Landsliðs fyrirliðar
Fyrirliðar eins og fólk eru mismunandi og setja mismunandi áherslur. Staða fyrirliða er ákveðin heiður og er ákveðin ábyrgð þar sem fyrirliði ber að hluta ábyrgð á árangri liðsins. Fyrirliði liðsins er ekki alltaf besti leikmaður liðsins, getustig er aðeins eitt af atriðum sem horft er til við val fyrirliða og oftar en ekki vegur reynsla meira. Fyrirliðar í landsliðum eru valdir af íþróttastjóra BFSÍ í sameiningu við leikmenn liðsins (það er engin fyrirliði nema fólk fylgi honum).
Hvað geta verið merki um góðan fyrirliða:
- Er einlægur og góð fyrirmynd fyrir aðra.
- Hefur mikla reynslu/þekkingu og miðlar henni til liðsfélaga (aðstoðarþjálfari).
- Hefur ástríðu en er yfirvegaður (Eldur í hjartanu en ís í höfðinu).
- Heldur jákvæðni innan liðsins sama hvernig gengur.
- Hefur andlegann styrk (tekur ábyrgð á árangri liðsins).
- Er góður í samskiptum (auðskiljanleg samskipti, Kiss principle-ið „Keep It Simple Stupid“).
Meðal verkefna sem liðsstjórar sinna eru að:
- Skipuleggja æfingar liðsins í samstarfi við þjálfara.
- Aðstoða liðsfélaga sína við æfingar og þátttöku í landsliðsverkefnum.
- Vera tengiliður liðsins á mótum við dómara og annað starfsfólk.
- Koma fram fyrir hönd liðsins fyrir almenningi.
- Bæta samskipti og samstarf liðsmanna.
- Ákveða röð liðsins í liðakeppni í samstarfi við þjálfara.