Íþróttafólk ársins 2015 var valið af Bogfiminefnd ÍSÍ

http://isi.is/um-isi/ithrottafolk-sersambanda/ithrottafolk-sersambanda-2015/

Bogfimikona ársins

Helga Kolbrún Magnúsdóttir

Bogfimikona ársins
Helga hefur stundað bogfimi síðan 2013 og er fyrsta konan á Íslandi til að keppa með trissuboga. Helga setti fyrsta Íslandsmetið í trissubogaflokki kvenna 2013 og hefur síðan þá verið ósigraður Íslandsmeistari, bæði innan- og utanhúss. Helga hefur náð góðum árangri á erlendum mótum, þar má nefna 5. sæti á Heimsbikarmóti í nóvember síðastliðnum og stefnir hún langt í íþróttinni á næstu árum.

Bogfimimaður ársins

Sigurjón Atli Sigurðsson

Bogfimimaður ársins
Sigurjón Atli byrjaði í bogfimi í ársbyrjun 2013 og hefur náð feiknagóðum árangri á skömmum tíma. Árið 2015 vann Sigurjón Íslandsmeistaratitil í bogfimi í ólympískum flokki innanhúss, einnig til gullverðlauna á RIG leikunum í bogfimi í ólympískum flokki. Þá tvíbætti hann sitt eigið Íslandsmet í bogfimi utandyra, í fyrra skiptið á Grand Prix móti á Grikklandi í maí og síðar á Evrópuleikunum í Baku í júní. Sigurjón stefnir hátt og er markið sett á að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum í Ríó á næsta ári.