum á Heimsbikarmótum. Ef að bæði lið í sjónvörpuðum úrslitum á heimsbikarmóti eru í sama lit af landsliðsbúningi þá velur liðið sem var með hærra skor í undankeppni að hvort liðið skiptir um lit á keppnisbol.