Dagsetning

26. Júní 2021

Íslandsmót Öldunga Utanhúss 2021

Íslandsmet á mótinu eru aðeins gild fyrir formlega bogaflokka eftir World Archery reglum: 50+ og opinn flokkur.
Þeir sem eru keppa í aldursflokkunum 50+, 60+ og 70+ geta slegið Íslandsmet í 50+.
Þeir sem eru 30+ og 40+ geta slegið Íslandsmet í opnum flokki.

Aldursflokkar
30+ (f. 1991 og fyrr) (Opinn flokkur)
40+ (f. 1981 og fyrr) (Opinn flokkur)
50+ (f. 1971 og fyrr) (Öldunga flokkur)
60+ (f. 1961 og fyrr) (Öldunga flokkur)
70+ (f. 1951 og fyrr) (Öldunga flokkur)

Trissubogi:
30+, 40+, 50+, 60+ og 70+: 50 metrar, 80cm skífa

Sveigbogi:
30+ og 40+:   70 metrar, 122cm skífa
50+, 60+ og 70+:   60 metrar, 122cm skífa

Berbogi:
30+, 40+, 50+, 60+ and 70+:   50 metrar, 122cm skífa

Undankeppni, útsláttarkeppni og gull keppni verður allt á sama degi.

Allir keppendur munu keppa í sínum aldursflokki í undankeppninni og þeir efstu í sínum aldursflokki að undankeppni lokinni fá verðlaun.

Þeir efstu sem kepptu í aldursflokkunum 50+, 60+ og 70+ keppa svo sín á milli í útsláttarkeppni um öldunga titilinn.

Liðakeppni
Lið samanstendur af tveim hæst skorandi einstaklingum í undankeppni af sama kyni, í sama aldursflokki, bogaflokki og íþróttafélagi.
Parakeppni samanstendur af hæsta skorandi karlkyns og kvenkyns keppanda í undankeppni í sama aldursflokki, bogaflokki og íþróttafélagi.

Útsláttarkeppni verður um gull verðlaun milli tveggja efstu liða eftir undankeppni.
Hvert félag getur verið með fleiri en eitt lið í sama flokki og verða þau þá skilgreind sérstaklega (s.s. 1, 2, 3).

Staðsetning
Mótið verður að þessu sinni haldið við Ásvelli í Hafnarfirði. Hér er að finna google maps hlekk.

Covid fyrirvari
Vegna Covid-19 takmarkana getur form mótsins breyst með litlum sem engum fyrirvara. En áætlað er að haldið verði mót þó að það endi þannig að einn keppandi keppi á hverju skotmarki með 2 metra bili á milli skotmarka. En mögulegt er að útsláttarkeppni og liðakeppni verði aflýst ef takmarkanir heilbrigðisyfirvalda eru miklar. Því er mikilvægt að fylgjast með uppfærðu skipulagi á ianseo.net.

Ianseo hlekkur.